Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 32
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@markadurinn.is Veffang visir.is Netfang rit stjorn@markadurinn.is Sími 512 5000 Fax 512 5301 Ýmir Örn Finnbogason, fjármálastjóri Plain Vanilla. Hvað samfélags- ábyrgð er ekki Hin LÁRA JÓHANNSDÓTTIR hliðin Þó svo að hugtakið samfélagsábyrgð fyrirtækja eigi sér langa sögu erlendis, er markviss umræða um það nýrri af nálinni hér á landi. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð, var til að mynda stofnuð árið 2011. Yfirleitt tengist umræðan um samfélagsábyrgð sam- spili efnahagslegra, umhverfislegra, samfélagslegra og siðferðilegra þátta, auk þess að fjalla um ábyrgð fyrir- tækja gagnvart hagaðilum og því að uppfylla væntingar þeirra. Aðrir mikil- vægir þættir eru gegnsæi í rekstri og samþætting samfélagsábyrgðar við grunnstarfsemi í viðkomandi rekstri. Gert er ráð fyrir því að fyrirtæki gangi sjálfviljug lengra en lög og reglur gera kröfu um að þau geri gagnvart samfélagi og umhverfi. Ekki skrautfjöður Samfélagsábyrgð er því ekki skrautfjöður sem fyrirtæki flagga á tyllidögum, verkefni á hliðarlínunni, gæluverkefni, eða lúxusmál neðarlega á forgangslistanum notuð í þeim til- gangi að lappa upp á laskaða ímynd. Þó það sé t.d. góðra gjalda vert að veita styrki til verðugra málefna, þá falla málefnastuðningur, góðgerðar- starfsemi og styrkveitingar ekki ein og sér undir samfélagsábyrgð. Meira þarf að koma til. Þær hugmyndir um að það sé nóg fyrir fyrirtæki að skapa störf, greiða skatt og hámarka arð til hluthafa hafa verið á undan- haldi um langt árabil. Þess er vænst að fyrirtæki axli ábyrgð á rekstrinum í víðum skilningi þess orðs, til að taka mið af þeim afleiðingum sem reksturinn hefur á efnahag, umhverfi og samfélag í heild sinni. Áherslan hefur því færst frá því að horfa til þess hvernig fyrirtæki verja hagn- aði sínum, yfir í það að endurmeta hvernig þau skapa arð með sínum daglega rekstri. Fyrirtæki sem eru uppvís að óábyrgum rekstri hafa sum hver skaðast af þeirri umræðu sem fer af stað í samfélaginu þegar þau verða uppvís að athöfnum sem fara á skjön við lög og reglur og samfélags- lega samþykkt viðmið. Alnetið er hér öflugur miðill í að veita aðhald. Samfélagsábyrgð á árangursríkan hátt Ætli fyrirtæki sér að innleiða sam- félagsábyrgð á árangursríkan hátt þarf nýja hugsun og áherslur þar sem samfélagsábyrgð er samofin stefnumörkun fyrirtækis og fram- tíðarsýn, skipulagi, ákvarðanatöku, gildismati, menningu og daglegum rekstri. Margvíslegur ávinningur felst í þessum áherslum fyrir fyrirtæki, t.d. betri tengsl við það samfélag sem þau starfa í, bætt ímynd, aukið traust, auknar tekjur, minni kostnaður, minni rekstraráhætta, tækifæri til nýsköp- unar, aukin starfsánægja og þar fram eftir götum. Það er því ekki spurning um það hvort fyrirtæki eigi að axla samfélagsábyrgð, heldur hvernig. Harpa / Skeifan 6 / Keflavíkurvöllur / 5687733 / epal@epal.is / epal.is Tilboðsverð: 138.800kr* Fullt verð: 198.500kr * til afgreiðslu í viku 49 Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.