Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 17.04.2014, Blaðsíða 18
17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR| HELGIN | 18 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Hvar? Týsgallerí og Kunstschlager Hver? Heimir Björgúlfsson Hvenær? Klukkan 17.00 í dag og 20.00 á laugardag 19. apríl Hversu mikið? Ókeypis PÁSKAR EITTHVAÐ FYRIR ALLA 17. apríl 2014 FIMMTUDAGUR Hráslaginn bítur inn að beini þar sem við Heimir Björgúlfsson myndlistarmaður stöndum fyrir utan Týsgallerí og bíðum eftir að opnað verði fyrir okkur. „Þetta er dálítið ólíkt því sem ég á að venj- ast,“ viðurkennir Heimir sem býr í Los Angeles, „ég var búinn að gleyma hvað veðurfarið breytist ört hér heima en í gær fékk ég sýnis horn af flestum tegundum.“ Heimir er að opna tvær einka- sýningar nú um helgina, í Týsgall- eríi og Kunstchlager. Titlarnir eru stórir, Vænn skammtur af svívirð- ingum, það hálfa væri nóg og Þrjú tonn af sandi í tveimur hlutum. „Maður verður nú að hafa íslensk- an brag á þessu. Hvort tveggja er línur úr textum og svo segi ég „það hálfa væri nóg“ í tíma og ótíma,“ útskýrir listamaðurinn brosandi. Skrá yfir sýningar Heimis er upp á nokkrar blaðsíður og verk hans eru víða. „Ég er alltaf að,“ viðurkennir hann. „Vinnan kemur samt dálítið í törnum þannig að sum tímabil er ég meira upptekinn en önnur og það getur orðið aðeins of mikið. En þetta er það sem ég vil gera og verð þá líka að sinna því. Sel vel? Já, en það er upp og niður líka. Þetta er eins og rússí- bani.“ Hann kveðst hafa lært í Amst- erdam og búið þar eftir námið en farið í vinnustofuferð árið 2005 til Los Angeles. „Ég ætlaði bara að vera í þrjá mánuði en ílengdist, þannig að þar hef ég búið frá 2006 og á þar konu, mexíkósk/amer- íska. Hún er ekki með mér núna en hefur komið hingað tvisvar. Við giftum okkur hér á landi.“ Þegar við komum inn í gall- eríið fer Heimir að taka utan af verkunum sínum. Á sumum þeirra eru framandlegir fuglar. „Þegar ég var krakki ætlaði ég að verða fuglafræðingur. Var dálítið rugl- aður með það,“ segir hann og sýnir fleiri myndir. „Ég er alltaf að leita að einhverju í umhverfinu sem vekur forvitni, að það veki sögur – eða möguleika á sögum. Umhverf- ið er auðvitað alltaf upplifun hvers og eins. Hér kemur svo titilverkið á sýningunni, Vænn skammtur af svívirðingum, það hálfa væri nóg!“ Vil helst að verkin veki sögur Myndlistarmaðurinn Heimir Björgúlfsson opnar tvær sýningar í höfuðborginni nú um páskahelgina. Aðra í Týsgalleríi á Týsgötu 3 síðdegis í dag. Hina á laugardagskvöldið í Kunstchlager á Rauðarárstíg 1. Í TÝSGALLERÍI „Það er alltaf eitthvað að gerast, eitthvað sem stangast á í grunninn,“ segir Heimir. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Upplestur Valdir sálmar Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, Kristbjörg Kjeld leikkona og Árni Harðarson skólastjóri eru á meðal lesara valinna passíusálma í Kópavogs- kirkju á morgun, föstudaginn langa á milli klukkan 13 og 16. Lenka Mátéova, kantor Kópavogs- kirkju, leikur á orgel og leiðir áheyrendur í gegnum sálmalögin. Hún fær til liðs við sig kór Kópavogskirkju og Ólafíu Jensdóttur söngvara. Hugleiðsla Góðgerðarjóga Fjölskyldujóga verður í Hofi á Akureyri klukkan 14 á morgun, föstudaginn langa, og jóga, hugleiðsla og gong- slökun klukkan 15.30. Nokkrir norð- lenskir jógakennarar halda utan um stundina og leiða þátttakendur í að liðka líkamann, fara í leiki og slaka á í lokin. Þetta er fyrsti góðgerðarviðburður styrktarfélagsins Jógahjartans. Útvarpið Ragnheiður á Rás 1 Óperan Ragnheiður eftir Gunnar Þórðarson verður á dagskrá Rásar 1 í dag og hefst flutningurinn klukkan 15. Þetta er hin magnaða ástar- og örlaga- saga sem hefur verið á fjölum Íslensku óperunnar undanfarnar vikur með Þóru Einarsdóttur, Elmar Gilbertsson og Viðar Gunnarsson í aðalhlutverkum. • Hvítt súkkulaði er tæknilega séð ekki súkkulaði því það inniheldur hvorki kakóbaunir né kakóvökva. • Það þarf um 400 kakóbaunir til að búa til 450 grömm af súkkulaði. • Sá sem fann upp súkkulaðibitakökuna seldi Nestlé réttinn með því skilyrði að hann fengi ársbirgðir af súkkulaði. • M&M-nammið var búið til fyrst árið 1941 fyrir hermenn svo þeir gætu átt súkkulaði án þess að það bráðnaði. • Á hverri sekúndu borða Bandaríkjamenn um 45 kíló af súkkulaði. • Stærsta súkkulaðistykki í heimi vó um 5.792 kíló. • Að borða dökkt súkkulaði á hverjum degi minnkar líkurnar á hjartasjúkdómum um þriðjung. Skemmtilegar staðreyndir um súkkulaði Þessa dagana leikur súkkulaði stórt hlutverk í mataræði landans. Alexía Björg Jóhannesdóttir leikkona Málað og farið í pottinn Ég ætla að eyða hluta af páskunum á Kletti í Borgarfirði þar sem fjölskyldan á bústað. Þar verður unnið á fullu við að mála, sparsla og leggja lokahönd á gestahús við bústaðinn. Svo verður án efa borðað nóg af góðum mat og farið oft í pottinn, sem er gamalt fiskeldiskar. Á páskadag er svo alltaf ratleikur í skóginum í kringum Klett þar sem börnin leita að páska- eggjunum sínum. Elín Hirst alþingismaður Sér skíðalöndin í hillingum Ég ætla að nota páskana til að fara á skíði. Ég hef mikla ánægju af gönguskíðamennsku og sé Bláfjöll, Skálafell og Heiðmörk alveg í hillingum. Guðrún Dís Emilsdóttir dagskrárgerðarkona Góðar stundir á Húsavík Ég er á leiðinni til Húsavíkur þar sem ég ætla að njóta þess að vera í fríi með fjölskyldunni heima hjá tengdaforeldrum mínum. Eyþór Ingi söngvari Glysrokk og páskaegg Ég spila glysrokk um páskana, ásamt fríðu föruneyti, með Skonrokki í Hofi föstudaginn langa og Hörpu daginn eftir. Síðan er á áætlun að borða vel af páskaeggi á páskadag.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.