Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 15.05.2014, Blaðsíða 44
15. maí 2014 FIMMTUDAGUR| MENNING BÍÓ | 28 sérfræðinga okkar aðstoða þig Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Sími 4 400 400 www.steypustodin.is Steypustöðin býður upp á mikið úrval af fallegum hellum og mynstursteypu fyrir heimili, garða, göngustíga og bílaplön. 20 YFIR TEGUNDIR AF HELLUM Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. BÍÓFRÉTTIR Leikkonan Jamie-Lynn Sigler er 33 ára í dag. Hún er þekktust fyrir leik í sjónvarps- seríunni The Sopranos. Afmælisbarn dagsins Sænski kvikmyndaleikstjórinn Malik Bendjelloul lést í Stokkhólmi á þriðju- dag. Hann var 36 ára og vann kvikmynd hans, Searching for Sugar Man, Óskarsverðlaunin í fyrra sem besta heim- ildarmyndin. Bróðir hans, Johar, staðfesti í gær að hann hafi framið sjálfsmorð. „Lífið er ekki alltaf einfalt. Ég veit ekki hvernig ég á að takast á við þetta.“ ANDLÁT Channing Tatum mun leika í næstu X-Men-kvikmynd. Framleiðandi myndarinnar, Lauren Shuler Donner, greindi frá þessu á frum- sýningu X-Men: Days of Future Past á þriðjudag en leikarinn mun fara með hlutverk Gambit. „Hann er harður ærslabelgur, alveg eins og Remy LeBeau, og hann getur höndlað hasarinn,“ segir Donner. Leikur Gambit Paramount og Skydance eru búin að staðfesta að Roberto Orci leikstýri Star Trek 3. Ekki er ljóst hver söguþráður myndarinnar verður að svo stöddu. LEIKSTÝRIR STAR TREK 3 Hin árlega kvikmyndahátíð í Cannes hófst í gær og hefur Guardian tekið saman lista yfir helstu kvikmyndir sem vert er að fylgjast með á hátíðinni. Grace of Monaco Myndin fjallar um líf og störf Grace Kelly og veltir upp ýmsum spurning- um, til dæmis um hjónaband hennar og Rainiers prins. Í aðalhlutverkum eru Nicole Kidman, Tim Roth, Robert Lindsay og Frank Langella. Foxcatcher Myndin er byggð á sannri sögu John DuPont, íþróttaáhugamanns sem myrti vin sinn, glímukappa sem vann til að mynda til Ólympíuverðlauna. Steve Carrell leikur DuPont og hefur verið orðaður við Óskarinn. Í öðrum hlutverkum eru Mark Ruffalo, Van- essa Redgrave og Channing Tatum. Lost River Hér sest leikarinn Ryan Gosling í leikstjórasætið og býður áhorfendum upp á dökkt fantasíudrama sem bar vinnutitilinn How to Catch a Mons- ter. Í aðalhlutverkum eru Matt Smith, Saoirse Ronan, Christina Hendricks og Eva Mendes. Maps to the Stars Julianne Moore leikur stjörnu sem má muna sinn fífil fegri, Mia Wasikowska er aðstoðarkona hennar sem nýverið losnaði af geðveikra- hæli, John Cusack fer með hlutverk skringilegs geðlæknis og Robert Pattinson er limmósínuökumaður í nýjustu mynd Davids Cronenberg. Winter Sleep Nýjasta mynd hins tyrkneska Nuri Bilge Ceylon. Hún er tæplega fjórir klukkutímar að lengd og er talin lík- legust til að hreppa Gullpálmann í ár. KVIKMYNDAVEISLA Í CANNES Godzilla hasar Aðalhlutverk: Bryan Cranston, Aaron Taylor-Johnson, Elizabeth Olsen, Andy Serkis, Juliette Binoche. Aldurstakmark: 12 ára FRUMSÝNING 9,0/10 63/100 89/100 Íslenska bíómyndin Vonarstræti er frumsýnd á morgun en það er Baldvin Z sem leikstýrir myndinni og skrifaði handritið ásamt Birgi Erni Steinarssyni. Myndin gerist árið 2006 þegar svokallað góðæri var á Íslandi og er myndin innblásin af sönnum atburðum. Í myndinni samtvinnast sögur þriggja ólíkra einstaklinga sem allir búa yfir leyndarmáli og reyna að fóta sig í íslensku samfélagi á árunum rétt fyrir hrun. Unga leikkonan Hera Hilmars- dóttir leikur eitt af aðalhlutverk- unum í myndinni – konu sem lifir tvöföldu lífi. „Þessi karakter kemur úr fjöl- skyldu sem út á við virkar sem hin fullkomna fjölskylda og þar sem áhersla er lögð á að lifa eftir ákveðnum standard. Mynd- in gerist árið 2006 þar sem var kannski sérlega mikil pressa á að lifa á ákveðinn hátt og eiga hitt og þetta. Þessi stúlka stundar vændi á Íslandi og lifir tvöföldu lífi. Við notuðum sögu íslenskrar konu sem er til í raun og veru og ég veit ekki enn þann dag í dag hvort fjölskylda hennar veit að hún stundaði vændi um tíma,“ sagði Hera í viðtali við Frétta- blaðið í byrjun janúar. Leik- stjórinn, Baldvin Z, segir þessa tilteknu konu hafa verið í sinni fjölskyldu. „Það er gömul saga úr minni ætt sem liggur að baki hennar sögu. Mig hafði oft langað til að fjalla um það mál og sá tækifæri til að flétta hana inn í framvinduna í Vonarstræti. Ég vil ekki fara neitt nánar út í upphaflegu söguna, það eiga allar fjölskyldur fjölskyldu- leyndarmál og við erum einmitt að velta því upp í myndinni hvern- ig þöggun innan fjölskyldna virk- ar og hvað hún getur verið öflug og ógeðsleg,“ sagði hann í viðtali við helgarblað Fréttablaðsins um síðustu helgi. Ásamt Heru fara þau Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann með aðalhlutverkin í myndinni en sá síðarnefndi þykir eiga stórleik sem rithöfundur sem var einu sinni stórstjarna en er nú fylliraftur. liljakatrin@frettabladid.is Útrásarvíkingar og vændis- konur í Vonarstræti Íslenska kvikmyndin Vonarstræti verður frumsýnd á föstudag. Leikstjóri myndarinnar er Baldvin Z en í myndinni eru sagðar sögur þriggja ólíkra einstaklinga sem samtvinnast. Leikkonan Hera Hilmarsdóttir leikur stúlku sem stundar vændi í kvikmyndinni en hún er innblásin af sönnum atburðum. Það vakti mikla athygli í síðustu viku þegar aðstandendur myndarinnar sögðu frá því að hringt hefði verið í þá og lögbanni hótað á myndina. Talið er að ein persónan í myndinni hafi farið fyrir brjóstið á þeim sem hótaði kæru fyrir ærumeiðingar og lögbanni á myndina. Á þá sú persóna að hafa verið iðin við að skaffa fíkniefni og vændiskonur í gleðskap sem fram fór um borð í glæsilegri snekkju. „Myndin er ekki að taka á neinum sérstökum einstaklingum á þessum góðæristímum en það var ýmislegt í gangi á þessum tíma. Það getur verið að margir kannist við sjálfa sig þarna og vorum við beðnir um að klippa ákveðin atriði úr myndinni,“ sagði Ingvar H. Þórðarson, einn af framleið- endum myndarinnar, í samtali við Fréttablaðið. Bætti hann við að hótanir sem þessar hefðu engin áhrif og að myndin yrði frumsýnd 16. maí. Þekktur einstaklingur hótaði lögbanni TVEIR GÓÐIR Þorvaldur Davíð og Þorsteinn Bachmann leika einnig í myndinni. TVÖFALT LÍF Hera leikur unga konu sem býr yfir leyndarmáli. Ég vil ekki fara neitt nánar út í upphaflegu söguna, það eiga allar fjölskyldur fjölskyldu- leyndarmál og við erum einmitt að velta því upp í myndinni hvernig þöggun innan fjölskyldna virkar. Baldvin Z, leikstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.