Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 30.06.1977, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 30.06.1977, Blaðsíða 1
00 Auflýsiiifuímiira er 1210 00 „Búnir að ná í skottið á sér“ Á bæjarstjórnarfundi s.l. fimmtudag voru reikningar bæjarsjóðs og stofnana hans fyrir árin 1973—1974 til sið- ari umræðu og afgreiðslu. Eins og fram hefur komið, stóð fundurinn i 11 klst. og þar af eyddu menn um helm- ingi fundartímans i umræður um þessa reikninga. Jóhann Friðfinnsson og Sig urbjörg Axelsdóttir mótmæltu því að afgreiða ætti reikn- ingana á þessum fundi. Töldu ýmsa formgalla vera þar á. Aðrir bæjarfultrúar fögnuðu þvi, að loksins skyldu þessir reikningar teknir til endan- legrar afgreiðslu í bæjar- stjórn. Nú væri loksins búið að ná í skottið á sér hvað viðkemur reikningshaldi kaupstaðarins. Athugasemdir e$a ekki JF og SA gagnrýndu það mjög að þau fengju ekki að sjá athugasemdir kjörinna endurskoðenda. — fíeynt var eftir beztu getu að upplýsa skötuhjúin um það, að engar athugasemdir hefðu fyigt reikningunum frá endurskoð- endum, en það gekk illa. Kjörnir endurskoðendur vinna þannig, að þeir hafa sérstök eyðublöð þar sem þeir skrifa á spurningar varð- andi reikningana og leita eftir svari hjá viðkomandi aðila. Fái þeir fullnægjandi skýringu og svör, verður ekki um neina athugasemd að ræða við reikningana. — Þetta gátu þau tvö engan veginn skilið, hversu oft sem það var út- skýrt fyrir þeim. Vantraust SA hélt mikla ræðu um reikningana, þar sem hún tíndi til ýmislegt sem miður hefði farið í stjórnartíð Magn- úsar H. Magnússonar, ásamt ýmsu, sem miður fór í meiri- hlutatið hennar sjálfrar. M.a. hélt hún því fram, að kjörnir endurskoðandur vildu ekki sjá neitt athugavert við reikningana. Það væri mál þeirra. ef þeir væru ánægðir með oetta. Undanfarin ár hefur Arnar Sigurmundsson verið endur- skoðandi bæjarreikninganna. Þótti bæjarfulltrúum, að hér væri um æði mikið vantraust að ræða á sínum eigin flokks bróður. SA sagði það sig engu skipta þótt AS móðgað- ist við sin orð, þeir hefðu viljandi ekkert viijað sjá. I framtiðinni ætti SA trú- lega að geta betur unað sin- um hlut, þar sem þau JF til- nefndu Axel Ó. Lárusson, sem endurskoðanda bæjar- fyrir árið 1977. Afgreiðsla reikninganna Eftir miklar umræður komu reikningarnir til afgreiðslu. Reikningar ársins 1973 voru allir samþykktir með 5 sam- hljóða atkvæðum. Fjórir bæj- arfulltrúar Sjálfstæðisflokks- /------------------------------- GÓÐIR GESTIR Um síðustu hoflgi voru hér á ferð félagar í norska „Bygdelagskoret". Gistu þeir hjá félögum úr Sam- kór Vestmannaeyja. Voru síðan hljómleikar haldnir í Samkomuhúsinu á mánu- dagskvöld fyrir fullu húsi. Var þama á ferðinni mjög vandaður og skemmtilegur kór. Samkórinn tók líka lagið á hljómleikunum og hlutu báðir kórar hinar beztu viðtökur. ins sátu hjá. — Enda enginn af þeim viðriðinn bæjarstjórn þá. Reikningar ársins 1974 voru allir samþykktir með 5 sam- hljóða atkvæðum, utan rekstr- arreikningur bæjarsjóðs, þar komu fram tvö mótatkvæði (SA og JF). Neituðu að bera ábyrgtS Þá var komið að þvi at- hygliverða ári 1975, þegar meirihlutaskipti urðu í júli- mánuði. Við tók meirihluti Sjálfstæðismanna og Fram- sóknar. Sigfinnur Sigurðsson tók við bæjarstjórastarfinu af MHM, eins og mönnum er i fersku minni. Meirihlutasam- starf þetta hélst út árið 1975 og til loka janúar 1976 eða þar til Sigfinnur var leystur frá störfum fyrlrvaralaust. EHE og SJ lýstu báðir yfir þvi, að þeir bæru fulla ó- byrgð á reikningum þess árs, enda höfðu þelr móta stefn- una ásamt hlnum þremur og myndu þvi grelða atkvæðl með þessum reiknlngum. JF og SA neituðu hins veg- ar allri ábyrgð og könnuðust FrL á bls. 2 Telescopehús selt Bæjaráð hefur samþykkt að selja Sjálfsbjörg Vestmanna- eyjum eitt telescopehús á kr. 3 milljónir. Hús og afhending- artími verði eftrr samkomu- lagi.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.