Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.1980, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 07.02.1980, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Vestmannaeyjum 7. febrúar 1980 7. árgangur - 6. tölublað HVAÐ SEGJA SJÁLFSTÆÐIS- MENN I EYfUM? áður en tilraun Gunnars var hafnað. Blaðið hafði samband við nokkra fulltrúa Sjálfstæð- isflokksins hér í Eyjum, vegna stjórnarmyndar dr. Gunnars Thoroddsen, varaformanns Sjálfstæðisflokks- ins. Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir þá: 1. Hver er afstaða þín til stjórnarmyndunar Gunn- ars Thoroddsen? 2. Telur þú, að Sjálfstæðis- flokkurinn muni klofna? 3. Telur þú, að þetta hafí áhrif á flokldnn hér í Eyjum? Sigurður Jónsson, bæjarfulltrúi: 1. Ég tel að forysta flokksins hafi brugðist rangt við til- raunum Gunnars. Það er ekk- ert einsdæmi, að annar en for- maður myndi stjóm. Það hefði verið lágmarkið að kynna sér málefnasamning, 2. Taki flokkurinn skyn- samlega á málum þarf það ekki að gerast, en eftir frétt- ir í fjölmiðlum, er ég hræddur um, að þetta geti haft alvar- legar afleiðingar. 3. Þessi mál hafa ekki verið rædd í fulltrúaráði flokksins, svo það er ekki hægt að svara þessari spurningu. Georg Þór Kristjánsson, bæjarfulltrúi: Mikil viðbigði í þjónustu fyrir flugfarþega 1. Ég tel að það sé formaður flokksins, sem á að hafa for- ystu um stjórnarmyndunar- viðræður hverju sinni. I þessu tilfelli er það Geir Hallgrímsson, hvort sem mönnum líkar það betur eða verr. Það hlýtur aðverahann, sem kemur fram fyrir hönd flokksins, á meðan annað er ekki ákveðið. Það er kannski skiljanlegt, að Framsóknarmenn og kommar geti sameinast um Gunnar, þar sem allt var komið í baklás og þingmenn orðnir hræddir við myndun utanþingsstjórnar, sem for- setinn hefði kannski átt að Framhald á bls. 3 FJÖLTEFLIÁ SUNNUDAG Bandaríski stórmeistarinn Walter Browne er væntanlegur til Eyja á n.k. sunnudag og mun hann tefla fjöltefli við allt að 40 keppendur í Alþýðuhúsinu og er ráðgert að fjölteflið hefjist kl. 20.00. Walter Browne, sem er 33 ára, er margfaldur Bandaríkjameist- ari, og hefur tekið við hlutverki Fischers, sem sterkasti skák- maður Bandaríkjanna. Browne mun vera með um 2600 ELO skákstig, og er stiga- hæsti skákmeistari, sem teflt hefur í Vestmannaeyjum. En á síðustu árum hafa haldið hér fjöltefli þeirTimman, Lombardi og Smejkal og höfðu þeir um 2550 stig hver. Walter Browne var sigurveg- ari á síðasta Reykjavíkurskák- móti, sem haldið var 1978 og er hann nú meðal þátttakenda á Rvíkurmótinu, sem hefst 23. febrúar n.k., en hann kom til landsins í dag og teflir fjöltefli á nokkrum stöðum þar til mótið hefst. Ekki er að efa að Skákáhuga- menn munu fjölmennaá fjöltefl- ið á sunnudagskvöld í Alþýðu- húsinu, ýmist til þátttöku, eða til að fylgjast með spennandi keppni. Eftir að hafa skoðað þá að- stöðu, sem nú er orðin fyrir flugfarþega hér í Eyjum, er óhætt að segja að betri geti hún ekki orðið. Nú vantar bara fleiri flugdaga. Þar ráða veðurguðirnir mestu, þótt komið hafi það fyrir, að staðið hafi á Flugleiðum. í nýju flugstöðarbygging- unni hefur Eyjaflug, Bjarna Jónassonar, einnig fengið inni, svo farþegar Eyjaflugs sitja við sama borð og Flug- leiðafarþegar. Þessa mynd tók Sigurgeir Jónasson, er fyrstu farþeg- arnir voru afgreiddir í nýju flugstöðinni. NYKOMNIR: r s . : J / VERSLUNIN KJARNI YAMAHA útvarps- móttakarar (tunerar). Urvalstæki á aðeins kr. 157.600,oo. Einnig úrval af öðrum YAMAHA græjum. sf - Skólavegi 1 Sími 1300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.