Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.1980, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 01.04.1980, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ Þriðjudagur 1. apríl 1980 7. árgangur - 14. tölubláð. Villtar kanínnr á Breiðabakka Mikið er nú um villtar kanínur á Breiðabakka, rétt sunnan við Lyngfellsbúið. Er hér um að ræða sérstakt af- brigði, sem er rústrautt með fölbláum röndum. Krakkar, sem voru á gönguferð á Bakkanum, urðu þess vör að kanínur komu upp úr holu, sem opin mun vera niður í sjó. Nánar til tekið er þessi hola ca. 3 metra austan við veginn á Breiðabakka og ca. 50 metra frá beygjunni neðst á Breiða- bakka. Úr holu þessari má heyra sjávarnið, og ef reytt er gras og sett yfír opið, fýkur það í loft upp, svo mikill er trekk- urinn upp úr holunni. Er staðurinn var athug- aður, kom í ljós, að 7 kanínur halda til í þessari holu, og eru þær mest á ferli um 7 leytið á kvöldin. Krakkarnir, sem Fréttir höfðu tal af, sögðust gefa dýrunum nýjar gulrætur og væru þær nú óðast að hænast að þeim. Er fólki ráðlagt, sem sjávill þessar sérstöku kanínur, að fara ekki á bílum alveg að þessum stað, heldur leggja bílunum vestan megin við veginn, og ganga að staðnum. Verður væntanlega búið að merkja staðinn, og ekki frá- leitt að farið verði með ferða- menn á staðinn í sumar. Sem fyrr segir, er fólki ráðlagt að fara ekki á bílum alveg að staðnum. Það er vegna þess að kanínurnar hoppa strax ofaní holuna, finni þær titring í jörðinni, sem bílar valda. Fyrstu leikir IBV Nú um páskana fer boltinn að rúlla hjá leikmönnum IBV. Þeir hafa nú æft frá því í febrúar og verið vel mætt á æfingar, þegar tillit er tekið til þess, hvert vinnuálag hefur verið á leikmönnum sem öðr- um, á þeirri ágætu vertíð, sem nú stendur sem hæst. Um hátíðardagana mun ÍBV leika tvo æfmgaleiki ef veðurguðirnir verða okkur hagstæðir. A laugardag 5. apríl kl. 14.00 leikur ÍBV við II. deildarlið Armanns á mal- arvellinum. Á II. í páskum, mánudag 7. apríl, leikur IBV síðan við unglingalandsliðið og hefst sá leikur kl. 17.00. IBV væntir þess, að sem flestir sjái sér fært að mæta á þessa leiki. ÍBV á ekki ann- arra kosta völ, til þess að fá leiki, en að borga undir þau lið, sem á annað borð vilja koma hingað til leikja. Kostn- aður við að fá lið hingað er tæplega 300 þúsund krónur og þess vegna neyðumst við til að selja inn á leikina. Kostar kr. 1500 fyrir full- orðna, en kr. 500 fyrir börn. Knattspyrnuráð Vestmannaeyja. Annir hjá Herjólfí Miklar annir eru í flutningum hjá Herjólfi þessa dagana. Upppantað er í klefa í flestar ferðir fram á miðvikudag í næstu viku, en nokkur klefapláss eru laus n.k. laugardag. Á þetta við um ferðir bæði til og frá Þor- lákshöfn. Upppantað er einnig fyrir bíla fram á miðviku- dag í næstu viku. Herjólfur mun fara í slipp mánudaginn 14. apríl nk. Áætlað er að taka áætlun snemma á sunnu- dagsmorgun héðan úr Eyjum, en er skipið kem- ur aftur frá Þorlákshöfn mun það halda rakleiðis til Reykjavíkur, þar sem skipið verður botnhreins- að, málað að utan ef veð- ur leyfir og vél verður yfirfarin. Reiknað er með að þetta sé 2-3 daga vinna, en fjórða daginn verður hægt að hlaupa upp á, ef tafir yrðu. Herjólfur kem- ur síðan inn í áætlunföstu- daginn 18. apríl. Að sögn Olafs Runólfs- sonar frkv.stj. eru miklar annir framundan í flutn- ingum Herjólfs, sá tími að fara í hönd, sem fólk ferð- ast mikið og eðlilega þarf meiri vöruflutninga, þeg- ar mikið gengur á í at- hafnalífinu. Aílahæstu bátar 31. marz NETABÁTAR TONN LANDANIR GjafarVE........................... 834,3 27 Valdimar Sveinsson VE.............. 820,1 58 Þórunn Sveinsdóttir VE............. 799,3 22 Bjarnarey VE....................... 771,4 29 Árni í Görðum VE................... 764,6 49 TROLLBÁTAR TONN LANDANIR Sigurbára VE....................... 433,5 13 Heimaey VE ........................ 313,6 10 BjörgVE ........................... 245,5 22 '"Sjá meira um afla á bls. 3 Ljósm.: Sigurgcir Jónasson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.