Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 07.07.1983, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 07.07.1983, Blaðsíða 1
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□ Myndina tók Sigurgeir Jónasson í hófi bæjarstjórnar, sem haldið var í Hallarlundi síðastliðið sunnudagskvöld. GÓÐAR GJAFIR Á fundi bæjarráðs síð- astliðinn þriðjudag, var eftirfarandi bókun gerð í tilefni af 10 ára gosloka- afmæli, sem haldið var um síðustu helgi. „Fulltrúi stjórnar Rauða kross íslands, Björn Tryggva- son, og stjórn Vestmanna- eyjadeildar R.K.I. ásamt bæj- arfulltrúum komu saman til sérstaks fundar í Ráðhúsinu s.l. sunnudag. Var þar gengið frá lokauppgjöri og ráðstöfun Vestmannaeyjasöfnunar R. K.í. þ.e. tólf íbúðum að Kleppsvegi 32 í Reykavík, en íbúðir þessar hafa verið þing- lýst eign Vestmannaeyjasöfn- unar R.K.I. og leigðar öldr- uðum Vestman.naeyingum frá því þær voru keyptar á sínum tíma. Ibúðum þessum er ráðstaf- að á þann veg, að 9 íbúðir koma í hlut Vestmannaeyja- bæjar og verður söluand- virði þeirra notað til áfram- haldandi byggingar aldraðra við HrauntDÚðir. I hlut hjálp- arsjóðs R.K.I. ganga3 íbúðir. Ráðstöfun þessi er gerð að undangengnun viðræðum milli aðiia og varð þessi niðurstaða samhljóða. Bæj- arráð felur félagsmálaráði að annast útleigu á þeim 9 íbúðum Vestmannaeyjabæj- ar að Kleppsvegi 32 og skuli íbúðirnar leigðar áfram þeim öldruðu Vestmannaeyingum sem í þeim búa og eiga ekki annað húsnæði í Reykjavík og nágrenni. Við sama tækifæri afhenti Björn Tryggvason, fyrrver- andi formaður R.K.Í. fyrir sína hönd oer Eggerts Asgeirs- sonar, fyrrverandi ^ fram- kvæmdarstjóra R.K.I. skrá yfir tengsl R.K.I. og Vest- mannaeyinga frá 23. jan. 1973 til 1976, en fyrrgreindar skrár eru bundnar inn í vandað bókband. c) Olafur Gunnarsson fyrr- verandi bæjarverkfræðingur afhenti Vestmannaeyjabæ 10 bækur með blaðaúrklippum frá gostímanum og endur- uppbyggingu Heimaeyjar. Gjöf þessi er gefin til minn- ingar um hjónin Rögnu Haraldsdóttur og Jóhann Gunnar Ólafsson, fyrrver- andi bæjarstjóra í Vm. og sonardóttur þeirra Rögnu Ólafsdóttur. d) I hátíðarkveldverði 3.júlí s.l., afhenti Arni Johnsen, alþm., f.h. Axels Helgasonar, Eyjaflug 10 ára Eyjaflug Bjarna Jónas- sonar varð tíu ára um daginn. Bjarni á nú tvær flugvélar og þá þriðju með öðrum. Er þar um að ræða eina tveggja sæta vél, eina fjögurra sæta og eina sem ætluð er til sjúkraflugs, en hún er tveggja hreyfla og sex sæta. Að læra að fljúga í dag kostar 1500 krónur á klukku- tímann. Bjarni sagði að til að ná sólóréttindum þyrftisvona að meðaltali 20 flugtima. Um reksturinn sagði Bjarni að þetta væri dágott kropp. Þegar við spurðum af hverju hann hefði byrjað að fljúga var svarið á þessa leið: módelsmiðs, líkan af eldstöð- vunum á Heimaey í stærðinni 1:5000. Þá tilkynnti Árni, að hann hefði haft forgöngu um söfnun meðal fyrirtækja uppi á landi sem tengjast Eyjum á einn eða annan hátt. Ætlunin er að gefa Vestmannaeying- um afsteypu af listaverki Einars Jónssonar, Fæðing sálar. Bæjarráð þakkar öllum þeim aðilum sem á einn eða annan hátt tóku þátt í undirbúningi og framkvæmd hátíðardagsskrár vegna 10 ára goslokaafmælis. Einnig vill bæjarráð koma á framfæri þakklæti til þeirra sem færðu Vestmannaeyjabæ gjafir og árnaðaróskir á þess- um tímamótum. \ Það er nú kannski fyrst og fremst konunni að þakka. Hún er úr öræfasveit og þangað voru ekki svo góðar samgöngur hér áður og fyr. Það var dýrt að leigja einka- flugvél, svo ég ákvað að læra þetta til að geta flogið þangað sjálfur. Vestmannaeyjabær um 1907. í húsaröðinni fremst frá vinstri eru: Hlíð, Sandfell, Fell og Garðar, en fremst fyrir miðju er Hlíðarendi. Ljósmyndasýning sem haldin er í tengslum við 10 ára gosloka- afmælið verður opin fram á sunnudag, frá kl. 15.00-19.00 daglega. Á sýningunni eru 34 ljós- myndir frá Vestmannaeyjum teknar af fimm ljósmyndurum, ensýningin er á vegum Ljós- myndasafnsins í Reykjavík. Hér er um sölusýningu að ræða og er verð ljósmyndanna í ramma kr. 3.590,- en án ramma kr. 2.790.-. Eru Ijósmyndirnar frá ár- unum 1907 fram yfir síðari heimsstyrjöld. Aðsókn að ljósmyndasýning- unni hefur verið góð þann tíma sem hún hefur verið opin. Afsal til Vestm. bæjar Nú um helgina var gengið frá afsali Viðlagatryggingar venga Viðlagasjóðs til Vest- mannaeyjabæjar á þinglýst- um eignarrétti Viðlagasjóðs í Vestmannaeyjum á lóðum sem komust í eigu sjóðsins við uppgjör bóta fyrir húseignir sem eyðilögðust af völdum eldgossins 1973. Þá afsalaði sjóðurinn einnig túnréttind- um o.fi. sem bætt var fyrir ræktun og mannvirki á sínum tíma, en þessi tún voru á svæði sem afmarkast af Dala- vegi að vestan og fiugvelli að sunnan. Langt er síðan stjórn Við- lagatryggingar samþykkti að afsala ofangreindum eignar- rétti til Vestmannaeyjabæj- ar, en töluverð vinna hefur legið í því að ganga frá afsali en á því koma fram nöfn á öllum þinglýstum eignarrétti sjóðsins í Eyjum. Þegar styttist í 10 ára goslokaafmælið, var ákveðið að ljúka gerð afsalsins. Eigum fyrirliggjandi Holland Electra ryksugur, Rafha eldavélar og • Toyota saumavélar. Mikið úrval af kösturum. Fyrir yngstu borgarana: Barnavagnar og barnakerrur, baðborð og fleira Opið á laugardögum frá 10-12 Líttu inn það borgar sig!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.