Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1983, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 27.07.1983, Blaðsíða 1
Lengri starfs- aldur en á grönum má sjá Hann Gísli Brynjólfsson er kominn til Eyja eftir 18 ára íjarveru. I síðustu Fréttum hafði hann auglýsingu þar sem bent var á þá staðreynd að hann væri kominn heim. Þeim, er setti auglýsinguna hefur þótt starfsreynsla Gísla eitthvað ótrúleg, því hann minnkaði starfsaldurinn um 10 ár, enda kannski skiljan- legt, þegar haft er í huga að Gísli er aðeins 53, ára og hefur 38 ára starfs-reynslu í málverkinu. Otrúlegt en satt! Gísli býr á Faxastíg 41 og síminn hjá honum er 2472 ef þú skyldir þurfa að fá málað. Mikið ferðast með Herjólfi Flutningar með Herjólfl hafa verið miklir í sumar. Hefur verið ákveðið að fara enn eina aukaferðina og legg- ur skipið úr höfn frá Eyjum þann 28/7 klukkan 17. Frá Þorlákshöfn fer skipið kl. 21. Samkvæmt Ólafl Runólfssyni fluttu þeir 1200 farþega og 200 bíla um síðustu helgi. Þar afvoru fluttir 650 farþegarog 94 bílar í báðum ferðum á föstudaginn. Ólafur sagði, að flutning- ar hefðu aldrei verið jafn miklir með Herjólfi og í sumar. Hafið Biðlund. í síðustu Fréttum var úrtaki úr skýrslu Fiski- félags Islands lofað og að það úrtak ætti að birtast í þessu blaði. Við höfum frétt að væntanleg sé, frá F r amleiðs lueftir litinu skýrsla sem byggir á öðrum grundvelli,en fjall- ar um sama hlut. Munum við taka málið fyrir um leið og sú skýrsla hefur borist. Dagskrá Þjóðhátíðar 1983 Föstudagur 29.júlí 13.30.Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur, undir stjórn Ásgeirs Sigurðssonar. 14.00 Hátíðin sett. Ellý Gísladóttir formaður Týs. Hátíðarrsjða 14.15 Helgistund. Séra Kjartan Örn Sigurbjörnsson og Kirkjukór Vestmannaeyja. 14.30 Kassabílarall undir stjórn Bryndísar Schram. 15.00 Guðmundur Rúnar og 0men 7. 15.30 Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson flytia liúfa tónlist. 16.00 Lyftingamót. 16.30 Brúðuleikhús Helgu og Sigríðar. 17.00 Bjargsig. Óskar Svavarsson sígur. 17.20 Knattspyrnumót 5. fl. Týs, Þórs og Fylkis. 17.45. Barnaball. Tappi Tíkarrass. KVÖLDVAKA 20.15 Lúðrasveit Vestmannaeyja Hallbjörn Hjartarsson (Kántrý) Týskabarett: Jörundur, Laddi, Saga og Júlíus. Þjóðhátíðarlag 1983 kynnt. Galdrakarlar Guðmundur Rúnar og Barnakór Björgvin Halldórsson og Magnús Kjartansson með létt lög. 0men 7 Einar og Triplex Brekkusöngur 23.00 Dans á báðum pöllum til klukkan 04.00 Galdrakarlar og 0men 7 leika 24.00 Brenna á Fjósakletti. Laugardagur 30, júlí 10.00 Létt lög í Dalnum 14.30 Fjölskylduskemmtun: Barnahlaup, Brúðuleikhús Helgu og Sigríðar Friðbjörn G Jónsson syngur við undirleik Sigfúsar Halldórssonar. Þórður og Bryndís koma í heimsókn. Hjörtur Geirsson flytur eigin Iög. 17.00 Barnaball:0men 7 KVÖLDVAKA 20.30 Icelandic Seafunk Corporation Friðbjörn G Jónsson syngur við undirleik Sigfúsar Halldórssonar. Týskabarett: Jörundur, Laddi, Saga og Júlíus Gamanvísur Hallbjörn Hjartarsson (Kántrý) Galdrakarla Galdrakarlar Brekkusöngur 23.00 Dans á báðum pöllum til klukkan 04.00 Galdrakarlar og 0men 7 leika. 24.00 Stórglæsileg flugeldasýning. Sunnudagur Sl.júlí 10.00 Létt lög í Dalnum. 15.00 Barnagaman undir stjórn Leikfélagsins og Lúðrasveitar Vestmannaeyja. 17.00 Barnaball. KVÖLDVAKA 21.15 Icelandic Seafunk Corporation, 0men 7, Einar og Triplex. 23.00 Varðeldur og Brekkusöngur, undir stjórn Árna Johnsen. 23.30 Dans á báðum pöllum. 0men 7 og Galdrakarlar leika. Þjóðhátíðarnefnd hefur beðið fyrir þau skilaboð til hátíðargesta, aðþeir hafi í huga að allt hundahald er bannað á svœðinu Lífsolía Þjóð- hátíðar- blaðsins Það hefur tíðkast að að- standendur Þjóðhátíðarblaðs hafa skotið inn í auglýsingar blaðsins ýmsum athugasemd- um, sem byggja á prakkara- skap, Þjóðhátíðargáska og gálga húmor. Þessi aðferð hefur m.a. orðið til þess, að auglýsingarnar eru meira lesnar og margir hafa gaman af. En óneitanlega kemur þetta nokkuð flatt upp á þá sem auglýsa, því þessi inn- skot eru án samráðs við þá. Sem betur fer taka menn þó tillit til þess, að hér er um blað að ræða, þar sem blandað er saman gamni og alvöru þótt ekki sé endilega samhengi á milli. Gott dæmi um texta í auglýsingu, sem auglýsandi ber enga ábyrgð á, er auglýs- ing frá Olíufélaginu Skelj- ungi h/f í Þjóðhátíðarbað- inu í ár. Þar hefur ritstjórn Þjóðhátíðarblaðsins skotið inn, í annars hefðbundinn texta:,,Gleymið ekki lífsolí- unni á búkinn olíurnar frá okkur bæta allt sem þær ikoma nálægt, nema það sem 'þær mega ekki koma nálægt. Eða eins og segir í hinni helgu bók, þú skalt ekki girnast konu náunga þíns.“ Lífsolían sem um er talað, er, að sjálfsögðu, lífsgleðin. Bent er á, að þótt olíur olíu- félagsins séu með afbrigðum góðar á vélar, þá sé ekki ráðlegt að drekka þær, ekki einu sinni girnast þær. Þessi innskot eru á ábyrgð ritstjórnar Þjóðhátíðarblaðs- ins og skulu teknar með eðlilegum fyrirvara sem fyrr getur, svo ekki gæti mis- skilnings. Fyrir hönd Þjóðhátíðar- blaðs Vestmannaeyja: Árni Johnsen. Spennum beltin ALLTAF - ekki stúndum r/ V_ YAMAHA Porto Sound. PC 100 tölvuorgelið sem spilar fyrir þig, er nú loksins komið aftur! YAMAHA it Skólavegi 1 Sími 1300 |||§ wm mm - Uf Eigum á staðnum gítara, neglur, strengi, gítar- klemmur og ólar. SENDUM YKKUR ÖLLUM DÚNDRANDI ÞJ ÓÐHÁTÍÐAR- KVEÐJUR!!

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.