Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 1
SRAR SPAR- vörumerkið sem flestir íslenskir ferðamenn munu þekkja víða erlendis frá, er nú komið í eina versiun hér í bæ og mun verða selt á Tanganum. SPAR er hollenskt fyrirtæki að uppruna og þýðir orðið SPAR nánast sparnaður, eða ódýrt. Nú eru 18.000 stórmarkaðir í Evrópu aðilar að samtökunum, auk þess sem aðila má finna víða um allan heim. SPAR samtökin vinna þannig að þau bjóða út geysistóra samninga í einu. Framleiðendur framleiða svo undir SPAR merkinu upp í samningana. Aðeins er samið við framleiðendur á viðurkenndri gæðavöru. Með þessu ná samtökin vöruverði verulega niður. Þeir Tanga - menn segja að SPAR vörumerkið sé allt að 20% lægra heldur en á sambærilegum vörum annarra. Auðvitað er hægt að iinna ódýrari vöru en SPAR vöru i einhverjum vöruflokki, en þá ber að hafa i huga, að SPAR er öruggt gæðamerki. Þessar vörur eru gæðavörur á lágu verði. Þakkir Námskeið var haldið í reykköfun í nóvember s.l. og sóttu það slökkviliðsmenn og ýmsir menn frá stærri fyrir- tækjum bæjarins. Til þess að þetta gæti orðið kleift, fór Brunamálanefnd í nokkur fyrirtæki í bænum og falaðist eftir fjárstuðning frá þeim. Fékk hún mjög góðar undirtektir hjá öllum og vill hún koma þökkum til eftir- talinna fyrirtækja: Skeljungur, Olís, Erlendur Pétursson, Geisli, Bátaáb- yrgðarfélagið, Sjóvá, Sam- færðar vinnutryggingar, Brunabóta- félag Islands, Kaupfélagið, Tanginn, Þorvaldur og Einar Ingólfur Teódórsson, Net, Veiðarfæragerðin, Vinnslu- stöðin, Isfélagið, Fiskiðjan, Hraðfrystistöðin og F.E.S., Skipalyftan, F.I.V.E., Herj- ólfur. Brunamálanefnd og slökkvi- lið óska að lokum öllum bæjarbúum gleðilegra jóla og minnir á, að í hönd fer hættu- tími vegna opinna elda. Vilja þeir ítreka, að aldrei er of varlega farið með opinn eld. Brunasími er 2222. Fundi frestað Boðuðum fundi með Finni Ingólfssyni aðstoðar- manni sjávarútvegsráðhei hefur verið frestað til 14. janúar ‘84. Er þá vonast til að kvótaskipting liggi fyrir og ætti fundurinn því að geta orðið fróðlegri en hann hefðu ella orðið. STÓRGJÖF TIL V.V.V. Fjáröflunarnefnd V.V.V. hefur borist höíðingleg gjöf frá Lífeyrissjóði Vestmann- eyinga að Qárhæð kr. 100 þúsund. Þakkar fjáröflunarnefndin gjöflna og góðar óskir sem henni fylgja. Við leyfum okkur að minna á verðtryggðan spari- reikning V.V.V. nr. 700188 í U tvegsbankanum. Vestmannaeyjum 6. des. F. h. fíáröflunarnefndar V.V.V. Jóhann Friðflnnsson Lagt að bryggju Það yljar alltaf um hjartaræturnar á fólki í landi, þegar horft er á hlaðin skip sigla með afla sinn að landi. Loðnuvertíð er nú óðum að komast í fullan gang og rýkur úr bræðslunum nótt sem nýtan dag. Heldur þykir sjómönnum þó hlutur sinn skarður við skiptin, eins og fram hefur komið víða. Þessar myndir eru teknar af Guðlaugi Sigurgeirssyni, sú af Guðmundi, og Ola Pétri, sú neðri þar sem vörubíllinn er sturta í þróna. Við tökum stöðu sjávarútvegs í dag fyrir á miðopnu í dag, þar sem við ræðum við nokkra sem byggja allt sitt á þessum undirstöðuatvinnuvegi. Nýkomnir morgunhanar, vekjaraklukkur og hin vinsælu CLAIROL nuddtæki - gott á vöðvabólguna. Svo eigum við fullt af seríum, aðventuljósum og margt fleira af jólaskrauti.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.