Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.11.1984, Blaðsíða 1
11. árgangur Vestmannaeyjum 8. nóvember 1984 46. tölublað Kosið í nefnd til að kanna verðalag Miklar umræður hafa að undanförnu verið um verðlag matvara hér í Vestmannaeyjum. í framhaldi af þeim bar Sigurður Jónsson fram tillögu í bæjarráði um að kosin yrði nefnd til að kanna verðlag hér Eyjum í samanburði við önnur sveitar- félög. Tillagan var svo samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar. Bæjarráð hefur nú tilnefnt Sig- Undanfarið hefur verið unnið að miklum framkvæmdum við að koma skolpleiðslum bæjarins út fyrir Eiði. Er verkið nú svo langt komið, að næsta sunnudag kl. 13.30 verða dælurnar, sem dæla eiga skolpinu frá Bratta- garði og út fyrir Eiðið, gang- settar. urð Jónsson, sem fulltrúa bæjar- stjórnar í nefndina. Kaupsýslu- mannafélagið hefur tilnefnt Kolbein Olafsson og Verka- kvennafélagið Snót hefur til- nefnt Vilborgu Þorsteinsdóttur. Þá hefur bæjarráð óskað eftir að nýstofnuð neytendasamtök í Vestmannaeyjum tilnefni aðila í nefndina. Er allt skolp frá bænum þar með komið út úr höfninni og stórum áfanga þar með lokið. Reyndar má þegar sjá þess merki, að höfnin er orðin hreinni, því nú eru krakkar famir að veiða murta af bryggj- unum, svona eins og maður gerði í gamla daga. Gylfi í landsliðið Hinn ungi og efnilegi handknattleiksmaður í liði Þórs, Gylfí Birgisson hefur verið valinn til að leika í íslenska unglingalandsliðinu, sem þátt tekur í Norður- landamótinu nú um helgina í Danmörku. Fyrsti leikur íslenska liðs- ins verður við Svía annað- kvöld. Islensku strákarnir leika svo við Finna á laug- ardaginn og við Dani á sunnudaginn. Islenska unglingalandslið- ið lék fyrir nokkru í V- Þýskalandi og þar var Gylfi meðal landanna. Þar unnu þeir Dani nokkuð örugglega. Það er því ekki óraunhæft að setja markið hátt í þessu Norðurlandamóti, enda mun það næsta víst, þar sem mikið hefur verið lagt upp úr þjálfun yngri leikmanna und- anfarið. Stórum áfanga að ljúka , i.,.' Það óhapp vlldi tll úti í Cuxhaven f Veatur - Þýikalandi f fýrrakvtíld, «0 Klakkur skemmdist Ortðk óhappsins var ekkl á hreinu, þegar blaðið fór f prantun, en samkvæmt viðtali scm Morgunblaðið átti við Harald Benediktsson skipst jóra, hallaði skipið f 80 gráður mest, er það lagðist á hliðtna I dokkinni, en rétti sig sfðan f 45 gráður þegar vélarrómið fylltist. Ljóst er að skcmmdirnar á skipinu eru gifurlegar og jólainnkaup skipverja fyrir bý, að sinni. Haraldur Msagði f samtalinu við Moggann, að skrokkurinn virtist óskemmdur, sömulciðis tæki f brúnni, en eldhús, matvaeli og áður nefnd jólainnkaup vaeru mikið skemmd og ónýt. Haraldur sagði enn fremur að þetta settf mikið strik f reiknlnginn, en tók það jafnframt fram, að hann væri ekki fæddur bjartsýnismaður. kl. ca 12.30 í dag: Bragi I Ölafsson rekur sögu flugs til Eyja og skýrir frá stór-bættri ferðamannaþjónustu í Vestmannaeyjum. (Frétta - mynd: Grímur). Ferðaskrifstofa Vestmannaeyja: Snýr dæminu við Helgarferðir til Reykjavíkur með tilheyrandi skemmtunum og útstáelsi hafa löngum heillað þá sem búa úti á landi. Skipta þeir sjálfsagt tugþúsundum sem hafa notfært sér hin ýmsu gylliboð sem hótel, flugfélög og skemmtistaðir hafa boðið í sam- einingu, fólki sem vill skemmta sér í höfuðborginni, fyrir verð sem flestir eiga að ráða við. Nú er t.d. að byrja dagskrá á vegum Broadway og Flugleiða þar sem utanbæjarfólk er sér- staklega boðið velkomið í reisur til R.víkur þar sem alhliða skemmtikvöld á Broadway er uppistaða ferðarinnar. Ferðaskrifstofa Vestmanna- eyja og aðrir hagsmunaaðilar í ferðamannaiðnaði hér, þ.m.t. Flugleiðir hafa nú hugsað sér að snúa dæminu við í vetur og lokka fólk úr höfuðborginni til Eyja. Verð svona ferðar með gistingu og morgunverði er hlægilega lágt miðað við það sem í boði er. Á fundi í dag var blaða- mönnum hvaðanæva að af land- inu kynnt þessi áform og er það næsta öruggt, að fólk mun flykkjast hingað unnvörpum til að skoða sig um og skemmta sér. LOKSINS LOKSINS! Sinclair tölvurnar eru nú loksins komnar aftur. Kosta kr. 6550 ÁSAMT 8ÍTAKIÐ EFTIR, 8 forritum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.