Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 15.11.1984, Blaðsíða 1
 11. árgangur Fimmtudagur 15. nóvember 1984 47. tölublað A fund fjárveitinga nefndar Fjárveitinganefnd Alþingis tekur á móti fulltrúum sveitar- félaga og annara sem eru með fjárlagabeiðnir í október og nóvember á hverju ári. Fulltrúar bæjarins verða hjá nefndinni í dag og leggja þar fram og gera grein fyrir erindum bæjarins vegna fjárlaga ríkisins 1985. Helstu fjárlagabeiðnir munu vera vegna áframhaldandi bygg- ingar Hamarsskóla, og skuldar ríkissins vegna skólans og hluta ríkisins í hafnarframkvæmdum, byggingu sjóvarnargarða og styrkingu Eiðisins. Þá mun einnig verða lagt fram erindi vegna starfsmannabú- staðar við Sjúkrahús/heilsu- gæslustöð auk fleiri erinda. Auk ofangreindra erinda ligg- ur fyrir beiðni um skuldbreyt- ingalán fyrir hitaveitu og hluta hafnarsjóðs í byggingu skipa- lyftu vegna lánsfjáráætlunar 1985. Fulltrúar bæjarins í viðræðum við fjárveitinganefnd verða Arn- ar Sigurmundsson, form. bæjar- ráðs, Ólafur Elísson, bæjar- stjóri og Andrés Sigmundsson, bæjarráðsmaður, en þeir munu einnig þinga með þingmönnum kjördæmisins síðar í dag. • • Ol er innri maður Þetta spakmæli datt okkur í hug, þegar okkur bárust fréttir af áfengisútsölu á landinu í júlí, ágúst og september. Þar kom í ljós að heildameysla á landinu, eða heildarsala áfeng- isverslunar ríkisins hafði aukist um 38% yfir allt landið, en aðeins um 11% hér í Eyjum. Mann rekur náttúrulega í rogastans, því að þetta er m.a. Þjóðhátíðarmánuðurinn sem er mjög þurftafrekur á áfenga drykki hér í Vestmannaeyjum. Sem siðgæðispostulum og skírlífísmönnum verður okkur náttúrulega það fyrst á að gleðjast, en síðan sækja ýmsar efasemdir á hugann. Hvernig stendur á þessu? Hefur liðið hætt að drekka upp til hópa? Hafa neðstu stæðurnar komið með meira af bjór og brennivíni en vanalega? Eða er þetta kannski dæmi um hin versn- andi lífskjör sem landsbyggðin og þá sérílagi byggðarlög sem byggja allt sitt á sjávarútvegi búa við í dag? Hvar minnka menn við sig ef það er ekki í ósómanum? Mylluhóll var stækkaður um daginn, eins og sjá má af myndinni. Er hann nú mun eingangraðri frá Hallarlundi en áður var og er það mörgum kráaraðdáendum sjálfsagt léttir. Síldarsöltun er nú lokið hér í Eyjum og var saltað í 15.000 tunrur í þetta sinn. Merkur áfangi Sunnudaginn 11. nóvember s.l., var afganginum af skolpinu sem frá bænum kemur og runnið hefur í höfnina, loks hleypt út fyrir Eiði. Það kom fram i ræðu Sig- urðar Jónssonar, forseta bæjar- stjómar, að útfallspípumar frá bænum em þrjár. Ein er vestur á Hamri og rennur 10% af skolp- inu þar á haf út. Eldri pípan á Eiðinu leiddi 45% af skolpinu út fyrir og nú þegar nýja pípan er komin í notkun er semsagt allt skolp komið eins langt frá Auglýs- ingar Fréttir og Jóhann Jónsson (Jói Listó) hafa tekið upp samstarf í auglýsingagerð. Mun Jói vera með vinnuaðstöðu á Fréttum og jafnframt vera auglýsendum Frétta innanhandar við gerð auglýsinga í blaðið. Vonumst við til að þetta samstarf sé öllum í.hag, aug- lýsendum jafnt sem okkur. Ritstjórn. byggðu bóli og hægt er að koma því^á hagkvæman hátt. Utfallspípan, sem liggur út af Eiðinu, er nú 27 metra löng og 70 sentimetrar í þvermál. Næsta sumar er ætlunin að lengja hana um 16 metra. „Það má alveg koma fram að við greiðum 10% ofan á það loðnuverð sem samþykkt var í haust,“ sagði Bernharð Ingi- mundarsson hjá Fiskimjölsverk- smiðju Vestmannaeyja í samtali við Fréttir um það hversu mikið væri búið að bræða hjá þeim. í gær var búið að taka á móti 9.778 tonnum hjá FIVE. Þar af áttu heimabátar þennan hlut: Óstaðfestar frétiir, en nokkuð áreiðanlegar herma að hafin sé útgáfa á nýju vikublaði hér í Vestmannaeyjum. Abyrgðarmaður og ritstjóri blaðsins mun vera Ragnar Sig- urjónsson og mun blaðið víst heita Litla - Fréttablaðið. I byrjun mun blaðið koma út í Kostnaður við verkið mun vera kominn upp í 30 millj- ónir króna. Vestmannaeyjabær er eina sveitarfélagið á landinu, sem hefur komið upp dælustöð í þeim tilgangi einum að hreinsa skolp á sómasamlegan hátt út úr bænum. Sighvatur Bjarnason, 3.528 t., Gullberg, 1826 t., ísleifur, 1409 t., Kap II, 12911., Huginn, 1120 t. og Sæbjörg 602 tonn. í FES er búið að taka á móti 11.000 tonnum af loðnu til bræðslu, en þar fékkst ekki uppgefið hvort um einhverja aukagreiðslu væri að ræða fyrir loðnuna. 2000 eintökum á fimmtudögum og vera fjórar síður að stærð, en brotið mun eitthvað minna en gengur og gerist hér í Eyjum. Eitt viðtal mun vera í hverju blaði, svo og íþróttafréttir og spurning dagsins. Við bjóðum Ragga Sjonna velkominn í slaginn. FTVE borgar meira Nýtt vikublað? Það hefur aldrei verið meira, úrvalið af lömpum, Ijósum og skermum. Otrúlegt en satt! Allir eru að tala um hátt vöruverð í Eyjum. Við eigum kristallampa: Kjarna verð: Nú skaltu líta inn! 1760 Reykjavíkur- verð: 2200 egi 1

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.