Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 13.04.1989, Blaðsíða 1
FULLTUNNA TÓMUR BÆR Vestmannaeyjabær # Einn er sá siður, sem gjarnan setur svip sinn á bæjarlífið, í Eyjum þegar vorið fer að kræla á sér, en það er þegar gellupeyjar fara um bæinn með gelluvagninn sinn og bjóða bæjarbúum hinar gómsætu gellur til sölu. Á myndinni eru nokkrir gellupeyjar að gera klárt, algallaðir eins og vera ber. Afli til vinnslu í Eyjum: Yar 9337 tonn um síðustu mánaðarmót Óvissa ríkjandi: Yflrvofandi verkfall í Englandi getur stöðv- að gámaút- flutning „Trúlega sleppur næsta vika, en þetta ræðst núna um helgina hvort löndunarkarlarnir fara í verkfall eða ekki,“ sagði Bragi Júlíusson í Skipafagreiðslunni í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá Hilmari Rósmundssyni hjá Út- vegsbændafélaginu voru um síðustu mánaðarmót komin 9337 tonn tonn á land til vinnslu í Eyjum. Þar af er þorskur 4387 tonn, ýsa 874 tonn, ufsi 3195 og karfi 555,7 tonn. Þessar tölur segja ekki nema hálfa sögu því inn í þetta vant- ar útflutning í gámum og sölur skipa erlendis. Ekki tókst að 9 Hinn nýi bátur sem Sigurbjörn Hilmarsson hefur fest kaup á í stað Sigurvonarinnar. Báturinn sem er 132. tonna stálbátur, smíðaður í Hollandi 1960, hét áður Anna og var gerður út frá Stykkishólmi. afla upplýsinga um hversu mik- ið af ferskum fiski hefur farið á markað erlendis og getur orðið einhver bið á því. Getur orðið fróðlegt að sjá hvar í röðinni þessi vertíð er, en það er mál manna að það stefni í mjög góða vertíð þrátt fyrir foráttu- tíðarfar framan af. En nokkur óvissa ríkir um gámaútflutning til Englands vegna þessa. Ef til verkfalls kemur stöðvast allur útflutn- ingur til Englands, sem er mik- ill um þessar mundir. Bragi reiknaði með að 50 gámar færu í skip í Vestmannaeyjum í þessari viku, þar af 20 frá Austfjörðum. Bjórinn vinsæll Nú hefur bjórinn verið seldur í rúman mánuð og reynslan sýnir að Eyjamenn eru hrifnir af miðinum góða, sem áður var forboöinn. Að sögn Sveins Tómassonar ríkisstjóra var selt áfengi fyrir 6,7 millj. kr. í febrúar, cn í mars, eftir að bjórsala hófst, var salan um 15.7 millj.kr. I'il samanburðar má geta þess að í febrúar í fyrra var salan um 6.5 millj.kr. og 8.6 millj.kr. í mars. Þó ber að taka tillit til þess að hækkanir hafa orðið á þessu tímabili og að páskarnir voru í marsmánuði í ár. Þá sagði Sveinn það vera augljóst að verulega hefði dregið úr sölu sterkra vína með tilkomu bjórs- inins og taldi hann það vera þróun í rétta átt. Aðspurður um tóbakssölu, sagði Sveinn að hún væri svipuð og verið hafi undanfarið. Nú er hjólatíminn byrjaður ♦ Vorum að taka upp reiðhjól, stór og smá í mörgum litum. ♦ Eigum varahluti í hjólin * Hjólaskautarnir væntanlegir í öllum stærðum * pottarnir komniraftur Sjón er sögu ríkari! mÆf RAFIÆKJWERSLUNIN þj KJARNl f SÍIVII 1 1 300

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.