Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 19.04.1995, Blaðsíða 1
Leitið ekki langt yfir skammt. Allar byggingavörur á einum stað. HÚSEY BYGQINGAVORUVERSLUN VESTMANNAEYJA Garöavegi 1S - sfmi XI 15 1 þar sem fagmennirnir versla. 22. árgangur Vestmannaeyjum, 19. apríl 1995 16. tölublað - Verð kr. 120 - 5ími: 96-13310 - Myndriti: 96-11293 Þrátt fyrir mótmæli flestra ná- granna, samþykkti bygginganefnd í síðustu viku umsókn frá Skcljungi hf. um að breyta útliti og innra skipulagi að Faxastíg 36 þar sem Eyjakaup var áður til húsa, til að reka þar bensínstöð og verslun með olíuvörur og fleira. í bókun bygginganefndar kemur fram að sama mál var tekið fyrir í bygginganefnd fyrri hluta árs 1993. Fyrir nefndinni lágu að þessu sinni svör frá nágrönnum sem voru öll á móti nema eitt. Einnig lá fyrir umsögn Brunamálastofnunar nkisins, Vinnueftirliti ríkisins, Heilbrigðis- fulltrúa Vestmannaeyja og frá Skipulagi ríkisins vegna skipulags á svæðinu er liggur fyrir. Bygg- inganefnd samþykkti erindið með fyrirvara um að tekið verði tillit til lagnasvæðis meðfram Ahaldahúsi. Einnig samþykkti nefndin að lokið verði framkvæmdum á öllu svæðinu áður en starfsemi hefst. Staðsetningu bensíntanka var vísað til HUN- nefndar. Ólafur Lárusson, formaóur bygg- inganefndar, sagði í samtali við Fréttir að mótmæli nágranna gætu skipt máli. „Samkvæmt skipulagi er þetta verslunar- og þjónustulóð og þá ber okkur samkvæmt byggingar- reglugerð að kynna nágrönnum hvað Fjorar likams- árásir um páskana Á flmmtudagsmorguninn kærði maður líkamsárás til lögreglu. Sagði hann að tveir menn hefðu ráðist á sig að tilefnislausu. Var þetta ein fjögurra líkamsárása sem kærð var til lögreglunnar um páskahelgina og sú alvarlegasta. Að sögn lögreglu staðhæfði maðurinn að tveir menn hefðu ráðist á sig að tilefnislausu með flösku að vopni. Var maðurinn með áverka á höfði, handleggjum og baki. Vitað er hverjir þama voru aó verki, annar er fæddur 1976 og hinn 1979 og báðir hafa komió við sögu hjá lögreglunni áður. Önnur kæran kom frá manni sem varð fyrir árás fyrir utan skemmti- staðinn Calypso en ekki var um alvarlega áverka að ræða í því tilfelli. Þriðja kæran kom frá konu sem hafði orðið fyrir árás karlmanns. Hlaut hún einhver meiðsli og var m.a. marin eftir árásina. Allar þessar líkams- árásir áttu sér stað á aðfaranótt fimmtudagsins. Fjórða kæran barst lögreglu á sunnudaginn en þá um nóttina hafði maður skallað fómarlambið í andlit- ið. Ekki vissi lögreglan nákvæmlega um meiðslin en nokkrar framtennur höfðu losnað. Líkamsárásum hefur fjölgað mjög undanfarið og oft eru þær að því er virðist tilefnislausar og stundum mjög alvarlegar. Er það orðið umhugsunarefni ef bæjarbúar geta átt von á því að ráðist sé á þá ef þeir hætta sér út fyrir dyr á nóttunni. Þetta er veruleiki sem fólk í stórborgum erlendis þekkir og er að skjóta upp kollinum í Reykjavík en fáa hefði grunað fyrir nokkmm ámm og jafn- vel misserum að það gæti orðið varasamt að skjótast á milli húsa í Vestmannaeyjum um helgar. er í gangi. í þessu tilfelli var byggin- ganefndin búin að samþykkja þetta áður, en við töldum rétt þar sem nýir eigendur vom komnir að nokkrum íbúðum þama í kring, að kynna þeim hvað þama ætti að fara fram. Þrátt fyrir að allir hafi verið á móti nema einn, fannst okkur þau rök ekki fylli- leg því um verslunar- og þjónustulóó er að ræða. Við lögðum öll gögn fyrir skipulagsstjóra ríkisins og hann taldi að þar sem um þjónustulóð væri að ræða væri þetta heimilt. Hins vegar sagðist hann ekki geta sett sig inn í mótmælin. Þá var brunamálastofnun ríkisins hlynnt þessu líka en þeir fengu jafnfram öll gögn um málið.” - En í hvaða tilfellum skipta mótmæli nágranna þá máli? „Við höfum hafnað umsóknum um byggingaleyfi vegna mótmæla nágranna. Það gerðist til að mynda nýlega þar sem sótt var um leyfi en því hafnað vegna mótmæla og gekk ekki upp vegna þess sem fyrir var. Það er mjög vandmeðfarið að átta sig á því hvenær nágrannarétturinn er sterkari. I þessu umrædda tilfelli vógu að okkar mati þyngra þau rök að um verslunar- og þjónustulóð var að ræöa og þess vegna var leyfið veitt,” sagði Ólafur Lárusson, for- maður bygginganefndar að lokum. Fyrstu ferming- amar á sunnudag Á sunnudaginn verða fyrstu fermingar i Landakirkju þetta árið. Þá verða þessi börn, sem hér eru myndinni ásamt prestum sínum þeim Jónu Hrönn Bolladóttur og Bjarna Karlssyni, fermd. Fermt verður í tvennu lagi, klukkan 11 fyrir hádegi og klukkan 2 eftir hádegi.. Listi yfir fermingarbörnin eru á síðu fjögur í blaðinu í dag. Fimm ára dreng- ur drukknar Um hádegisbil á páskadag drukknaði flmm ára gamall dren- gur eftir að hann féll í sjóinn vestur af Hamri. Það var rétt eftir klukkan tólf á hádegi á páskadag sem lögreglu barst tilkynning um að fimm ára drengs úr Dverghamrinum væri saknað. Þegar var óskaó aðstoðar Bjögunarfélagsins og hófst víótæk leit að drengnum. Fljótlega fundust föt af drengnum við Ofanleitishamar og stuttu síðar fannst hann í sjónum. Var hann tekinn um borð í björgunarbátinn Þór en lífgunartilraunir báru ekki árang- ur. Drengurinn hét Alexander Öm Jónsson til heimilis að Dverghamri 26, fæddur 19. mars árið 1990. Smáey hf. selur Eimskip hlut sinn í Skasstrendingi o o Um páskana var eignarhlutur ■ fjárfcstar scm höfðu aðrar hugmyn- Smáeyjar hf. í Skagstrendingi hf. dir en við að mínu mati. Fóru seldur Eimskipafélaginu hf. Um hagsmunirokkarekkísamanogþví er að ræða 6,6% hlut sem Smáey ereólilegt að við tökum þetta skref,“ keypti rétt fyrir áraraót. sagðí Magnús. Magnús Kristinsson, framkvæmda- Eimskipaféiagið keypti hlut stjóri Smáeyjar hf. og Bergs-Hugins Smáeyjar og samhiiða var undírrit- hf. segír aó þetta hafi borið nokkuð aður nýr samningur milli brátt að en ástæðan sé einföld. „Við Bergs-Hugins og Eimskipafélagsins vildum ávaxta fc í álítlegu og arð- um flutninga. „Vió vorum með vænlegu fyrirtæki en viö þessi kaup samning viö Eimskipaféiagið sem varð mikíð umrót með hlutafé í var framiengdur og endurbættur og Skagstrendingi hf. en vió vorum mun félagiö annast alla flutninga á stærstir einstakra hluthafa á eftir ísfiski og frosnum afurðum frá Höfóahreppi. Eftir að við komum okkur,“ sagói Magnús. inn í fyrirtækið komu tii sögunnar Bygginganefnd samþykkir umsókn Skeljungs hf. um bensínstöð og verslun I óþökk flestra ná- granna við Faxastíg -Skipulagsstjóri ríkisins og Brunamálastofnun samþykktu. I TRYGGINGA ! MIÐSTÖÐIN HF. FJÖLSKYLDU- TRYGGING FASTEIGNA- TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉWNGAR ÖG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 11535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 -sími 13235 FAX13331 r BRÚAR BILIÐ I SÍMI 12800 -Fax 12991 I______________ Vetraráætíun Herjólfs Frá Vestmannaeyjum: Kl. 08:15 Frá Þorlákshöfn: Kl. 12:30 Sunnudaga: Frá Vestmannaeyjum kl. 14:001 Frá Þorlákshöfn kl. 18:00.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.