Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.11.1995, Blaðsíða 1
Leitið ekki langt yfirskammt. Allar byggingavörur á einum stað. HÚSEV BYGGINGAVORUVERSLUN VESTMANNAEYINGA Garðavegi 1 5 - sími 48 1 115 1 HUSEY TILVERAN í LIT Sjafnarmálning - yfir 1000 litir 22. ái~gangur Vestmannaeyjum, 9. nóvember 1995 45. tölublað - Verð kr. 120- Sími: 481-3310 - Myndriti: 481-1293 xnaví Slökkviliðið var tvisvar kallað út með skömmu millibili í hádeginu á þriðjudaginn vegna elds í bátnum Skúla fógeta og í gömlu Dráttarbrautinni. Taiið er að um íkveikju hafi verið að ræða í bæði skiptin. Um kl. 12:50 var slökkviliðið kallað í eikarbátinn Skúla fógeta sem lá í Friðarhöfn. Eldur var laus frammi í lúkar. Slökkvistarf gekk ntjög vel en skemmdir urðu miklar í bátnum. Allt innanstokks í lúkar er ónýtt og talið að tjónið nemi hundmðum þúsunda. Að sögn lögreglu er talið að um íkveikju hafi verið að ræða. Þegar slökkviliðið hafði nýlokið slökkvistörfum í Skúla fógeta var það kallað í húsnæði göntlu Dráttarbrautarinnar. Slökkvistarf gekk einnig fljótt og vel fyrir sig þar en þar urðu skemmdir nokkrar, aðallega af völdum sóts og reyk. Að sögn lögreglu var þar um íkveikju að ræða og útilokar hún ekki að tengsl gætu verið á milli þessara tveggja atvika. Lögregla biður fólk sem varð vart við ntannaferðir í kringum hádegið á þriðjudaginn við Skúla fógeta og Dráttarbrautina, að láta sig vita, hversu léttvægar fólk telur upplýsingamar vera. Þær koma allar að gangi við rannsóknina. Elías Baldvinsson, slökkviliðsstjóri, vildi einnig koma á framfæri að slökkviliðinu hefði gengið ömurlega illa að komast í útkallið í Skúla fógeta í Friðarhöfnina. Útkallið hafi verið á mesta umferðartímanum í hádeginu en öku- menn ekki tekið tillit til slökkviliðs og lögreglu við störf með blikkandi Ijós. Eru það vinsamleg tilmæli Elíasar að fólk taki betur tillit til þessa í framtíðinni. Páll Ágústsson, húsvörður Framhaldsskólans: Fyrsti karimoð• urinn í Snót Sú einkennilega staða er komin upp að karlmaður, Páll Agústsson hús- vörður Framhaldsskólans, er félagi í Verkakvennafélaginu Snót og er hann, eftir því sem næst er komist, sá fyrsti sem þar kemst á blað. Páll lítur á það sem heiður að komast í verkakvennafélag án þess að sækja um aðild. Páll Ágústsson, húsvörður Fram- haldsskólans, er í Starfsmannafélagi Vestmannaeyjabæjar sem húsvörður en hann vinnur einnig við ræstingar í skólanum og fá sá hluti undir Snót. „Páll byrjaði að borga til okkar í fyrra og svo aftur þegar skólinn byrjaði í haust. Þetta er ekki há upphæð en hann safnar punktum hjá okkur og er fullgildur félagi þó hann borgi líka til Starfsmannafélagsins," sagði Ragn- heiður Víglundsdóttir, formaður Snótar og man hún ekki eftir öðrum karlmanni sem komist hefur á blað hjá félaginu. „Þetta er mjög sérstætt mál en Páli er alveg sama og á meðan svo er gerum við engar athugasemdir þó hann sé í tveimur félögum. Aftur á móti hafa nokkrar konur verið í Verkalýðsfélaginu,“ sagði Ragnheiður að lokum. ,T>að er spuming hvort maður verður ekki gerður að heiðursfélaga í Snót,“ sagði Páll í samtali við Fréttir. „Ég hef ekki kynnt mér þessi mál en sem húsvörður er ég í Starfsmannafé- laginu en Snót semur um ræstingar í skólunum. Ég var aldrei spurður að þessu, heldur datt ég inn í þetta kerfi en það er spuming hvort stéttarfélög ættu ekki að koma sér santan um að einn og sami maðurinn borgi í eitt stéttarfélag. Menn hafa sótt um án ár- angurs að komast inn f kvenfélög, samanber Ólaf Schram formann HSÍ, og því hlýtur þetta að vera heiður fyrir ntig að detta inn í verkakvennafélag án þess að sækja um,“ sagði Páll að lokum. Samtökin „Free Willie“ íBandaríkjunum: Vilja kosta hvalarannsóknir við Eyjar -Gæti orðið gríðarleg lyftistöng fyrir ferðamannaiðnað segja bjartsýnustu menn. Samtökin „Free Willie“, sem hafa fengið það í gegn að háhyrningnum Willie verði sleppt úr dýragarði í Bandaríkjunum eftir tvö ár en hann var veiddur við Islandsstrcndur fyrir nokkrum árum, hafa lýst yfir áhuga sínum að kosta hvala- rannsóknaverkefni við Rann- sóknasetrið í Vestmannaeyjum. Að sögn Páls Marvins Jónssonar, for- stöðumanns Rannsóknasetursins, er um að ræða verkefni fyrir mastersnemenda úr Háskólanum þar sem rannsakað yrði atferli hvala við Islandsstrendur. Banda- ríkjamaðurinn Kenneth C. Balcomp III. frá samtökunum kom til Eyja í síðustu viku á vegum sam- takanna en hann var jafnframt að viða að sér efni í tvær heimildar- myndir sem sýndar verða á Discovery Channel. Bjartsýnustu menn segja að ef vel tekst til gæti þetta orðið sannkölluð vítamín- sprauta fyrir ferðamannaþjónustu í Eyjum. Páll Marvin segir að hann muni kynna hugmyndir Kenneth og Free Willie samtakanna fyrir stjóm Rannsóknasetursins á næstunni. Verk- efnið sé mjög jákvætt og ef af verður komi hingað nemandi sem vinni að hvalarannsóknum sem eru mjög frábrugnar þeim sem hingað til hafa verið stundaðar. Hér sé um að ræða rannsóknir á einstaklingshegðun hvala. Páll Helgason tók á móti Kenneth og leiddi Gísla Óskarsson myndatöku- mann og Kenneth saman. Gísli eyddi með honunt heilurn degi í Eyjum. Kenneth viðaði að sér myndefni og fékk sýnishom af myndum frá Gísla til að nota í klukkutíma þátt á Discovery Channel sem verður sýndur á næsta ári. Kenneth heimsótti einnig Náttúrugripasafnið og skoðaði hvala- myndir hjá Kristjáni Egilssyni. „ Þeir hafa áhuga á að mynda hvalina og beina ferðafólki hingað til að skoða þá. Með öðrum orðum getur þetta orðið gríðarleg lyftistöng fyrir ferða- mannaiðnað og rannsóknir í tengslum við Rannsóknasetrið. Héðan fór Kenneth til karabíska hafsins og svo á þrjá aðra staði til að afla frekari upp- lýsinga þar sem Willie var en það á að sleppa honum eftir tvö ár í sitt náttúr- lega umhverfi. Þá ætla þeir að kvikmynda þann atburð og reyna að sjá hvemig honum vegnar þannig að þetta er undirbúningur fyrir þann við- burð. Fólk sem elskar alla litlu hvalina í sjónum, og er jafnvel tilbúið að taka þá í fóstur, myndi flykkjast hingað til að freista þess að sjá hvalina. Þetta gæti skilað okkur meira í ferðamannastraumi en eldgosið. Spumingin er hvað verður úr þessu nýsköpunarverkefni en orð til alls fyrst og virðist vera að opnast leið sem menn ættu að skoða gaumgæfilega. Hvalimir eru auðlind sem þverrist ekki og fólk vill síður fara í dýragarða til þess að sjá þá heldur miklu frekar að skoða þá í sínu náttúrulega um- hverft," sagði Gísli. Hvalir em tíðir gestir við Vestmanna- eyjar og að sögn Rafns Pálssonar á PH Viking sjást hvalafjölskyldur í skoðanaferðum PH Víkings nánast á hverjum degi þegar best lætur, frá mars og fram í nóvember. Aðallega er um háhyminga að ræða. „Kennth fannst sérlega athyglisvert að heyra að hvalurinn virðist gera ýmislegt hér við land sem hann gerir ekki annars staðar því hér virðist hann hafa nóg af æti. Til að mynda klippir hvalurinn hausinn af síld sem hann borðar, en annars staðar borðar hann hana í heilu lagi. Kennth fannst hann hafa fundið gimstein að uppgötva þessar eyjar þar sem hvalir venja komur sínar. . Það er greinilega hagstæðara í dag að sýna ferðamönnum hvali í stað þess að veiða þá,“ sagði Gísli. FJÖLSKYLDU- TRYGGING TRYCCINGA FASTEIGNA- MIÐSTÖÐIN HF. TRYGGING Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 -sími4813235 BRUAR BIUÐ Vetraráætlun Herjólfs Alla virka daga - Frá Eyjum:KI. 08:15 Frá Þorl.höfn: Kl. 12:30 Aukaferð föstudaga til 15. des.: Frá Eyjum 15:45 Frá Þorlákshöfn 19:00 Sunnudaga: Frá Eyjumkl. 14..00 Frá Þorlákshöfn kl. 18:00 Simi 481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.