Alþýðublaðið - 23.11.1931, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 23.11.1931, Blaðsíða 3
&LÞYÐUB1&AÐIÐ S Kreppan og ihaldið. i. Lærdómsrík stund, sem áheyr- •endur áttu á bæjarstjórnarfun d i í gærkveldi. Þar ko;m að pvi, að fulltrúar íhaldsins væru neyddir til að segja álit sitt u:m hvað gera skyldi. FulJtrúar Alþfl. knúðu á, þang- að til rifaði í hugsanaferil hinna ýmsu íhaldsfulltrúa. Vel var mér ljóst áður, að syrjóttar eru sálir íhaldsmanna, — ef um sálir ætti að tala, — og að glompótt er þeirra hyggjuvit. Vissi ég, aÖ á- girndin var rík í eöli þeirra og eiginhagsimunahvötin afarsterk. En ég undraðist, þegar þeir tóku sig til og spúðu sorpi sínu hver í kapp við annan. Þetta er vit- anlega af því að ég er nýr gest- ur á bæjarstjórnarfundi. Eða ég geri ráð fyrir því. Ég hafði gert mér í hugarlund, að íhaldið „praktíseraði" mjög setninguna-. „Fíflinu skal á foræðið etja“. Og ég veit, að fieiri eru þeirrar skoð- unar. Eg veit líka, að þetta er ekki ágizkun eitthvað út í blá- inn. Þeir hafa notað þá flokks- menn til skítverka, sem óhlut- vandastir eru að virðingu sinni og nærsýnastir um fjár- reiðtir. Þeir hafia notað þá til þess að verja alt ódæði og alla firru, not- að þá til þess að greiða atkvæði urn óvinsæl mál o .s. frv. Notað þá vegna þess að þeir voru við- kvæmastir fýrir eigin pyngju og ósvífnastir í annara garð. En í gærkveldi rísa þeir upp í röðum og hefja hátt kolsvart merki afturhalds og íhalds. Þeir tala hver á fætur öðrum og opinr bera innræti sitt fyrir öllum sæmi- lega skynbærum áheyrendum. En einn tekur öðrum fram, gnæfir eins og hraundrangur upp úr grámosamó. Það er ekki líkams- stærðin, sem vekur eftirtekt, ekki s'körulegur framburður, en það er hugkvæmni á vissan hátt, og það er miskunnarleysi samfara sjál.fs- lelsku. í einu orði: það eru íhalds- kostirnir(!), sem vekja eftirtekt á þessum merkisbera íhaldsins í at- vinnuley sismálunum. Maggi Magnús læknir, fulltrúi íhaldsins í atvinnubótanefnd rík- i isins og „ómerkur" varafuliltrtúi íhaldsins í bæjarstjórn, hann er góður til skítverka fyrir íhaldið. Hann getur vel ausið auri rétt- lætiskröfur verkalýðsins, án þess að handstúkur hans dökkni, og honum virðist standa nokkurn veginn á sama, þó sálin sé svört. að eins ef unt væri að vernda pyngjur arðræningjanna, sem fylla íhaldsflokkinn. Tillögur M. Magniús á bæjiarstjórnarfundi í gærkveldi, þær eru efni í heila bók. Vegna pess, að í þeim er fólginn kjarni íhaldsstefnunnar, í- haldsins hjartfóignasta alvörumál, vernd þeirra auðæfa, sem vinn- andi stétt hefir skapað og sem það hefir kastað eign sinmi á. Vernd hins iöghelgaða ránfengs þess, vernd fyrir tilkalli réttra eigenda. Þannig hrópar auðvalds- stéttin æfinlega um skattborgara- rétt sinn, En ég vík nánar að því síðar. Fyrstia till. M. Magnús var ályktun að leita fyrir sér úm atvinnumöguleika annars staðar á landinu til handia Reykvíking- um. Önnur tillagan var um átt- hagabönd, þ. e. gera alla eignia- lausa verkamienn og bændur á- nauðuga, fjötra þá fasta við viss- an stein eða vissia þúfu. Banna allan innflutning á öreigum til Reykjavíkur, en opnia borgarhlið- in fyrir aðstreymi gulJs. Þriðja tillagan var ályktun, um nefndarskipun til þess að endur- skoða fátækrastjórn og framfæri bæjarins. Athugum lítils háttar þessia út- ungun læknis M. Magnús. 20. nóv. G. B. B. Áskorun. Fjölmennur fundur í Sendisveina- deild Merkúrs leyfir sér hér með að skora á allar húsmæður bæjar- ins og aðra að gera pantanir sínar á vörum svo timanlega, að sendi- sveinar þurfi ekki að vera að sendast langt fram á kvöld, eins og hefir átt sér stað um mörg undanfarin ár. Vonar Sendisveinadeildin, að hlutaðeigendur verði við þessum tilmælum, þar eð þá mun verða mikil breyting til batnaðar á kjör- um sendisveina bæjarins. Reykjavík, 19. nóvember 1931. Stjórnin. Námnslys. Doncaster, 21. nóv. U. P. FB. Sprenging varð hér í námu. Tutt- ugu og fjórir menn biðu bana, en sjö eru enn inniluktir í námiunni. (Doncaster er borg í Englandi við ána Don. íbúatala er 54—55 þúsund.) Tebjustofn fyrir bæjaifélaflið. Á bæjarstjómarfundinum á föstudaginn var samþykt þessi tiLlaga Héðins Valdimarssonar, er hann bar fram á bæjarstjórnar- fundinum 5. þ. m.: „Bæjarstjórn felur bæjarliaga- nefnd að semja og leggja fyrir bæjarstjórnina frumvarp til laga um hækkun lóðagjalds í Reykjiar vík, svo tímanlega að leggja megi slíkt frumvarp fram í byrjun næsta þings.“ Flutníngur skólabarna úr Sooabygðinni. Borgarstjóri skýrði frá því á síðasta bæjarstjórnarfundi, að af- gert væri, að Strætisvagnafélagið láti flytja skólabörn úr Sogum og Laugahverfi í skóla og úr fyrir 5 aura fargjald hvora leið. Eins og áður hefir verið skýrt frá lagði Stefán Jóh. Stefánsson til, að bærinn borgi flutninginn fyrir öll skólabörnin úr jiessum hverfum, eins og gert var i fyrra. Benti hann á, að þótt tíminn, sero börnin sækja skólann, verði eitt- hvað lengri í ár en í fyrra, þá er flutningsgjaldið lægra nú, svo að ekki er um stóruppliæð að ræða fyrir bæjiarfélagið, en hins vegar eru útgjöldin talsverð yfir veturinn fyrir aðstandendur bam* anna, ef þeir verða að greiða farið, því að margt af þessu fólki sé fátækt barnafólk, en óhæfi- leg aðferð að gera upp á milli barnanna eftir efnahag aðstand- enda þeirra. íhal d smenn f járhagsnefndarinn- ar vildu aftur á móti ekki láta eitt yfir börnin ganga, heldur lögðu þeir tii, að nefndinni væri „heimilað, að fengnum upplýsing- um um ástæður umsækjenda, að endurgreiða þeim fargjöldin að roeira eða minna leyti.“ — Töl- uðu fyrst og fremst þau Aðal- björg Sigurðardóttir og Jón ÓI- afsson mieð niðurjöfnuniaraðferð þessari, og færði Aðalbjörg það til, að ef öll börnin fengi farið ófceypis, þá gætu menn úr fieiri bæjarhlutuin einnig farið fram á óikeypis flutning sinna biarna, þótt þau ættu skemmra að fara í skóla. Ólafur Friðriksson benti á, að þetta værj hin sífelda íhaldsrök- seind, ef eitthvað, sem kostar fé, á -.a'ö gera fyrir almenning, — að það sé ófært, því að þá komi kröfur um fleira af slíku tæi. Þar eð börnin séu skyld að sækja skóla, þá eigi þau að fá flutning í hann án endurgjalds. Ihaldsfólkið hélt fast við nið- urjöfnunanaðferðina og feldi til- Lögu Stefáns um að láta ganga jafnt yfir börnin öll, en samþykti tillögu sinna manna, sem flokkar þau eftir efnahag foreldra þeirra eða annara aðstandenda. „Boíöaöu ostinn lambið mitt!“ Nú kreppir meira að alþýðu manna en nokkurntíma áður um marga tugi ára. Til þess að skorturinn verði enn sárari og nísti betur, kepp- ast auðvaldsblöðin um að storka fátæklingunum sem allra mest. Einn „Tíma“-spekingurinn sagði eitthvað á þá Leið einu sinni í haust, að það bæri ekki vott um þröng hjá Reykvíkingum,, ef þeir keyptu ekki ostinn norðlenzka, sem hafður var hér til sýnis og sölu. „Visir“ sagði það óþægilegt fyrir fátæklingana, sem ekki hefðu vín fyrirliggjandi heima hjá sér, að geta ekki komist í bakarí á kvöldin til þess að kaupa kök- ur handa gestunum. Moggi vildi líka vera fyndinn og kvað eina ráðið vera þiað, áð vinna meira og taka minna fyrir vinnuna. — Hvað verður langt þangað til að þeir, sem eru sólarmegin í lífinu og hafia nóg af öllum nauðsynj- um, þora ekki annað en hugsa sig um hvort vogandi sé að slöngva svona særingum framari x þá, sem kveljast af skorti á öllu því nauðsynlega? Líklega verður það langur tími, og að minsta kosti er þeim góðu lierrum óhætt að halda þessu gríni áfram á meÖan vér erum á því þroska- stigi að kjósa þá til fulltrúa fyrir okkur, Jakob Möller og Magnús dósent. 0. S. ÓSagið á stldar~ útvegiisum. SíldffiH’einkfisalan. Ég sé, að Óskar Halldórsson hefir fundið hvöt hjá sér til þess að skrifa um Einkasöluna i „Mgbl.“ hinn 8. nóv. Öll grein hans ber það með sér, að það hafi verið útgerðarr aður, sem vanur er að vera meira á haus en löppum í útgerðarrekstrinum, því gremin er lítið annað en árás á kaup verkafólksins á Siglufirði. En eins Qg öllum er kunnugt, þá kenna slíkir útgerðarmenn jafnan kaupi verkafólksins sem hjá þeim vinnur, um slíkar ófarir sínar, þótt þeir geti jafnaðarlega kent sínum eigin klaufaskap og óstjórn á útgerðinni umþær.Ég hirði þvi ekki að fara frekar út í þessi skrif Ó H., því þau falla um sjálf sig alveg eins og atvinnufyrirtæki hans hafa svo oft gert. Er víst maðurinn með þessum ósköpum fæddur, að alt sem hann snetir hendi við verði að falla um sjálft sig og verða að engu. Um eitt get ég þó verið sammála Ó. H., og það er pað. að vafalaust hefði mátt fá hæfari menn til að stjórna Einkasölunni en gert hefir verið. Og sumpart supum við nú seyðið af því, og sumpart af því skipulagsleysi, sem allsstaðar er ríkjandi í auðvalds, heiminum, sem er orsök hinnar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.