Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Lęknablašiš : fylgirit

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Lęknablašiš : fylgirit

						I    ÁGRIP   VEGGSPJALDA   /   XI.   V í S I N D A RÁÐ S T E F N A   HÍ
og getur þannig flýtt fyrir mælingum og dregið úr kostnaði sem
fylgir notkun dýrahimna.
V 153 Þróun HPLC-mæliaðferðar til að greina doxýcýklín
og niðurbrotsefni þess í vatnssæknu hlaupi og í sermi
Eysteinn Ingólfsson1-2, Skúli Skúlason12, Þórdís Kristmundsdóttir'
ILyfjafræðideild HÍ, 2Líf-Hlaup ehf.
skulis@hi.is
Inngangur: Nýlegar rannsóknir hafa sýnt að tetracýklínsýklalyfin
hafa ekki einungis sýkladrepandi áhrif, heldur einnig hemjandi áhrif
á ensímin matrix metallópróteinasa (MMP), en þessi verkun virtist
vera alveg óháð sýklahemjandi áhrifum lyfjanna. MMP eru ensím
sem gegna hlutverki í ónæmissvörun og bólgumyndun í líkamanum,
svo sem í munnangri og tannholdsbólgu. Tetracýklín, og þá sérstak-
lega hálfsamtengdu afbrigðin doxýcýklín og mínócýklín, safnast
upp í millifrumuvökva tannholds þannig að styrkur þeirra verður
mun hærri þar en í sermi. í ljós hefur komið að af tetracýklínlyfjun-
um hefur doxýcýklín mest hemjandi áhrif á MMP. Helstu markmið
þessa verkefnis er að þróa einfalda magngreiningaraðferð fyrir doxý-
cýklín og niðurbrotsefni þess ísmáskammta doxýcýklin (SSD) hlaupi
svo og í sermi. Margar HPLC aðferðir hafa verið notaðar til að greina
doxýcýklín í lyfjaformum en flestar eru þær tímafrekar og flóknar,
sumar eru mjög dýrar og aðrar geta ekki greint á milli doxýcýklíns
og niðurbrotsefna þess.
Efniviður og aðferðir: SSD hlaup var magngreint hreint og í sermi
kinda með HPLC tækni og prófaðar voru mismunandi aðstæður og
gerðir súlna við greininguna.
Niðurstöðun Til að magngreina doxýcýklín og niðurbrotsefnin 6-epí-
doxýcýklín og metacýklín reyndist best að nota Phenomenex® Luna
5 jx C8 súlu með Phenomenex® C8 forsúlu, ferðafasi samanstóð af
acetonitril:vatni:perklórsýru (26:74:0,25) sem stillt var á pH 2,5 með 5
M natríumhýdroxíði, flæðihraði var 1,0 ml/mín og greint var með
U.V. gleypnimæli við 350 nm. Fyrstu niðurstöður benda til að þessa
aðferð megi einnig nota til að skilja að önnur tetracýklínafbrigði.
Ályktanir: Kostirnir við þessa greiningaraðferð fyrir doxýcýklín og
niðurbrotsefni þess eru að hún er áreiðanleg, einföld og ódýr, eink-
um í samanburði við aðferð Ph. Eur.
V 154 Flæðihraði sameinda gegnum einangraðar
lyktarþekjur úr nautum
Brynjar Örvarssoni, Sighvatur Sævar Árnason2, Davíð Ólafsson3, Jóhannes
Helgason3, Kristinn Johnsen3, Sigríöur Ólafsdóttir3, Sveinbjörn Gizurarsoni.3
'Lyfjafræðideild og 2Lífeðlisfræðistofnun HÍ, 3Lyfjaþróun hf.
brynjar.orvarsson@lyfogheilsa.is    "
Inngangur: Aðgengi flestra lyfja inn í miðtaugakerfi er lítið eða
ekkert vegna takmarkaðs flæðis yfir blóð/heila þröskuldinn. Lykt-
arþekjan efst í nefholinu er einn sá staður líkamans þar sem frumur
miðtaugakerfisins eru í beinni snertingu við ytra umhverfi. Rann-
sóknir in vivo benda til þess að hægt sé að gefa lyf úr nefholi um
lyktarþekjuna inn í miðtaugakerfið. í þessari rannsókn var sett upp
in vitro kerfi til að mæla samband mólþunga og flæðihraða sameinda
yfir lyktarþekju úr nautgripum. Ennfremur voru notaðar raflífeðlis-
fræðilegar aðferðir til að meta lifun þekjunnar.
Efniviður og aðferðir: Lausnir af fjórum mismunandi fluorescein
isothiocyanate (FITC) merktum dextrönum (FD) með mólþunga á
bilinu 4 til 150 kDa, voru settar á holhlið einangraðra lyktarþekja
sem komið var fyrir í láréttum Ussing kerjum. Sýni voru tekin úr
móttökulausninni á blóðhlið þekjunnar og styrkur FD sem fall af
tíma ákvarðaður með mælingum á flúrljómun. Rafvirkni þekjanna
var mæld með spennuþvingunartækni bæði fyrir og eftir ásetningu
FD. Sértækir hindrar, ouabain (2 \sM) og amílóríð (100 \iM), voru
notaðir til að meta tilvist og virkni Na+/K+-ATPasa og Na+-ganga.
Niðurstöður og ályktanir: Mælingar á rafvirkni þekjanna sýndi að
lifun lyktarþekja úr nautgripum í Ussing keri var að minnsta kosti
sex klukkustundir. Viðbrögð lyktarþekjanna við hindrunum sýndu
að þær hafa ouabain-næman Na+/K+-ATPasa á blóðhlið og amíl-
óríðnæm Na+-göng á holhlið þekjunnar. Allar stærðir af merktum
dextrönum sem prófaðar voru mældust í móttökulausninni en breyti-
leiki var mikill í flæðihraða innan hvers stærðarflpkks. Flæðihraði
efnanna yfir himnuna minnkaði mikið með vaxandi mólþunga þann-
ig að merktar 4 kDa sameindir flæddu að meðaltali með 1,9 u-g/mín/
cm2, 20 kDa með 1,0 u.g/mín/cm2 og 150 kD með 0,1 u.g/mín/cm2
hraða gegnum himnur sem sýndu rafvirkni.
V 155 Einangrun anthrakínón afbrigðis úr klettaglæðu,
Xanthoría elegans
Kristín Ingólfsdóttir1, Anna Sif Paulson1, Hörður Kristinsson2
'Lyfjafræðideild Hl', 2Náttúrufræðistofnun íslands, Akureyrarsetur
kring@hi.is
Inngangur: Annars stigs efni (secondary metabolites) sem myndast
í fléttum gegna oft hlutverki varnarefna gegn örverum og skordýr-
um, enda vaxa fléttur hægt og við erfið skilyrði. I fyrri rannsóknum
hafa annars stigs efni úr flokki depsíða, trídepsíða, orsínól afbrigða,
depsídóna, alkylamíða og fitusýrulaktóna verið einangruð úr ís-
lenskum blaðfléttum (meðal annars fjallagrösum, dílaskóf, geita-
nafla) og runnfléttum (meðal annars grábreyskju, hreindýrakrók-
um) og hafa mörg þeirra sýnt áhugaverða lífvirkni, svo sem sýkla-
hemjandi-, veiruhemjandi-, lípoxýgenasahemjandi- og vaxtarhindr-
andi áhrif á illkynja frumur. Rannsóknir okkar hafa ekki áður
beinst að hrúðurfléttum eða fléttum eins og klettaglæðu (Xanthoria
elegans), sem er sterk-appelsínugul skóf sem vex á klettum og
steyptum veggjum.
Efniviður og aðferðir: Útdráttur var gerður á malaðri klettaglæðu
í Soxhlet búnaði. Útdrátturinn var þáttaður (fractionated) með
kíselgel-súluskiljun (súla A) þar sem ferðafasi var díklórmetan með
vaxandi styrk metanóls. Einn af þeim þáttum sem skilinn var á súlu
A var aðgreindur á annarri súlu (súlu B). Af súlu B greindist þáttur
sem innihélt hreint efni á formi appelsínugulra nála.
Niðurstöður: Kjarnarófsmælingar ('H NMR og 13C NMR) sýndu
að einangraða efnið var anthrakínón afbrigði (C16H1205); 1,8-dí-
hydroxy-3-metyl-6-metoxy-9,10-anthracendíón, öðru nafni paríetín.
Alyktanin Þetta er fyrsta efni úr flokki anthrakínóna sem einangrað
hefur verið úr íslenskri fléttu. Anthrakínón afbrigði eru mörg þekkt
sem litarefni en einnig vegna áhugaverðrar lífvirkni. Einangrun-
arferill sá sem hér var þróaður verður því notaður til að tryggja meira
magn paríetíns fyrir fjölþættar virknimælingar. Jafnframt er stefnt að
efnagreiningu annarra fléttutegunda glæðuættar (Teloschistaceae),
svo sem veggjaglæðu (X. parietina) og hellisglæðu (X. sorediatá).
106
L/EKNABLAÐIÐ / FYLGIRl'I' 47 2002/88
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72
Blašsķša 73
Blašsķša 73
Blašsķša 74
Blašsķša 74
Blašsķša 75
Blašsķša 75
Blašsķša 76
Blašsķša 76
Blašsķša 77
Blašsķša 77
Blašsķša 78
Blašsķša 78
Blašsķša 79
Blašsķša 79
Blašsķša 80
Blašsķša 80
Blašsķša 81
Blašsķša 81
Blašsķša 82
Blašsķša 82
Blašsķša 83
Blašsķša 83
Blašsķša 84
Blašsķša 84
Blašsķša 85
Blašsķša 85
Blašsķša 86
Blašsķša 86
Blašsķša 87
Blašsķša 87
Blašsķša 88
Blašsķša 88
Blašsķša 89
Blašsķša 89
Blašsķša 90
Blašsķša 90
Blašsķša 91
Blašsķša 91
Blašsķša 92
Blašsķša 92
Blašsķša 93
Blašsķša 93
Blašsķša 94
Blašsķša 94
Blašsķša 95
Blašsķša 95
Blašsķša 96
Blašsķša 96
Blašsķša 97
Blašsķša 97
Blašsķša 98
Blašsķša 98
Blašsķša 99
Blašsķša 99
Blašsķša 100
Blašsķša 100
Blašsķša 101
Blašsķša 101
Blašsķša 102
Blašsķša 102
Blašsķša 103
Blašsķša 103
Blašsķša 104
Blašsķša 104
Blašsķša 105
Blašsķša 105
Blašsķša 106
Blašsķša 106
Blašsķša 107
Blašsķša 107
Blašsķša 108
Blašsķša 108
Blašsķša 109
Blašsķša 109
Blašsķša 110
Blašsķša 110
Blašsķša 111
Blašsķša 111
Blašsķša 112
Blašsķša 112
Blašsķša 113
Blašsķša 113
Blašsķša 114
Blašsķša 114
Blašsķša 115
Blašsķša 115
Blašsķša 116
Blašsķša 116
Blašsķša 117
Blašsķša 117
Blašsķša 118
Blašsķša 118
Blašsķša 119
Blašsķša 119
Blašsķša 120
Blašsķša 120