Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bęjarins besta

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bęjarins besta

						FIMMTUDAGUR 4. OKTÓBER 20076

?Vantar aðeins

herslumuninn?

Ritstjórnargrein

Útgefandi: H-prent ehf., kt. 600690-1169, Sólgötu 9, 400 Ísafjörður, sími 456 4560, fax 456 4564

Ritstjóri: Sigurjón J. Sigurðsson, sími 892 5362, bb@bb.is · Blaðamenn: Thelma Hjaltadóttir, símar 456 4693

og 849 8699, thelma@bb.is ? Tinna Ólafsdóttir, sími 868 5963, tinna@bb.is ? Smári Karlsson, sími 866 7604,

smari@bb.is · Hálfdán Bjarki Hálfdánsson, sími 863 7655, halfdan@bb.is. Ritstjóri netútgáfu bb.is:

Sigurjón J. Sigurðsson · Ljósmyndari: Halldór Sveinbjörnsson, sími 894 6125, halldor@bb.is

Ábyrgðarmenn: Sigurjón J. Sigurðsson og Halldór Sveinbjörnsson · Lausasöluverð er kr. 300 eintakið með vsk.

Veittur er afsláttur til elli- og örorkulífeyrisþega. Einnig sé greitt með greiðslukorti. ·

Önnur útgáfa: Ferðablaðið Á ferð um Vestfirði. · ISSN 1670 - 021X

Samþykkt Fjórðungsþings Vestfirðinga um stofnun Háskóla

Vestfjarða, sem taki til starfa strax á næsta ári, er fagnaðarefni.

Árum saman hafa Vestfirðingar barist fyrir þeirri réttmætu

kröfu að stofnaður yrði háskóli á Vestfjörðum, án þess að ná

lendingu, á meðan þessi sjálfsagði hluti nútíma menntunar- og

menningarþjóðfélags hefur með tiltölulega auðveldum hætti

náð fram að ganga annars staðar.

Til áréttingar mikilvægi háskóla á Vestfjörðum er ástæða til

að vitna til ræðu utanríkisráðherra á Hólahátíð 12. ágúst s.l.,

hvar fram kom hvernig byggðir, sem áður höfðu vaxið og

dafnað, geta breyst í jaðarsvæði sem eigi sér lítillar viðreisnar

von. ,,Þegar ástæður þessar eru skoðaðar rekumst við alltaf á

að sama lögmál er að verki, þ.e. staðirnir eða byggðarlögin

duttu úr alfaraleið, misstu mikilvægustu lífæðarnar við aðra

landshluta eða útlönd og tókst ekki að halda í við önnur svæði

hvað menntun og menningu varðar.?(Leturbr.BB)

Þetta er mergurinn málsins. Áratugum saman áttu ungmenni

á Vestfjörðum ekki annarra kosta völ en að taka sig upp frá

heimilum sínum og halda til fjarlægra landshluta til náms í

menntaskóla. Vestfirðingar háðu langa og stranga baráttu til

að fá þessu helsi aflétt. Við stofnun Háskólans á Akureyri

sagði þáverandi menntamálaráðherra, Sverrir Hermannsson,

sem beitti sér fyrir stofnun skólans, að ,,ekkert (væri) raun-

hæfara í byggðamálum en að flytja menntun út í byggðir

landsins.? Tíminn hefur heldur betur staðfest að ráðherrann

hafði rétt fyrir sér. Myndu menn vilja færa ávinninginn af til-

vist Háskólans á Akureyri til baka? Varla.

Í grein á bb.is., 24. mars 2003, sem bar heitið ,,Menntamál

eru byggðamál ? Byggðamál eru menntamál? sagði Einar K.

Guðfinnson, núv. sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra m.a.:

,,Hver hefði trúað því fyrir fáeinum árum, að þrír háskólar

utan höfuðborgarsvæðisins yrðu starfandi á því herrans ári

2003? En þannig er það. Viðskiptaháskólinn á Bifröst, Hvann-

eyri og Háskólinn á Akureyri. Sá fjórði, Hólaskóli, starfar á

háskólastigi og vantar aðeins herslumuninn að hann fái að

bera háskólaheitið.? Herslumunurinn var brúaður á haustþingi

2006. Skjót og góð afgreiðsla sé litið til Hólahátíðar fyrr á

árinu.

Samþykkt Fjórðungssambands Vestfirðinga undirstrikar

samstöðu Vestfirðinga um Háskóla á Vestfjörðum. Háskóla-

setrið var upphafsskref göngu sem nú verður að ljúka. Það

,,vantar aðeins herslumuninn?, eins og ráðherrann sagði um

Hólaskóla forðum. Háskóli á Vestfjörðum hlýtur að vera

næsta skref stjórnvalda ætli þau sér í alvöru að stuðla að öfl-

ugum byggðakjarna á Vestfjörðum.

Það verður fylgst grant með framvindu málsins á nýbyrjuðu

þingi.                                          s.h.

Á þessum degi fyrir 17 árum

Magnús Reynir ráðinn

Magnús Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Í-listans

í Ísafjarðarbæ, hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri

Frjálslynda flokksins og þingflokks Frjálslynda

flokksins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Frjáls-

lynda flokknum. Magnús Reynir hefur verið fram-

kvæmdastjóri flokksins frá því að Margrét Sverris-

dóttir hvarf úr því embætti í fyrra.

Kvikmynd um óbeislaða fegurð frumsýnd

Kvikmynd um Óbeislaða fegurð, fegurðarsamkeppnina óhefðbundnu, verður frumsýnd

á Reykjavík International Film Festival á morgun. Eins og margir muna var óhefðbund-

in og óbeisluð fegurðarsamkeppni haldin í Hnífsdal á vordögum. Þátttakendur voru á

öllum aldri og af öllum stærðum, eina skilyrðið fyrir þátttöku var að hafa náð 20 ára

aldri og að hafa ekki farið í neina fegrunaraðgerð. Það eru kvikmyndagerðarkonurnar

Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Tina Naccache sem gerðu myndina. Þrjár sýningar verða

á myndinni, allar í Regnboganum, á föstudag, laugardag og sunnudag.

Jóna Benediktsdóttir, bæj-

arfulltrúi Í-listans í bæjarstjórn

Ísafjarðarbæjar, lagði fram á

fundi bæjarstjórnar á fimmtu-

dag í síðustu viku tillögu þess

efnis að Ísafjarðarbær ákveði

að hætta þátttöku í kostnaði

við refaveiðar. ?Ég tel að of

mikið sé gert úr þeim skaða

sem refur getur valdið í lífríki. 

Náttúran sér sjálf um að tak-

marka stærðir stofna sinna ef

hún er látin í friði og óþarfi að

rýr fjárhagur bæjarfélagsins

sé nýttur til þess. Bændur og

aðrir hagsmunaaðilar gætu

eftir sem áður varið lönd sín

þó svo að þeim verði ekki

greitt fyrir það. Að öllu leyti

ætti að fara með veiðar á ref

eins og veiðar á öðrum villtum

dýrum, það er þær séu háðar

samþykki Umhverfisstofnunar.?

Frá því var sagt hér að ofan

að Skotveiðifélag Íslands ætli

að beita sér fyrir því með

heimamönnum, að friðun á

ref á Hornströndum verði af-

létt. Félagið telur friðunina

vera vanhugsaða náttúruvernd.

Frá því er greint á visir.is að

Skotvís hafi ritað umhverfis-

ráðherra bréf í janúar og hvatt

hann til að heimila refaveiðar

í friðlandinu á Hornströndum

en ekki hafi enn borist svar.

Sigmar B. Hauksson, formað-

ur Skotvís, spyr í samtali við

Vísi hverjir hafi beðið um

þessa friðun, það hafi allavega

ekki verið þeir sem búa næst

friðlandinu.

Sigmar vísar til rannsókna í

Bandaríkjunum, Svíþjóð, Kan-

ada og víðar þar sem stofnar

rándýra í þjóðgörðum hafa

verið friðaðir. Reynslan sé alls

staðar sú sama, ofvöxtur

hlaupi í stofnana og dýrin fari

að leita út fyrir friðunarsvæð-

in. Það sé að gerast hér á landi

auk þess sem refurinn sé að

ganga af fuglalífi dauðu í frið-

landinu sjálfu. Bendir hann

meðal annars á tjón vegna

fækkandi æðarfugls en æðar-

rækt hafi lengi verið þýðingar-

mikill búgrein á Vestfjörðum.

Refaplágan hafi vafalítið líka

áhrif á rjúpnastofninn.

?Of mikið gert úr þeim skaða

sem refur getur valdið í lífríkinu?

Skotveiðifélag Íslands ætlar

að beita sér fyrir því með

heimamönnum, að friðun á

ref á Hornströndum verði af-

létt. Félagið telur friðunina

vera vanhugsaða náttúru-

vernd. Frá því er greint á vis-

ir.is að Skotvís hafi ritað um-

hverfisráðherra bréf í janúar

og hvatt hann til að heimila

refaveiðar í friðlandinu á

Hornströndum en ekki hafi

enn borist svar. Sigmar B.

Hauksson, formaður Skotvís,

spyr í samtali við Vísi hverjir

hafi beðið um þessa friðun,

það hafi allavega ekki verið

þeir sem búa næst friðlandinu.

Sigmar vísar til rannsókna í

Bandaríkjunum, Svíþjóð, Kan-

ada og víðar þar sem stofnar

rándýra í þjóðgörðum hafa

verið friðaðir. Reynslan sé alls

staðar sú sama, ofvöxtur

hlaupi í stofnana og dýrin fari

að leita út fyrir friðunarsvæð-

in.

Það sé að gerast hér á landi

auk þess sem refurinn sé að

ganga af fuglalífi dauðu í frið-

landinu sjálfu. Bendir hann

meðal annars á tjón vegna

fækkandi æðarfugls en æðar-

rækt hafi lengi verið þýðingar-

mikill búgrein á Vestfjörðum.

     ? thelma@bb.is

Skotvís vill aflétta frið-

un refs á Hornströndum

Refir hafa verið friðaðir á Hornströndum síðan 1994.

Aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum leggja niður vinnu í dag til

þess að mótmæla vinnuaðstöðu sinni og leggja áherslu á kröf-

ur sínar til úrbóta. Björn Rúnar Lúðvíksson, stjórnarmaður í

Félagi ungra lækna, segir aðstoðarlækna mótmæla óhóflegu

vinnuálagi, meðal annars um 30 stunda vöktum og allt að 300

yfirvinnustundum á mánuði, linnulausum brotum á réttindum

samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á

vinnustað og skeytingarleysi stjórnvalda gegn kröfum aðstoð-

arlækna. ?Vinnulöggjöfin er gróflega brotin á okkur, aðstoðar-

læknar þurfa að vinna sólarhringum saman og víðast hvar við

slæman aðbúnað?, segir Björn. Félag ungra lækna hefur ritað

bréf til formanna læknaráða, yfirlækna og forstjóra sjúkrahúsa,

þar sem fram kemur að kjarasamningar aðstoðarlækna hafa

verið lausir síðan í byrjun sumars. [?] Í bréfinu boða læknarnir

að þeir taki sér leyfi frá störfum í einn sólarhring til þess að

ræða þessi mál og væntanlegar áframhaldandi aðgerðir.

Sólarhrings vinnu-

stöðvun á sjúkrahúsum

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20