Bæjarins besta


Bæjarins besta - 01.11.2007, Blaðsíða 1

Bæjarins besta - 01.11.2007, Blaðsíða 1
Stofnað 14. nóvember 1984 · Sími 456 4560 · Veffang: www.bb.is · Verð kr. 300 m/vsk Fimmtudagur 1. nóvember 2007 · 44. tbl. · 24. árg. – rætt við Jón Jónsson, menningarfulltrúa Vest- fjarða um starfið, ný tækifæri og atvinnuhátta- byltinguna. Jón er Strandamaður í húð og hár og hefur haft hönd í bagga í verkefnum þar á bæ sem vakið hafa athygli víða um land og jafnvel utan landsteinana eins og Galdrasýninguna á Ströndum og Sauðfjársetrið. Sjá miðopnu. Breyttir tímar og ný tækifæri Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæj- ar telur mikla möguleika í þorskeldi á Vestfjörðum enda falli sú grein vel að þeirri þekkingu sem er til staðar á svæðinu. Vest- firðingar ætla að blása til sóknar í atvinnumálum með nýsköpun að vopni. Fiskeldi er vaxandi at- vinnugrein í heimum en á tæpum þremur áratug- um hefur fiskeldi farið frá því að skila um 10% af heildar fiskmeti á borð neytenda á heimsvísu í að færa þeim rösklega 40% alls sjávarfangs sem neytt er í veröldinni. Magnið sem kemur úr fiskeldi er um 45 milljónir tonna en heildarkvóti þorsks á þessu fiskveiði- ári við Ísland er einungis 130 þúsund tonn. Margir hafa orðið til að vara við gullgrafaræði tengdu þorkeldi hér á landi en Halldór telur mjög mikla möguleika í þessari atvinnugrein. Norð- menn hafa nú þegar náð góðum árangri í þorskeldi enda hafa þeir langa reyn- slu af laxeldi sem skilar sér í þessari nýju atvinnu- grein. Ekki er enn sem komið er verulegur hagn- aður af þorskeldi í Noregi en það magn sem kemur til slátrunar þar hefur smám saman farið vax- andi. – gunnaratli@bb.is Miklir möguleikar í þorskeldi Ánægja með nýafstaðna vetrarhátíð Lista- og menningarhátíð- inni Veturnóttum lauk á sunnu- dag en hún er árlegur viðburð- ur í Ísafjarðarbæ. Hátíðin þótti heppnast vel en hápunktur hennar var afmælisfagnaður tónlistarmannsins Baldurs Geirmundssonar. „Við sem stöndum að hátíðinni erum mjög ánægð með hvernig til tókst og ég hef tilfinningu fyrir því að hún hafi rækilega stimplað sig inn sem fastur liður í mannlífinu á þessum árstíma“, segir Anna Sigríður Ólafsdóttir, framkvæmda- stjóri Veturnátta. Viðamesta dagskráin fór fram á laugardag og lauk með stærstu flugelda- sýningu sem sést hefur í Skut- ulsfirði. Skotið var upp frá fjórum staðsetningum úr Nausta- hvilft, Seljalandsdal, við Eyr- arfjall og loks af Ásgeirs- bakka. Hátíðin stóð yfir í fjóra daga. „Viðburðir voru misvel sóttir en á heildina litið var aðsókn mjög góð. Sérstaklega var vel mætt á afmæli BG og allir voru svo glaðir og svo skemmtileg stemmning. Á laugardaginn var svo yndisleg stemmning í miðbænum. Ég held að Ísfirðingar geri sér ekki grein fyrir því hversu heppin við erum að eiga þenn- an miðbæ. Það er ekki sjálf- sagt að gera upplifað sanna miðbæjarstemmningu en það gerði ég svo sannarlega á laug- ardaginn.“ Veturnætur var haldin í fyrsta sinn 1997. Hátíðin var endurvakin fyrir tveimur árum og stefnt er að því að gera hana að árlegum viðburði. Ás- laug Alfreðsdóttir, hótelstjóri á Ísafirði, var einn helsti tals- maður þess að hátíðin yrði að föstum lið í mannlífinu á svæðinu. Svipmyndir frá Vet- urnóttum munu birtast á ljós- myndasíðu bb.is innan tíðar. – thelma@bb.is Litadýrð og hvellir voru allsráðandi á stærstu flugeldasýningu sem sést hefur í Skutulsfirði.

x

Bæjarins besta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.