Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Bęjarins besta

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Bęjarins besta

						24 FIMMTUDAGUR 12. DESEMBER 2013
Bæjarlistamað
honum sj
Óhætt er að segja að ísfirska
skáldið Eiríkur Örn Norðdahl sé
einn framsæknasti höfundur sinn-
ar kynslóðar. Hann hefur vakið
mikla athygli fyrir verk sín, bæði
ljóð og skáldsögur. Nú er komin
út ný ljóðabók eftir kappann sem
kallast Hnefi eða vitstola orð og
fjallar um hans sýn á efnahags-
hrunið árið 2008. Eiríkur var
spurður út í nýjustu afurð hans
og þar komumst við að því, að
meðal verkefna sem hann vinnur
að er framúrstefnuleg matreiðslu-
bók um plokkfisk.
Mikil læti í lítilli bók
? Bókin hefur hlotið góðar við-
tökur og jákvæða dóma, er það
samkvæmt því sem þú bjóst við
þar sem um er að ræða eldfimt
efni? Finnst þér viðbrögðin bera
þess merki að fólk sé enn reitt
vegna hrunsins og að það sé
grunnt á byltingarandanum?
?Viðtökurnar hafa nú fyrst og
fremst verið vinalegar. Ég upplifi
litla reiði í kringum bókina, þótt
vel megi vera að einhver fái úr
henni útrás, og það er í sjálfu sér
ekkert ósennilegt. Það eru mikil
læti í þessari litlu bók. Ég held
hins vegar að það sé rétt greining
að fólk sé enn reitt vegna hruns-
ins. Fólk verður það vonandi bara
um nokkra hríð, þótt auðvitað sé
lítið upp úr einföldu rifrildi við
Sigmund Davíð að hafa. Og
kannski er ekki rétt að segja að
fólk sé ennþá reitt, fólk er kannski
meira AFTUR reitt. Vinstrið ?
sem hefur, hægrimönnum til
skammar, haft svolítinn einkarétt
á hinni krítísku afstöðu; hægri-
menn eru meira í því að þétta
raðirnar og boða stöðugleika ?
vinstrið var dálítið lamað á
meðan hér var ?vinstri? stjórn.
Núna finnst mér vinstrið dálítið
vera að koma aftur, þótt afstaða
manns til þess sé dálítið sínískari
eftir að hafa fylgst með henti-
stefnu síðustu ára þar sem allar
hugsanlegar gjörðir ríkisstjórn-
arinnar voru einfaldlega varðar,
eiginlega alveg sama hverjar þær
voru. En það var svolítið skrítið
að fylgjast með því að krítíski
hluti umræðunnar hefði bara
verið tekinn úr sambandi ? allt
gagnrýna fólkið hefði bara lagst
í dvala. Nú er svo eins og þetta sé
komið aftur og það er gaman ?
hvorki vinstrið né hægrið er sér-
lega gott í að fara með völd, að
mínu mati, en vinstrið er þó alla-
vega ágætt í stjórnarandstöðu.
Hægrið er ævinlega og að eilífu
glatað.?
? Þú skrifaðir bókina þegar þú
bjóst erlendis, heldurðu að þú
hafir hlotið öðruvísi innsýn í ís-
lenska samfélagið með því að
horfa á hrunið utan frá? Hvernig
var sú upplifun að horfa á öng-
þveitið frá öðru landi?
?Það var að mörgu leyti mjög
furðulegt. Ég þekkti mjög marga
sem voru ?í fremstu víglínu? og
birtust á fréttamyndum af mót-
mælum og úr umsátrum og var
svo auðvitað í stöðugu sambandi
við þau öll. Ég kom einu sinni til
landsins ? ég bjó í Helsinki þenn-
an vetur ? það var í byrjun des-
ember, einmitt daginn sem um-
sátrið í Seðlabankanum var. Ég
hlustaði á fréttirnar alla leið frá
Keflavík til Reykjavíkur og ein-
mitt þegar ég kom niður í bæ
leystist umsátrið. Um kvöldið fór
ég á barinn og þar voru allir að
tala um táragas og byltingu ?
þetta virkaði á mig sem einhvers
konar hliðarveruleiki, ég held enn
að það hafi verið raunverulegur
gluggi til að fremja einhvers kon-
ar byltingu og ég held að hann
hafi svo lokast aftur.
En þessa viku sem ég var á
Íslandi gerðist ekki neitt ? alls
ekkert. Það var svo til tómt í
slabbinu á Austurvelli á laugar-
dagsmótmælunum og ekkert
nema rok og bleyta og þunglyndi
í Reykjavík alla vikuna. Allt þar
til morguninn þegar ég fór, þá
var aftur einhver aðgerð ? nú
man ég ekki hvað það var, eitt-
hvert snemmmorgunsáhlaup, ég
man bara að boðað var til hennar
kvöldið áður. Og þá leið mér
eins og Búsáhaldabyltingin hefði
ákveðið að taka sér hlé bara rétt á
meðan ég gæti hugsanlega orðið
vitni að henni.
Fyrir utan þessa ferð sat ég
bara í Helsinki og endurhlóð
fréttasíður, fylgdist með gjald-
miðlinum hrynja og dansa, og
skrifaði þessa bók sem nú er loks
komin út. Þetta er einhvers konar
tilfinningalegt registur yfir hrunið
? portrett af uppnáminu í mér.
Allt bara bing búið, bara bara
búmm eftir ? það þurrkaðist allt
út. Ég hafði verið á Íslandi um
sumarið að safna mér peningum
sem bara gufuðu upp. Ég átti
ekki mikið af peningum og hef
aldrei átt, en ég mátti eiginlega
alls ekki við þessu. Og það bók-
staflega tvöfaldaðist allt í verði
fyrir mig ? mjólkin sem hafði
verið 60 kall var 120 kall, leigan
sem hafði verið 50 þúsund varð
100 þúsund. Maður var alltaf að
vona að þetta myndi eitthvað
ganga til baka og það sóttu stöð-
ugt á mann hugsanir um hvort
það væri betra að taka út pening-
inn í dag eða bíða þar til á morgun
þegar þetta hefði batnað, nema
auðvitað þetta yrði ennþá verra,
og þá væri betra að taka út fyrir
leigunni í dag. Og ég saup hveljur
ofan í andköfin og gat ekkert
annað.?
Nennir ekki
vinsældakapphlaupi
? Bókina skrifaðir þú á meðan
hruninu stóð. Hvað kom til að þú
ákvaðst að gefa hana út núna,
fimm árum seinna?
?Ég skrifaði Hnefa á fáeinum
mánuðum á meðan ég var í miðri
annarri bók, skáldsögunni Gæsku
sem kom út ári eftir hrun. Ég var
eitthvað búinn að nefna þetta við
útgefandann minn einhvern tíma
en þau eru nú ekkert óð og upp-
væg að gefa út ljóðabækur, þetta
er víst alla jafna enginn sérstakur
aurabransi. En þá var ég heldur
ekkert alveg viss hvað ég vildi
gera við þetta ? þetta var auðvitað
bara haugur af frekar skrítnum
textum og handritið innihélt með-
al annars alls kyns blaðaúrklippur
sem eru svo löngu horfnar.
Upphaflega var útlit fyrir að
bókin yrði á lengd við Illsku! En
svo ákvað ég að temja mér dálítið
hóf, vera aðeins knappari, og nú
er bókin ekki nema tæpar 150
síður. Ég man ekki alveg hvað
hún er löng reyndar, það er ekkert
síðutal í henni ? ljóðin eru annars
vegar númeruð með stærðfræði-
breytunni X og hins vegar er í
hverju horni gengi evru, tekið á
sirka tíu daga fresti frá því síðla
árs 2007 og fram til 2013.
Hnefi er skrifaður í valdatíma
hægri stjórnar og það þurfti eig-
inlega nýja hægri stjórn til að
útgáfan myndi meika sens ? þeg-
ar hún gerði það tók ég mig til,
hreinsaði til í handritinu og lagaði
það og bjó til útgáfu. Og þá hafði
útgefandinn áhuga.?
? Þú ert handhafi Íslensku
bókmenntaverðlaunanna í ár fyrir
skáldsöguna Illsku, hefur sá
heiður breytt starfi þínu á ein-
hvern hátt? Og hvert er markið
sett núna hvað varðar viðurkenn-
ingar?
?Ég var náttúrulega líka að fá
titilinn ?bæjarlistamaður Ísafjarð-
arbæjar? ? og tilnefningu til bók-
menntaverðlauna Norðurlanda-
ráðs. Verð ég ekki að stefna að
því að vinna þau? Nei, annars er
ég að grínast. Ég reikna ekki í
sjálfu sér með því að fá nokkurn
tíma aðra eins upphefð og fyrir
Illsku. Hún er bara þannig bók.
Ég ætla bara að halda áfram að
skrifa bækur sem mér finnast
sjálfum áhugaverðar, og það hef-
ur alveg sýnt sig að öðru fólki
finnast þær bækur misáhugaverð-
ar ? en ég get ekkert miðað mig
við annað fólk, ég get bara gengið
út frá sjálfum mér. Ég nenni ekki
að fara í vinsældakapphlaup, ég
held ég yrði líka afar óhamingju-
samur af því, og ég er svo sann-
arlega ekki að þessu til að verða
óhamingjusamur. Ég held bara
kúrs ? ég er á leiðinni eitthvað út
í bláinn og stefni aðallega að því
að fiska nóg til að lifa ferðalagið
af, hvert sem því nú annars er
heitið.?
Gefinn út á mörgum
tungumálum
? Nú hafa verk þín verið gefin
út á ýmsum tungumálum, finnst
þér þau hljóta aðrar viðtökur í
Evrópu en á Íslandi? Stendur til
að þýða nýjustu ljóðabókina yfir
á önnur tungumál?
?Það hafa nú þegar birst ljóð
úr bókinni á ríflega tíu tungu-
málum. Hún hefur náttúrulega
verið til svo lengi, í einu eða
öðru formi. En það stendur ekkert
til að þýða hana í heild sinni.
Ljóðin mín birtast víða en gera
það yfirleitt í stykkjavís í tímarit-
um og safnritum ? sjálfsagt eru
það ríflega tuttugu tungumál.
Illska er væntanleg á fjórum
tungumálum og Eitur fyrir byrj-
endur er til á tveimur.
Það er því aðallega Eitrið sem
ég hef einhvern samanburð á.
Henni var mjög vel tekið í Sví-
þjóð og fékk fantadóma en hún
var sett í samhengi við allt annað
auðvitað. Hér heima var hún
meira borin saman við Gyrði
Elíasson eða Braga Ólafsson ?
þessa bókmenntagrein sem hún
tekur bæði þátt í og hæðist að,
um karlmanninn sem er alltaf
heima hjá sér að hella upp á kaffi,
alltaf í einhverjum tilvistarkrís-
um, sleginn stanslausum ótta ?
en í Svíþjóð var til dæmis Nick
Hornby nefndur ítrekað, sá sem
skrifaði About a Boy og High
Fidelity og fleiri bækur sem ég
hef bara séð á hvíta tjaldinu. Og
það er ekkert vitlaus samanburð-
ur, þannig lagað, en mér hafði
ekki dottið hann í hug. Einn sagði
að bókin væri eins og kvikmynd-
in Notting Hill ef henni hefði
verið leikstýrt af frönskum ex-
istensíalista sem hefði stúderað
kvikmyndir í Tíbet frekar en
Hollywood. Mér fannst það
skemmtilegt.?
Þegar viðtalið var tekið var
Eiríkur nýsnúinn heim eftir reisu
þar sem hann var búinn að vera
að lesa upp víða um Evrópu.
?Ég er búinn að vera að lesa
upp aðallega á ljóðahátíðum. Ég

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28