Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.07.2008, Blaðsíða 20
20 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 8 Forsíðu grein SPROTAFYRIRTÆKI F yrir einungis ári síðan var Ísland eitt af undrum veraldar hvað varðar viðskipti og útrás. Erlendir fjölmiðlar fjölluðu um Ísland með tregablandinni aðdáun, þetta land sem hefur íbúafjölda sem samsvarar borg í Danmörku eða hverfi í London. Þeim fannst sagan skemmtileg þar til þeim varð ljóst að Íslendingar stefndu á heimsyfirráð ... eða dauða. Þetta er hins vegar merkileg saga sem enn hefur ekki verið sögð af neinu viti. Sagan verður ekki rakin hér heldur einungis bent á þætti sem styðja umræðu um sprotafyrirtæki Íslands. Stórtækir Ein er sú skýring sem nefnd hefur verið varðandi útrásarbylgjuna, semsé að Íslendingar séu áhættusæknir. Atvinnuvegasaga Íslands ber þó ekki þess merki að Ísland sé áhættusækin þjóð þar sem hún er klassísk saga auðlindastefnu. Það er í eðli sínu mjög áhættufælin aðferðafræði að byggja á auðlindum. Það er einnig áhugavert í þessu samhengi að Íslendingar vissu varla hvað útrás var fyrr en á þessari öld, ef frá er tal- inn útflutningur á sjávarafurðum. Útrásarsaga Íslendinga er dæmi um áhættusækni en á sér skýringar. Með einkavæðingu bankanna í lok tíunda áratugarins var aðgengi að fjármagni allt annað en áður og fjármálastofnanir með unga menn sem voru hungraðir og vildu aukna ávöxtun. Þetta var að mörgu leyti röð tilviljana sem varð til þess að bæði Baugur og Bakkavör gerðu uppkaup erlendis sem gengu upp. Í kjölfarið óx Íslendingum ásmegin enda gildir það á Íslandi að ef Jón nágranni getur, þá getum við líka. Íslendingar fóru að hugsa stórt. Áhættan var vanmetin en það var af sem áður var, að viðskipti snerust um krónur og aura, nú voru það bara milljarðar. Miðað við vinnu og framlag þá borgar sig að hugsa stórt. Þetta var ekki áhættusækni heldur ofsafengin bjartsýni eyjarskeggja. Áhættufjárfestingamarkaður var ekki til hér á landi fyrr en í lok tíunda áratugarins. Fyrirtækjaumgjörð hins opinbera var ekki góð, ríkisrekstur var stórtækur, skattar háir og regluveldið þungt og óskilvirkt. texti: dr. eyþór ívar jónsson • myndir: geir ólaFsson o.Fl SPROTALANDIÐ ÍSLAND Áhugaverðustu sprotaFyrirtæki Íslands Dr. Eyþór Ívar Jónsson er framkvæmdastjóri Klaks - Nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins og Sprotaþings Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.