Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 03.12.2014, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. DESEMBER 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Nicolas Sar-kozy, fyrr-verandi forseti Frakk- lands, náði um helgina að tryggja sér formannssæti franska UMP- flokksins með 65% atkvæða. Hann hefur nú þegar boðað að flokksstarfið verði með öðrum hætti, og er meðal annars talið líklegt að nafni flokksins, sem er arfleifð frá sameiningu eldri hægri-flokka, verði breytt, og ýmsum skipulagsbreytingum komið í gegn til þess að gera flokkinn meira aðlaðandi fyrir ungt fólk. Sarkozy stefnir leynt og ljóst að því að verða aftur for- seti Frakklands, en kosið verð- ur árið 2017. Hann myndi að öllu jöfnu teljast líklegastur þeirra sem koma til greina sem eftirmenn Francois Hollande, núverandi forseta, sem slegið hefur flestöll óvinsældamet, sem hægt var að slá, í valdatíð sinni. En þrátt fyrir góðan sig- ur um helgina verður sú leið líklega torsóttari fyrir Sar- kozy en ætla mætti í fyrstu. Til að byrja með vann hann nú formannssætið með nokkru minni mun en síðast þegar hann gaf kost á sér í embættið, en þá náði hann 85% stuðningi meðal flokksmanna sinna. Þá á Sarkozy eftir að mæta reyndum pólitískum refum í prófkjörsslagnum um hver verði frambjóðandi UMP- flokksins. Hefur nafn Alains Juppe, fyrrverandi forsætis- ráðherra Frakka, oftast verið nefnt í umræðunni, og mun Sarkozy þurfa að taka á honum stóra sínum til þess að hreppa hnossið, gefi Juppé kost á sér. Á hliðarlínunni bíður svo Marine Le Pen, formaður Þjóðfylkingar- innar, en síðustu kannanir gefa til kynna að hún eigi raunhæfa möguleika á því að vinna fyrri umferð forsetakosninganna, og slá þar með við föður sínum, sem sjálfur komst í aðra um- ferð árið 2002, en beið þar lægri hlut fyrir sitjandi for- seta. Sé eitthvað að marka kannanirnar gæti Le Pen yngri jafnvel komist til valda, að því gefnu að mótherji henn- ar í seinni umferðinni verði Hollande en ekki Sarkozy. Slíkum vangaveltum, sem byggjast á spám sem gerðar eru þegar enn er langt til kosninga, ber vitaskuld að taka með fyrirvara. Víst má telja að ýmislegt muni breyt- ast á þeim rúmlega tveimur ár- um sem til stefnu eru. Engu að síður er enn og aftur umhugs- unarvert fyrir stjórnmála- menn í Evrópusambandinu hve stuðningur við þá sem helst efast um ágæti sam- bandsins er mikill. Enn sem komið er hefur sambandið lítið sem ekki brugðist við þessu og þeir sem hafa ráðið ferðinni, hinir ókjörnu embættismenn, halda sínu striki. Haldi sam- bandið áfram eins og ekkert hafi í skorist gæti endað með því að forysta sambandsins gengi endanlega fram af al- menningi í aðildarríkjunum og jafnvel hörðustu ESB-sinnar gætu ekki lengur talað um efa- semdaflokkana sem jaðar- flokka. Franskir hægrimenn búa sig undir for- setakosningar og ýmsar blikur eru á lofti} Sarkozy snýr aftur Sænskir jafn-aðarmenn fengu næstléleg- ustu úrslit sögu sinnar í síðustu kosningum, en mynduðu þó minnihlutastjórn í kjölfarið. Borgaraflokkarnir eiga það sammerkt með jafn- aðarmönnum að lýsa Svíþjóð- ardemókrötum sem holds- veikum, í pólitískri merkingu orðsins. Þannig var lengi litið á svipaðan flokk í Noregi. Í Dan- mörku er látið eins og slíkur flokkur sé of sýktur til að fá lykla að ráðuneyti, en megi hafa áhrif gegn stuðningi við heilbrigða flokka. Norrænir kratar græddu einir á þessari holdsveikis- flokkun stjórnmálanna. Þeir máttu starfa með eða styðjast við sósíalista yst til vinstri, án upphrópana. Vitað var að sænska stjórnin var æði völt í sessi, því hún náði ekki að setjast á póli- tískan þrífót, held- ur sat tvífót, sem aðeins loftfimleikamenn eru færir um. Nú blasir við að minni- hlutastjórn Löfvens, forsætis- ráðherra Svía, kemur ekki fram fjárlagafrumvarpi. Borg- araflokkarnir þrír lögðu fram sitt eigið fjárlagafrumvarp og Svíþjóðardemókratar – þessir pólitískt holdsveiku – ætla að styðja það – með skilyrðum þó. Löfven krefst þess að borgara- flokkarnir þiggi ekki þann stuðning. Geri þeir það muni hann segja af sér. Ekki virðist það bólgin hótun. Snúnara er að spá um hver muni koma skást út úr kosningunum sem fylgja munu í kjölfarið. Það kemur ekki á óvart þótt völt ríkisstjórn riði} Tvífótur riðar til falls É g komst að því um daginn að ég væri ofsóttur. Málið er nefnilega það að ég er miðaldra hvítur karlmaður og þar að auki krist- inn (að nafninu til – er enn í Þjóð- kirkjunni, sem þýðir víst að ég er kristinn að mati kirkjunnar). Ofsóknirnar felast í kröfu um að ég taki tillit til náungans, hlusti á umkvart- anir hans og, meira að segja, reyni að bæta ráð mitt. Í okkar annars ágæta þjóðfélagi er ég nátt- úrlega ansi vel settur sem miðaldra hvítur karl- maður, enda þarf ég ekki annað en að líta í kringum mig til að sjá að þeir sem mestu ráða í samfélaginu eru einmitt miðaldra hvítir karl- menn – köllum það gildi hvítra miðaldra karl- manna, einskonar opinbert leynifélag. Þeir stjórna nánast öllum helstu fyrirtækjum lands- ins, eru ekki bara forstjórar og framkvæmdastjórar og stjórnarformenn, heldur eru þeir obbi stjórnarmanna yf- irleitt. Meirihluti alþingismanna er líka miðaldra hvítir karlar og eins meirihluti ráðherra í ríkisstjórn landsins, meirihluti presta, meirihluti prófasta og svo má lengi telja og bæta því við í leiðinni að sá þjóðfélagshópur sem best laun hefur og mest starfsöryggi er einmitt – hvítir miðaldra karlmenn. Mér hefur því alltaf þótt það hjákátlegt þegar miðaldra hvítir karlmenn taka að væla um ofsóknir og ekki síður þeg- ar ungir hvítir karlmenn taka undir, en þeim rennur sjálf- sagt blóðið til skyldunnar – verða brátt miðaldra sjálfir. Í ljósi yfirburðastöðu miðaldra hvítra karl- manna í íslensku þjóðfélagi, sem tölur sanna, má einna helst líkja því við það að snúa fað- irvorinu upp á andskotann þegar þeir kveinka sér undan gagnrýni á yfirburðastöðu þeirra. Sú gagnrýni er þó fyllilega réttmæt og kemur ekki bara frá konum, sem borið hafa skarðan hlut frá borði síðastliðin ríflega ellefuhundruð ár, heldur líka frá þeim fjölda aðfluttra Íslend- inga sem tekið hafa þátt í að byggja upp ís- lenskt samfélag og íslenskt velferðarkerfi á síðustu áratugum, hverrar trúar sem þeir ann- ars eru og hvernig sem þeir eru litir. Nú má vel vera, kæri lesandi, að þér finnist það alvarlegt vandamál að fjöldi fólks hefur flust hingað til lands á undanförnum árum og kannski finnst þér það líka vandamál að marg- ir af þeim játa ekki kristna trú (sumir eru meira að segja múslímar), eða að þeir eru ekki allir jafn fallega bleikir og ég (og kannski þú). Vel má líka vera að þér finnist konur vera of frekar til fjörsins, að kröfur þeirra um kynfrelsi, jafnrétti, sömu laun fyrir sömu vinnu og fleira smálegt sé „forréttindafemínismi“. Að mínu viti eru miðaldra hvítir karlmenn og þeirra valdafrekja þó miklu meira vandamál og ekki síst fyrir það hvernig þeir hafa komið sér fyrir í hlutverki fórnarlambsins. (Að þessu sögðu þá set ég ekki alla miðaldra hvíta karlmenn undir sama hatt, meðal þeirra eru vissulega fjölmargir mikils- háttar menn sem eru mörgum velviljaðir – eins og ég.) arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Gildi hvítra miðaldra karlmanna STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Guðni Einarsson gudni@mbl.is Ríkisstjórnin hefur sam-þykkt tillögu SigmundarDavíðs Gunnlaugssonar,forsætisráðherra, um að leggja fyrir Alþingi frumvarp til breytingar á lögum um Stjórnarráð Íslands. Meðal annars á að taka stefnu stjórnarráðsins í upplýsinga- og samskiptamálum til heildarendur- skoðunar og er stefnt að því að bæta upplýsingagjöf til fjölmiðla og al- mennings. Þá verður vægi og eftir- fylgni með siða- og verklagsreglum innan stjórnarráðsins aukið. Í fréttatilkynningu frá forsætis- ráðuneytinu kemur m.a. fram að meginmarkmið frumvarpsins sé „að auka sveigjanleika framkvæmdar- valdsins til að skipuleggja störf sín á sem faglegastan og hagkvæmastan hátt. Jafnframt miðar frumvarpið að því að gera úrbætur á þeim ágöllum sem fram hafa komið á lögunum frá því að ný heildarlög um Stjórnarráð Íslands tóku gildi í september 2011.“ Aukinn sveigjanleiki við skipu- lagningu ráðuneyta er eitt af helstu atriðum frumvarpsins. Lagt er til að heimildir til að skipuleggja ráðu- neyti verði rýmkaðar. Grunn- skipulag ráðuneyta verður óbreytt en ef ástæða þykir til verður heimilt að setja á fót sérstakar starfsein- ingar, svonefndar ráðuneytisstofn- anir, í ráðuneytum sem ekki munu teljast hluti aðalskrifstofu. Þannig verður mögulegt að sameina rekstur ráðuneyta og einstakra stjórnsýslu- stofnana og stjórnsýslunefnda sem heyra undir ráðuneyti og fá þær þá stöðu innan ráðuneytis sem sérstök starfseining eða ráðuneytisstofnun. Auka á hreyfanleika starfs- manna innan stjórnsýslu ríkisins. Gerð er tillaga um almenna heimild til að flytja starfsmenn, sem ráðnir eru ótímabundið til starfa hjá ráðu- neytum og stofnunum á milli þess- ara aðila. Liggja þarf fyrir samþykki viðkomandi ráðherra fyrir flutn- ingnum, forstöðumanns stofnunar og starfsmannsins sjálfs. Í núgild- andi lögum er heimilt að starfsmenn flytjist á milli ráðuneyta en nú á heimildin einnig að ná til flutnings milli ráðuneyta og stofnana. Heimild ráðherra til að ákveða aðsetur stofnana sem undir hann heyra verður endurvakin. Ráðherra hafði heimild til þess í eldri lögum um stjórnarráðið. Við endurskoðun laganna árið 2011 féll þessi heimild niður án skýringa og án þess að breytingin hefði verið rædd á Al- þingi. Talið er rétt og eðlilegt að end- urvekja þessa lagaheimild. „Að óbreyttu má ætla að sérstaka laga- heimild þyrfti í hverju tilviki ef stað- setja ætti stofnun í hús utan sveitar- félagamarka Reykjavíkur. Verður slíkt vart talið eðlilegt.“ Auknar valdheimildir Starfræksla ráðherranefnda um ríkisfjármál og efnahagsmál verður lögbundin. Tillagan um þetta er sett fram í ljósi þeirrar reynslu sem feng- ist hefur af starfrækslu ráðherra- nefnda frá gildistöku núgildandi laga. Hún er líka sett fram í sam- hengi við fram komið frumvarp til laga um opinber fjármál. Samkvæmt því „munu ábyrgð og valdheimildir ráðuneyta þegar kemur að fram- kvæmd fjárlaga aukast umtalsvert sem aftur kallar á aukna samhæf- ingu og samráð innan stjórnarráðs- ins,“ segir í tilkynningunni. Lög- festing ráðherranefnda um ríkisfjármál og efnahagsmál er einnig í samræmi við meg- inniðurstöður skýrslu Rann- sóknarnefndar Alþingis. Bætt úr ágöllum í stjórnarráðslögunum Morgunblaðið/Ómar Stjórnarráðið Gera á úrbætur á skipulagi og starfi stjórnarráðsins til að gera það sveigjanlegra. Einnig á að bæta upplýsingagjöf frá stjórnvöldum. Forsætisráðuneytið hefur kynnt fyrirhugaðar breytingar sem lagt er til að verði gerðar á stjórnarráðinu. Kynningunni fylgir frumvarp til laga þess efn- is. Lagasetningin á einkum að hafa þau áhrif að auka sveigjan- leika í starfi stjórnarráðsins, að því er segir í athugasemdum við frumvarpið. Með því að auka sveigjanleika við skipulag stjórnarráðsins og stofnana sem heyra undir ráðuneytin verður stjórnvöldum gert betur kleift að bregðast við sífellt flókn- ari úrlausnarefnum. Jafnframt á að auka vægi og eftir- fylgni með siða- og verklagsreglum innan stjórnarráðsins, m.a. í samráði við um- boðsmann Al- þingis og Ríkisendur- skoðun. Aukinn sveigjanleiki ÚRBÆTUR Á SKIPULAGI OG STARFI STJÓRNARRÁÐSINS Sigmundur Davíð Gunnlaugsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.