Vesturbæjarblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.04.2008, Blaðsíða 1
Ólafur F. Magnússon, borg- arstjóri, efnir til samráðsfunda með íbúum í öllum hverfum borgarinnar í tengslum við sam- ráðsverkefnið 1,2 og Reykjavík á laugardögum í apríl og fram í maí. Á fundinum gefst íbúum kost- ur á að kynna sér og taka þátt í umræðum um forgangsröðun framkominna hugmynda um fram- kvæmdir og viðhaldsverkefni í hverfinu. Að auki verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriða fyr- ir íbúa á öllum aldri. Sem dæmi má nefna að sýnd verður stutt- mynd eftir nemendur úr Árbæj- arskóla, unglingar í Breiðholti rappa og ungmenni úr Grafarvogi flytja tónlistaratriði og sýna dans. Ábendingavefur 1,2 og Reykja- vík á heimasíðu Reykjavíkurborg- ar www.reykjavik.is hefur fallið í afar jákvæðan jarðveg meðal Reykvíkinga og annarra lands- manna. Alls höfðu 1.009 gagnleg- ar ábendingar borist um miðjan dag þann 9. apríl sl. Ábendingarn- ar koma frá fólki á öllum aldri og snerta m.a. viðhald gatna, hreins- un, bekki, lýsingu, leiksvæði og göngustíga. 1,2 og Reykjavík er mest sótti undirvefur www. reykjavik.is um þessar mundir. Innlit á vefinn voru orðin 9.607 og flettingar samtals 31. 934 þann 9. apríl. Mestur fjöldi innlita á einum degi var 936 daginn eftir að vefurinn var opnaður þann 29. febrúar sl. Mestur fjöldi flett- inga á einum degi var 2.144 þann sama dag. Alls hafa 5.578 atkvæði verið greidd með eða á móti ábendingum á vefnum. Sextíu borgarstarfsmenn bera ábyrgð á að svara ábendingum og vinna að verkefnum víðs vegar um borgina í framhaldi af ábendingum íbúa á ábendingavefnum. Ábendingar um nýframkvæmd- ir og stærri viðhaldsverkefni þarf að færa inn á ábendingavefinn viku fyrir samráðsfund borgar- stjóra. Fundur verður fyrir Vest- urbæinga í í Félags- og þjónustu- miðstöð Vesturbæjar, Aflagranda 40, kl. 14.00 og fyrir íbúa miðborg- arinnar í Sal Menntasviðs við Fríkirkjuveg 1 laugardaginn 3. maí kl. 14.00. 4. tbl. 11. árg. APRÍL 2008Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107 - bls. 12 Bernskuminningar Guðmundar Inga Borgarstjóri efnir til samráðsfundar með Vestur- bæingum næsta laugardag Hópurinn úr Selinu sem tíndi rusl á “róló” við Neshaga nýverið. Sjá nánar á bls. 6. Skólavörðustíg 11 Sími: 550 1200 borgarblod.is 1 M er ki o g le tu r Merki og letur Grafískt tákn LETUR LITIR Avenir LT Std 35 Light Pantone Black 6 CMYK 50-0-0-100 Merki án slagorðs Merki með slagorði Merki án slagorðs Merki með slagorði ABCDÐEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ abcdðefghijklmnopqrstuvxyzþæö 123456789!@#$%&/()=*„“?,;:” ABCDÐEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ abcdðefghijklmnopqrstuvxyzþæö 123456789!@#$%&/()=*„“?,;:” Avenir LT Std 85 Heavy Grafískt tákn - fundur með íbúum miðborgar 3. maí 551-0224Stafr æ na p re nt sm ið ja n þvottadagar 17. - 23. apríl 25%afsláttur

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.