Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vesturbęjarblašiš

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vesturbęjarblašiš

						7. tbl. 10. árg.
JÚLÍ 2007Dreift frítt í öll hús í Vesturbæ og Mi?borg
Við Ánanaust munu
rísa um 700 íbúðir
Tvö svæði við Ánanaust eru 
þyrnir í augum margra þar sem 
þau virðast frekar vera geymslu-
svæði fyrir rusl en ákjósanlegt 
byggingasvæði. Þetta eru svæð-
in sem í fyrsta lagi afmarkast af 
Mýrargötu - Ánanausti - Vestur-
götu og Seljavegi og hins vegar 
af Vesturgötu - Ánanausti - Holts-
götu og Seljavegi. Margir velta 
vöngum yfir hvort þarna verði 
deiliskipulagt á næstunni.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, for-
seti borgarstjórnar og formaður 
skipulagsráðs borgarinnar, segir 
að eins og íbúar í Vesturbæ þekki 
séu í undirbúningi talsverðar 
breytingar á svæðinu í kringum 
höfnina og gamla slippasvæðið. 
Þannig var á síðasta kjörtímabili 
ráðist í að vinna rammaskipulag 
að svokölluðu Mýrargötu- og 
Slippasvæði sem gerir ráð fyrir 
því að stórtæk atvinnustarfsemi á 
því svæði geti vikið fyrir umfangs-
minni atvinnu- og hafnarstarfsemi 
og fjölbreyttri íbúðabyggð. Þetta 
verði mjög skemmtilegt svæði í 
einstökum tengslum við hafið, 
vesturbæinn og miðborgina. Í 
vor hafi tekist að að gera þessa 
uppbyggingu enn meira aðlað-
andi þegar borgin hafði forgöngu 
um það að Allianz-húsið fengi að 
standa áfram og hluti Daníelslipps 
stæði áfram sem kjarni í opnu 
safnasvæði við hafið.
?Samhliða þessum áformum var 
í síðustu viku samþykkt í skipu-
lagsráði og borgarráði nýtt skipu-
lag á svokölluðum Nýlendureit, 
þar sem áhersla er lögð á upp-
byggingu í anda þessa einstaka 
hluta vesturbæjarins m.a. með 
því að gera ráð fyrir lóðum fyrir 
flutningshús. Markvert er einnig 
í því deiliskipulagi að kirkjubygg-
ing mun rísa á svæðinu, auk þess 
sem mikil áhersla er lögð á að 
fjölga og viðhalda grænum reit-
um í umhverfinu. Í framhaldi af 
athugasemdum íbúa var þetta 
skipulag samþykkt með fyrirvara 
um fjölgun bílastæða. 
Þegar endanleg uppbygging alls 
þessa svæðis liggur fyrir, þ.e alls 
innan svæðisins sem hefur verið 
skilgreint sem Mýrargata Slippa-
svæði má ætla að þarna muni 
byggjast allt að 700 íbúðir, en 
þessi fjöldi er háður því skilyrði 
að hluti þeirra verði litlar hjúkr-
unaríbúðir innan Héðinsreits,? 
segir Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Nánara viðtal við Hönnu Birnu 
er á bls. 4
Við ísbúðina við Hagamel sátu þær Þorbjörg Edda, 4 ára, og Silja Pálmadóttir í blíðunni og gæddu sér á ís. 
Þorbjörg Edda er á leikskólanum Hagaborg þar sem Silja starfar í sumar, en fer í háskólann í haust.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16