Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 1

Vesturbæjarblaðið - 01.09.2008, Blaðsíða 1
Íþrótta- og tómstundaráð hef- ur samþykkt tillögu Kjartans Magnússonar borgarfulltrúa um að kannaðir verði möguleikar á því að setja gervigras á Stýró, malbikaðan sparkvöll við Öldu- götu. Með því væri bætt úr brýn- ni þörf barna og unglinga fyrir sparkvöll með mjúku yfirborði í Gamla Vesturbænum. Kjartan hefur um árabil barist fyrir bættri aðstöðu fyrir íþróttir og hreyfingu barna og ungmenna í Vesturbænum. Hefur hann m.a. bent á að aðstæður barna og ungmenna til íþróttaiðkunar séu slæmar í Gamla Vesturbæn- um og að hann sé nú eina hverfi borgarinnar þar sem ekki finnst sparkvöllur með mjúku yfirlagi, þ.e. grasi eða gervigrasi. Á síðasta kjörtímabili flutti Kjartan tillögur á vettvangi borgarkerfisins um lagningu sparkvallar í hverfinu en þær hlutu ekki náð fyrir augum þáverandi meirihluta. Tveir sparkvellir eru í gamla Vesturbænum en þeir eru báðir malbikaðir og fremur litlir. Nú er unnið að hönnun viðbyggingar og lóðar Vesturbæjarskóla og er ætlunin að þar komi battavöllur (upplýstur, upphitaður og afgirt- ur sparkvöllur með gervigrasi) þegar gengið verður frá lóðinni við lok framkvæmda. Nú vill Kjartan kanna möguleika á því hvort einnig sé unnt að bæta hinn sparkvöllinn í Gamla Vesturbæn- um, þ.e. völlinn við hlið Gamla Stýrimannaskólans við Öldugötu. Á fundi íþrótta- og tómstunda- ráðs Reykjavíkur 26. ágúst var samþykkt, að tillögu Kjartans, að kanna möguleika á því að setja gervigras á umræddan sparkvöll. Hverfisráð Vesturbæjar fagnaði á síðasta fundi sínum tillögu Kjart- ans. ,,Slík aðgerð myndi bæta úr brýnni þörf fyrir sparkvöll með mjúku undirlagi í Gamla Vestur- bænum. Enginn slíkur völlur er til staðar í hverfinu í dag,” segir í bókun ráðsins. Vill hækka hitastig í barnalauginni Íþrótta- og tómstundaráð hefur samþykkt tillögu Kjartans Magnús- sonar borgarfulltrúa um að ráðist verði í aðgerðir til að hækka hita- stig í barnalaug Vesturbæjarlaugar. Margir Vesturbæingar hafa um árabil kvartað yfir of lágu hitastigi í barnahluta Vesturbæjarlaugar. Vegna uppbyggingar laugarinnar er lítill hitamunur á milli djúpu laugarinnar, sem notuð er til áreynslu og sundiðkunar, og grun- nu laugarinnar þar sem ungviðið buslar og leikur sér. Afleiðingin er sú að mörgum finnst grunna laug- in vera of köld stóran hluta ársins og hún nýtist því ekki eins vel og hún gæti gert ungum og öldnum til leikja og ánægju. Hefur fjölskyldu- fólk í Vesturbænum í einhverjum mæli sótt í aðrar laugar borgarinn- ar eða út á Seltjarnarnes þar sem eru ylvolgar busllaugar. framh. bls. 2. 9. tbl. 11. árg. SEPTEMBER 2008Dreift frítt í öll hús í póstnúmer 101 og 107 - bls. 14-15 Bernskuminningar Ólafs Hauks Símonarsonar Vilja sparkvöll við Öldugötu Nýlenda, nú á Árbæjarsafni, stóð við Nýlendugötu 31. Á þessum slóðum, vestast í Reykjavík, var þá þyrp- ing tómthúsmannabýla, mest torfbæir, en smám saman tóku timburhús við af þeim. Þeir sem þar bjuggu stunduðu sjóróðra á opnum árabátum og unnu þess á milli við það sem til féll í landi, m.a. fiskverkun. All- margar fjölskyldur, ekki síst konur, tóku fisk af útgerðarmönnum og verkuðu hann heima við. Nýlenda er steinbær, þ.e. langveggir hússins eru hlaðnir úr tilhöggnu grjóti en að öðru leyti er húsið úr timbri. Fyrstu íbúar hússins voru Gísli Jónsson tómthúsmaður, kona hans Katrín Magnúsdóttir og Kristjana dóttir þeirra. Á vertíðum stundaði Gísli útræði á árabátum. borgarblod.is 1 M er ki o g le tu r Merki og letur Grafískt tákn LETUR LITIR Avenir LT Std 35 Light Pantone Black 6 CMYK 50-0-0-100 Merki án slagorðs Merki með slagorði Merki án slagorðs Merki með slagorði ABCDÐEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ abcdðefghijklmnopqrstuvxyzþæö 123456789!@#$%&/()=*„“?,;:” ABCDÐEFGHIJKLMNOPQRSTUVXYZÞÆÖ abcdðefghijklmnopqrstuvxyzþæö 123456789!@#$%&/()=*„“?,;:” Avenir LT Std 85 Heavy Grafískt tákn ����������������������������������������� St af ræ na p re nt sm ið ja n 49 04 verð pr. kg. A fs lá tt ur m eð an b irg ði r e nd as t Læri 1298 - Hryggir 1498 Lifur 198 - Hjörtu 249 - Nýru 99 Lambakjöt -nú um helgina 26/9 - 28/9af nýslátruðuúr kjötborði

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.