Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Fréttatķminn

PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Fréttatķminn

						30 viðtal Helgin 26.-28. júní 2015
Að komast yfir ofbeldi tekur langan tíma
María Gísladóttir er ein þeirra fjölmörgu einstaklinga sem hefur leitað sér hjálpar í Hlutverkasetri, starfsendurhæfingu þar sem fólk er aðstoðað við að komast aftur 
úr í samfélagið eftir áföll eða veikindi. María syrgir þau mörgu ár sem það hefur tekið hana að komast yfir ofbeldið sem hún varð fyrir en þakkar fyrir þá dýrmætu 
vini sem hún hefur eignast í Hlutverkasetri. Hún er meðal þeirra sem í dag opna sýningu á andlitsmyndum í Gerðubergi og fagna um leið tíu ára afmæli setursins.
É g varð fyrir mjög slæmu kyn-ferðisofbeldi og hef verið að vinna mig úr þeirri reynslu í 
mörg ár,? segir María Gísladóttir, 
ein þeirra f jöldamörgu einstak-
linga sem mætir reglulega í iðju-
þjálfun hjá Hlutverkasetri. Hlut-
verkasetur er starfsendurhæfing 
þar sem lagt er upp með að styrkja 
og efla fólk til að komast aftur út 
á vinnumarkaðinn, fara í nám 
eða auka lífsgæði. Ein leiðin er 
að ýta undir listræna hæfileika 
með markvissri hvatningu og í 
dag mun listasmiðjan opna sýn-
ingu á andlitsmyndum í Gerðu-
bergi. ?Ég upplifði mig alltaf svo 
kaótíska gagnvart listinni áður,? 
segir María sem er lærður mynd-
listarmaður. ?Ég var til dæmis að 
berjast við að vera ekki að teikna 
og gera frekar eitthvað annað. Ég 
var alltaf að ýta sjálfri mér í burtu, 
en það tengist auðvitað ofbeldinu 
sem ég varð fyrir, maður ýtir sjálf-
um sér í burtu frá því sem maður á 
að vera að gera.?
Tilfinningarnar allar í hnút
María segir það besta við Hlut-
verkasetur vera að hver og einn 
geti þar fundið sína leið, á sínum for-
sendum og á sínum hraða. ?Að kom-
ast yfir ofbeldi og að ná bata getur 
tekið svakalega langan tíma. Þegar 
ég leitaði mér hjálpar í fyrsta sinn 
var ég ein rúst. Ég fór í iðjuþjálfun 
á Landspítalanum og var þar í ein-
hvern tíma, fór svo aftur út á vinnu-
markaðinn en datt svo aftur niður í 
alvarlegt þunglyndi. Ég lifði ennþá 
í þöggun og brotnaði þar af leiðandi 
alltaf aftur niður. Í eitt af þessum 
skiptum sem ofbeldið helltist yfir 
mig fór ég niður á Hlutverkasetur 
að leita mér hjálpar. Þar mætti ég 
frábærum leiðbeinendum en það 
besta við þessa starfsemi er að hér 
hjálpast allir að. Við styðjum hvort 
annað og hér hef ég eignast vini. 
Þrátt fyrir ólíkan bakgrunn erum 
við öll að upplifa svipaðar tilfinn-
ingar. Áföll eru margslungin og til-
finningarnar geta komið aftan að 
manni löngu eftir erfiða reynslu. 
Hér áður fyrr voru tilfinningarnar 
allar í hnút því ég lokaði mig af og 
leyfði þeim ekki að koma fram. Það 
er fyrst núna, mörgum árum eftir 
ofbeldið sem ég þurfti að þola, sem 
ég leyfi mér að hlusta á mínar eigin 
tilfinningar.? 
Skömmin og þöggunin
María segir mikilvægt að breyta 
viðhorfum þjóðfélagsins til þolenda 
ofbeldis. ?Þegar ég steig fram með 
það ofbeldi sem ég varð fyrir þá var 
skömmin mikil og hún fór ekki 
neitt vegna viðhorfsins í þjóðfélag-
inu. Og það er bara ekki hægt að 
takast á við það ofan á allt annað. 
Þetta er aðeins að breytast, það 
er verið að opna á þessa þöggun 
og skömmin því hægt og rólega 
að fara þangað sem hún á heima. 
Múrarnir eru að hrynja sem betur 
fer, en það gerist hægt. Ég fylgist 
með umræðunni og það er ennþá 
lit ið á það hvernig manneskja 
kona sem hefur verið nauðgað er. 
Það finnst mér mjög gallað. Ekki 
er horft á það hvernig manneskja 
þú er ef það er brotist inn á heimili 
þitt.? 
María segir eina afleiðingu kyn-
ferðisofbeldis vera þá að geta ekki 
beðið um hjálp, því skömmin sé of 
mikil. 
?Ég er að læra að þiggja hjálp 
og fæ mikla hjálp í dag, bæði frá 
Hlutverkasetri og líka frá  félags-
þjónustunni í Breiðholti. Það er að 
bjarga mér. Núna er ég til dæmis 
að standa í málum varðandi Trygg-
ingastofnun en það hefur tekið 
mig langan tíma að byrja á því ég 
á mjög erfitt með að ganga í svo-
leiðis mál. Þegar maður er svona 
veikur þá á maður mjög erfitt með 
að bara vakna og drífa í hlutunum. 
Það er svo dýrmætt þegar maður 
er búin að lifa lengi í skömm, hvort 
sem það er vegna geðræns vanda, 
ofbeldis eða hvað það nú er, að 
geta talað við fólk sem hefur upp-
lifað það sama. Smátt og smátt 
lærir maður að biðja um hjálp.?
Syrgir horfinn tíma
?Fólk sem verður fyrir kynferðis-
legu ofbeldi líkt og öðrum áföllum 
þarf að taka út sorgina og það fer 
gríðarlegur tími í það. Tími sem 
ég hefði viljað nota í annað. Félags-
þjónustan hefur batnað til muna 
en þegar ég þurfti mest á henni að 
halda fyrir rúmlega tíu árum þá stóð 
hún sig ekki,? segir María sem bjó 
á þeim tíma í þorpi úti á landi með 
börnum sínum tveimur. ?Börnin 
mín þurftu að upplifa mig veika 
vegna ofbeldisins sem ég hafði upp-
lifað og það hjálpaði okkur enginn. 
Kerfið brást mér og börnunum mín-
um gjörsamlega. Bæði félagsþjón-
ustan og skóli barnanna minna,? 
segir María sem vill ekki benda 
á neina sérstaka aðila. ?Félags-
þjónustan er enn þann dag í dag 
magnlaus þegar kemur að svona 
málum. Þegar einhver deyr þá er 
það viðurkennt sem áfall sem við-
komandi þarf að vinna sig út úr og 
það er umvafið af öllum hlekkjum 
samfélagsins, sem er frábært. En 
þegar kemur að svona áfalli þá er 
eins og allir séu lens, enn þann dag 
í dag. En þar kemur Hlutverkasetur 
svo sterkt inn. Þar má maður vera 
maður sjálfur og það myndast eng-
in elíta þar. Það eru allir jafnir. Ég 
veit ekki hvað ég gerði án þess. Ég 
hef eignast svo góðar vinkonur og 
við vorum síðast í gær þrjár saman 
í strætó að spjalla saman um okkar 
reynslu. Bara í strætó. Það er rosa-
lega dýrmætt.? 
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
María Gísladóttir mynd-
listarmaður segir kerfið 
hafa brugðist sér og börn-
unum sínum þegar hún 
sökk niður í veikindi eftir 
að hafa upplifað alvarlegt 
ofbeldi. Myndir/Hari
Sjálfsmynd Maríu Gísladóttur. ?Það sem er svo frábært við klippimyndirnar er að þær segja svo mikla sögu,? segir María sem 
sýnir líkt og aðrir á sýningunni andlitsmyndir. ?Þær hafa haft ótrúleg áhrif á mig og mína sjálfsvinnu því klippimyndin er ofboðs-
lega góð aðferð til að koma tilfinningum út sem maður veit stundum ekki að eru til staðar.? Myndlistarsýningin Sönn ásjóna 
opnar í Gerðubergi í dag, föstudaginn 26. júní, klukkan 16. 
Það er ennþá 
litið á það 
hvernig mann-
eskja kona sem 
hefur verið 
nauðgað er.....
Ekki er horft 
á það hvernig 
manneskja þú 
ert ef  það er 
brotist inn á 
heimili þitt.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64