Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M Á N U D A G U R 9. F E B R Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913  33. tölublað  103. árgangur 
HVERSDAGS-
UPPSKRIFT-
IR PABBA KÍKT UNDIR SKIKKJUNA
SKÖPUNARGLEÐI
SEM SMITAR
ÁHORFANDANN 
TÍU ÁRA AFMÆLI TÍMARITS LÖGRÉTTU 9 HEKLA DÖGG 34HEIMILISMATUR 10 
Óttast er að mikið tjón hafi orðið á Ísafirði í gær
þegar vatn flæddi inn í fjölda húsa. Björgunar-
menn, slökkviliðsmenn og bæjarstarfsmenn stóðu
í ströngu fram á nótt við að reyna að veita vatni
frá húsum og öðrum mannvirkjum og dæla úr
kjöllurum. Guðni G. Borgarsson, starfsmaður
áhaldahúss Ísafjarðarbæjar, var einn þeirra. Auk
Ísafjarðar voru vandræði vegna vatnselgs á Suð-
ureyri og Drangsnesi. Þá settu flóð og aur-
skriður samgöngur úr skorðum. Þannig lokaðist
Djúpvegur rétt sunnan við Hólmavík og norður-
hluti Vestfjarða var þar með án vegasambands.
Aurskriður lokuðu þjóðveginum um suðurhluta
Vestfjarða. »6
Morgunblaðið/Sigurjón J. Sigurðsson
Mikið tjón í vatnsveðri
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Séra Jakob Rolland, kanslari Reykjavíkur-
biskupsdæmis Kaþólsku kirkjunnar, telur
að fjöldi kaþólikka hérlendis sé á bilinu 18
til 20 þúsund. Samkvæmt tölum Hagstofu
Íslands tilheyrðu
11.454 þeirra Kaþ-
ólsku kirkjunni 1.
janúar í fyrra en
fjöldinn var í kring-
um 12.000 hinn 1.
janúar síðastliðinn,
segir séra Jakob.
Það er mikið
hagsmunamál trú-
félaga og lífsskoð-
unarfélaga að þeir
sem fylgi þeim að
málum séu skráðir
í þau í þjóðskrá en sóknargjald á mann var
9.000 kr. í fyrra og verður 9.888 kr. á þessu
ári. Ef þeir 6 til 8 þúsund kaþólikkar sem nú
eru ekki skráðir væru allir skráðir í Kaþ-
ólsku kirkjuna í þjóðskrá myndu sóknar-
gjöldin hækka um 60 til 80 milljónir á ári.
Þúsundir nýbúa ranglega skráðar
Séra Jakob telur að þúsundir innflytj-
enda séu ekki rétt skráðar í trúfélög í þjóð-
skrá. Um 22.000 einstaklingar eru skráðir í
flokkinn ?önnur trúfélög og ótilgreint?.
Hann bendir á að það sé ekki það sama og
að vera ?utan trúfélaga?. Í síðarnefnda
hópnum er fólk sem hefur tilkynnt að það sé
utan trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga.
Séra Jakob telur að í þessum hópi sé
fjöldi Pólverja sem margir eru kaþólikkar.
Hann kveðst hafa heyrt frá pólska sendi-
ráðinu að Pólverjum hafi fjölgað hér tölu-
vert á síðustu mánuðum með batnandi efna-
hagsástandi og atvinnu. Séra Jakob segir
þau sem koma til landsins, t.d. frá Póllandi,
ekki geta fyllt út eyðublaðið um skráningu í
trúfélag sökum tungumálaörðugleika. »6 
Munar
tugum
milljóna
 Færri skráðir kaþ-
ólikkar en eru í raun
Mikið hags-
munamál
» Talið að 6 til 8
þúsund kaþ-
ólikkar séu
ranglega skráð-
ir.
» Munar 60-80
milljónum króna
á hverju ári.
 Mikil fækkun hefur orðið á um-
ferðarslysum á Kjalarnesi á síðustu
árum. Ekkert slys varð þar í fyrra.
Þetta er meðal þess sem fram kem-
ur í umfjöllun um borgarhlutann í
greinaflokknum Heimsókn á höf-
uðborgarsvæðið í blaðinu í dag.
Fram kemur að Kjalarnes er eina
landbúnaðar- og dreifbýlissvæðið
innan marka Reykjavíkurborgar.
Sagt er frá fjölgun íbúa á Kjalar-
nesi, fjallað um golfvöllinn í Braut-
arholti og rekstur kjúklinga- og
svínabúa á staðnum. »16-17
Fækkun umferðar-
slysa á Kjalarnesi
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Grundarhverfi Búist er við fjölgun íbúa. 
 Jón Gunn-
arsson, formaður
atvinnuvega-
nefndar Alþing-
is, veltir því fyrir
sér hvort ástæða
sé til að ráðast í
heildarendur-
skoðun fiskveið-
stjórnarkerfisins
þegar ekkert út-
lit er fyrir að sátt
náist við stjórnarandstöðuna, ekki
einu sinni um ákvæði sem séu í takti
við það sem fyrri ríkisstjórn lagði
til. ?Er það þess virði að fara í
slagsmál úr af slíku þegar við höf-
um aflamarkskerfi sem almennt er
viðurkennt að hefur reynst okkur
vel,? segir Jón. »4
Ástæða til að breyta
góðu kerfi í ósætti?
Ýsa Afla landað 
á fiskmarkað.
?Fyrirtæki í sjávarútvegi greiddu
um 25,7 milljarða á árinu 2013 til
ríkisins í veiðigjöld, trygginga-
gjöld, kolefnisgjöld og tekjuskatt,?
segir í umsögn Samtaka fyrir-
tækja í sjávarútvegi og SA við
frumvarp um gjaldskrár Fiski-
stofu. 
Samtökin mótmæla harðlega
þeirri stefnu ríkisstjórnarinnar að
heimila stofnunum gjaldtöku í sí-
auknum mæli. Talin eru upp ýmis
dæmi um nýja gjaldtöku á umliðn-
um misserum, auk þess sem sam-
tökin mótmæla stóraukinni álagn-
ingu á sjávarútveginn, sem þau
segja að felist í frumvarpinu. »20
25,7 milljarðar í
skatta og gjöld 2013
Aníta Hinriksdóttir bætti í gær eigið
Íslandsmet í 800 metra hlaupi innan-
húss á Meistaramóti Íslands í frjáls-
um íþróttum innanhúss í Kapla-
krika. Hljóp hún á tímanum 2:01,77
mínútum. Bætti hún um leið eigið
Evrópumet nítján ára og yngri. Gera
má ráð fyrir að þetta sé mesta afrek
mótsins út frá alþjóðlegum stöðlum. 
?Ég hafði á tilfinningunni að metið
gæti fallið bráðlega og ég er virki-
lega kát með að það skuli hafa
heppnast í dag,? sagði Aníta um ár-
angurinn. Bætti hún svo um betur og
sigraði einnig í 400 metra hlaupi á
mótinu. Aníta setti eldra metið sitt á
Reykjavíkurleikunum fyrir ári þeg-
ar hún hljóp á tímanum 2:01,81 mín-
útu. Íslandsmet hennar í greininni
utanhúss er tíminn 2:00,49 mínútur. 
Aníta verður á meðal keppenda á
Evrópumeistaramótinu innanhúss í
Prag í mars næstkomandi, sem verð-
ur hennar stærsta mót á innan-
hússtímabilinu. ?Ég vonast eftir að
vera í toppbaráttunni. Ég ætla að
berjast eins og ég get til að vera með
í keppninni fyrir alvöru.? » Íþróttir
?Hafði á tilfinningunni
að metið gæti fallið?
Morgunblaðið/Eggert
Evrópumethafi Aníta Hinriksdóttir bætti tvö met á MÍ í gær.
 Minjastofnun og Borgarsögusafn
vilja að steinbryggjan við Reykja-
víkurhöfn, sem gerð var árið 1884
úr tilhöggnum steini en hvarf undir
uppfyllingu 1940, verði vernduð.
Hún er sögð vera tilkomumikið
mannvirki, að mestu heil og hafi
menningarsögulegt gildi en hún er
við jaðar uppbyggingarsvæðisins
við Austurhöfn. »14 
Steinbryggjan heil
og verði vernduð

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40