Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Þau tímamót eru að verða í rekstri
Íbúðalánasjóðs (ÍLS) að ríkið mun
að óbreyttu ekki þurfa að leggja
honum til verulegar fjárhæðir á
næstunni vegna vanskila. Þau eru
þannig á hraðri niðurleið og eiga
hagfelld ytri skilyrði þátt í því. 
Sigurður Erlingsson, forstjóri
ÍLS, segir efnahagsbatann skila sér
í rekstri sjóðsins. Ekki sé útlit fyrir
að vanskil muni kalla á frekari fram-
lög frá ríkinu ? eiganda sjóðsins ? á
næstunni. Afskriftir hafa reynst
ÍLS dýrar og er stór kostnaðarliður
ríkisins vegna hrunsins senn að
baki.
?Eignasafn okkar lýsir efnahags-
ástandinu og hvernig það birtist í
fjármálum heimilanna. Útlánahætt-
an er orðin minni. Það er búið að
hreinsa upp tjónið af völdum útlána.
Þá situr eftir hin stóra áhættan,
uppgreiðsluáhættan,? segir Sigurð-
ur og vísar til glataðra vaxtatekna í
framtíðinni af lánum sem greidd eru
upp. Frestur á uppboðum á 450
eignum er að renna út og segir Sig-
urður hluta þessara eigna hjá ÍLS.
Svanborg Sigmarsdóttir, upplýs-
ingafulltrúi Umboðsmanns skuld-
ara, segir það hlutskipti tekjulágra
og fólks sem er að missa húsnæði
sitt að fara á leigumarkað. Eftir-
spurn eftir félagslegu húsnæði er
langt umfram framboð á höfuð-
borgarsvæðinu. 
Lánatapið að stöðvast
 Forstjóri Íbúðalánasjóðs telur skeið mikilla afskrifta að baki  Vanskil minnka
Uppboðsfrestur á 450 íbúðum að renna út  Sala þeirra minnkar vanskil ÍLS
MVanskilavandi ÍLS »6
Tugmilljarða lækkun
» Heildarfjárhæð lána í van-
skilum hjá sjóðnum lækkaði
um 5,7 milljarða í janúar og var
rúmir 38 ma. í mánaðarlok. 
» Það er 53 milljarða króna
lækkun frá júlí 2012.
» Áætlað tap ÍLS á árunum
2009-2015 er 59,2 milljarðar.
Þ R I Ð J U D A G U R 1 0. F E B R Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913  34. tölublað  103. árgangur 
FÉKK RALL-
ÁHUGANN Í
VÖGGUGJÖF
LJÓTI ANDAR-
UNGINN 
ORÐINN STÓR
ENGINN OFUR-
PABBI SEM
BJARGAR ÖLLU 
BÍLAR EIÐURINN 31GUNNAR KARL 10 
Fyrstu vikur ársins hefur verið líflegt í miðborginni og fjölmargir útlend-
ingar sett svip á borgarlífið. Oft hefur blásið í umhleypingum vetrarins, en
á milli hafa tónarnir verið þýðari eins og hjá þessum trompetleikara sem
var myndaður þar sem hann kom niður Skólavörðustíginn.
Iðandi mannlíf í miðborginni
Morgunblaðið/Golli
 Ísland er með
hærri viðmið-
unarmörk en hin
norrænu löndin
sem hefur þau
áhrif að 98% fyr-
irtækja á Íslandi
eru lögum sam-
kvæmt undan-
þegin lögboðinni
endurskoðun.
Fyrirtæki þurfa
að uppfylla tvö af þremur við-
miðum. Ríkisskattstjóri segir það
þó ekki vísbendingu um að þessi
fjöldi fyrirtækja sé án eftirlits. Í at-
vinnu- og nýsköpunarráðuneytinu
er unnið að endurskoðun á lögum
um ársreikninga með tilliti til til-
skipunar ESB þar sem markmiðið
er að einfalda regluverkið. »16
Undanþegin endur-
skoðunarskyldu
Nær öll íslensk fyr-
irtæki undanþegin.
 Aðgerðum gegn Íslendingum
vegna hvalveiða þeirra er lýst í
minnisblaði til Baracks Obama, for-
seta Bandaríkjanna, dagsettu 23.
janúar síðastliðinn, frá þremur
bandarískum ráðherrum. 
Þar kemur m.a. fram að banda-
rískir ráðherrar sniðgangi viðburði
á Íslandi, Íslendingum hafi ekki
verið boðið á alþjóðlega hafráð-
stefnu og að bandarískir embættis-
menn hafi við ýmis tilefni komið af-
stöðu sinni á framfæri við íslenska
ráðamenn. Einnig segir að ICE
Whale samtökin hafi fengið styrk
til að vinna gegn hvalveiðum og að
níu manna hópi hafi verið boðið í
fræðsluferð til Washington. »4
Fékk skýrslu um að-
gerðir gegn Íslandi 
AFP
Skýrsluhöfundarnir John Kerry og Sally
Jewell ásamt Barack Obama forseta. 
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Landsbankinn tekur 1.200 króna af-
greiðslugjald vegna heimsókna í
bankahólf eftir klukkan 11 á morgn-
ana en ekkert gjald er rukkað frá kl.
9 til 11. Með þessu beinir bankinn
heimsóknum á tíma þegar starfs-
fólkið á hægara með að sinna þeim.
Landsbankinn hóf í lok síðasta árs
að skilgreina sérstakan afgreiðslu-
tíma að geymsluhólfum. Hann er
milli klukkan 9 og 11 á morgnana.
Vilji viðskiptavinur komast í
geymsluhólfið sitt eftir klukkan 11
þarf hann að greiða sérstakt af-
greiðslugjald sem nú er 1.200 kr. 
Arion banki innheimtir 300 kr.
gjald fyrir notkun bankahólfa á
sama tíma en ekki er gert ráð fyrir
slíku gjaldi hjá Íslandsbanka.
Samkvæmt upplýsingum Krist-
jáns Kristjánssonar, upplýsingafull-
trúa Landsbankans, eru hólf nú á
færri stöðum en áður og heimsókn-
um í þau hefur fjölgað. Hver heim-
sókn krefjist viðveru starfsmanns og
gjaldið sé áætlað út frá þeim tíma
sem meðalheimsókn taki.
Kristján segir að á morgnana sé
oftast minna að gera í útibúum en
síðar um daginn og því auðveldara
að sinna heimsóknum í hólfin. Með
gjaldinu sé verið að reyna að beina
heimsóknum í hólfin á morgnana,
þegar hægara er að sinna þeim.
Greiða árgjald fyrir leigu
Viðskiptavinir bankanna hafa um-
rædd bankahólf á leigu og greiða ár-
gjald fyrir. Hingað til hefur ekki
tíðkast að taka sérstök afgreiðslu-
gjöld. Árgjald fyrir minnsta hólfið
hjá Landsbankanum er 3.750 krón-
ur, 3.900 kr. hjá Íslandsbanka og
7.350 krónur hjá Arion banka. Þeir
viðskiptavinir sem eru í vildarþjón-
ustu Arion banka greiða 4.200 kr.
1.200 krónur fyrir að fara í bankahólf
Landsbankinn Gjald fyrir að nota
bankahólf er innheimt eftir kl. 11.
 Landsbankinn beinir heimsóknum í
hólfin á morgnana þegar ekki er rukkað
 Hverfisskól-
inn í Úlfars-
árdal er hinn
eini í Reykjavík
sem er allt í
senn leikskóli,
grunnskóli og
frístundaheim-
ili. Skólastjór-
inn, Hildur Jó-
hannesdóttir, segir að þetta
fyrirkomulag hafi gefist vel. Hag-
ræði sé að því að hafa öll börn
hverrar fjölskyldu undir sama þaki.
Þekking á þörfum einstakra barna
tapist ekki við flutning á milli
skólastiga.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í blaðinu í dag í umfjöllun
um hverfin í Grafarholti og Úlfars-
árdal í greinaflokknum Heimsókn á
höfuðborgarsvæðið. Ennfremur er
sagt frá starfsemi Fisfélags Reykja-
víkur og nýbyggingu sem breyta
mun miklu í hverfunum.» 14-15
Leikskóli og grunn-
skóli undir sama þaki

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36