Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M I Ð V I K U D A G U R 1 1. F E B R Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913  35. tölublað  103. árgangur 
MINNINGAR 
SKAPA
MERKINGU STERK HEILDARMYND 
SVITAHOF ER
EKKI AÐEINS 
FYRIR ÚTVALDA 
KRAFTMIKLAR TAUGAR 30 GUNNÝ ÍSIS 10ELDBARNIÐ 31 
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Sums staðar á Laugaveginum og
hluta Skólavörðustígsins er leyfilegt
hlutfall á milli verslana og veit-
ingastaða, samkvæmt reglum
Reykjavíkurborgar, jafnt. Gunnar
Guðjónsson, kaupmaður við götuna
og formaður Samtaka kaupmanna og
fasteignaeigenda við Laugaveg, seg-
ir þekktar verslanir með alþjóðleg
vörumerki ekki vilja opna í slíku um-
hverfi og segir afstöðu borgaryf-
irvalda byggjast á að þar verði Lat-
ínuhverfi en ekki verslunarhverfi.
?Almenn verslun er orðin undir og
við taka lundabúðir og veitinga-
staðir,? segir Gunnar.
Hjálmar Sveinsson, formaður um-
hverfis- og skipulagsráðs borg-
arinnar, segir að undanfarin ár hafi
verið farið eftir reglum sem kveða á
um tiltekið hlutfall verslana og veit-
ingastaða. Þegar reglurnar voru
fyrst settar var gengið út frá því að
hlutfallið væri 70% verslanir og 30%
veitingastaðir. Í fyrra var því breytt
á hluta Laugavegar og Skólavörðu-
stígs og er nú 50/50. ?Það var talið
geta lyft þessu svæði upp,? segir
Hjálmar.
Hann segir þetta eina af þeim leið-
um sem hægt sé að fara til að tryggja
fjölbreytta starfsemi í miðborginni,
en segist ekki sjá fyrir sér að reynt
verði að efla eina tegund verslana
umfram aðrar við Laugaveginn.
Gunnar segir miður hversu lítil
áhrif verslunar- og fasteignaeig-
endur hafi á þróun Laugavegarins og
er uggandi um framtíð hans.
Hjálmar segir aftur á móti enga
ástæðu til að hafa áhyggjur af
Laugaveginum, gatan hafi sjaldan
verið jafn lífleg. 
Hlutfall búða og veitingastaða 50/50
 Lundabúðir og veitingastaðir tekið við af almennri verslun að mati kaupmanns 
Morgunblaðið/Ómar
Laugavegur Skiptar skoðanir eru
um stöðu verslunar við götuna.
MLaugavegur að verða... »4
Það er reisn yfir styttunni af Leifi heppna Eiríks-
syni á Skólavörðuholtinu, hæsta punkti í miðbæ
Reykjavíkur, þar sem hún gnæfir yfir vegfaranda
sem heldur hér á vit ævintýra á Frakkastígnum.
Bandaríkjamenn gáfu Íslendingum styttuna, sem er
eftir myndhöggvarann Stirling Calder, í tilefni af
þúsund ára afmæli Alþingis árið 1930. Hún var
komin á stall sumarið 1932.
Morgunblaðið/Kristinn
Haldið á vit ævintýranna
Vegir liggja til allra átta
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Glæsiverslun frá síðustu öld er innblástur
nýs hótels sem brátt rís við Hafnarstræti.
Gangi áætlanir eftir hefjast framkvæmdir
um næstu mánaðamót og hótelið verður
opnað sumarið 2016. Hótelið verður í
þremur byggingum, sem ýmist verða upp-
gerðar, nýjar eða endurbyggðar, en fyrir
um einni öld
var á þess-
um slóðum
Thomsens-
magasín,
deildaskipt
stórverslun
sem seldi
ýmsan mun-
aðarvarning,
m.a. var þar
sérstök
vindladeild.
Suðurhús
ehf., sem er í
eigu Skúla
Gunnars Sig-
fússonar, á lóðirnar og sér um fram-
kvæmdir. Hótelið, sem verður a.m.k. fjög-
urra stjarna, verður rekið af Icelandair
hótelum í samstarfi við erlenda hót-
elkeðju, sem ekki hefur verið með starf-
semi hér á landi fyrr. Til stóð að 72 her-
bergi yrðu á hótelinu, en nú hefur verið
ákveðið að þau verði færri og þar með
stærri. 
Smári Björnsson, verkefnisstjóri hjá
Suðurhúsum, segir að þar á bæ sjái menn
ýmsa möguleika varðandi uppbyggingu
Hafnarstrætisins. 
Tími sé til kominn að hefja götuna til
fyrri vegs og virðingar þegar þar var ys
og þys og fjölsóttar verslanir. Í því sam-
bandi eru ýmsar hugmyndir, m.a. lista-
tengd starfsemi í húsi númer 18 við
Hverfisgötu, en það er einnig í eigu Suð-
urhúsa. »6
Innblásið
af glæsi-
verslun 
 Vinna að hefjast við
hótel í Hafnarstræti
Hótel Sá hluti sem er í
Hafnarstræti 19 er með
svokölluðu straujárnslagi.
 Undirritun
allra megin-
samninga vegna
sólarkísilverk-
smiðju Silicor
Materials á
Grundartanga
er áformuð í lok
mars eða byrjun
apríl næstkom-
andi. Gangi það eftir gætu fram-
kvæmdir hafist strax í sumar eða
haust við byggingu á verksmiðj-
unni. Þetta kom fram á fundi ný-
verið með sveitarfélögum og
hagsmunaaðilum á Grund-
artanga. »4
Samningar Silicor
mögulegir í mars
 Ef íslenskir
viðskiptabankar
ná ekki stærðar-
hagkvæmni
verður vaxta-
munur áfram
töluverður. Með
þremur við-
skiptabönkum og
óbreyttu kerfi
þar sem aðkoma erlendra við-
skiptabanka er lítil og erlend starf-
semi bankanna háð ströngum tak-
mörkunum eða jafnvel banni gæti
myndast gólf í vaxtamun sem lík-
lega verður á bilinu 2-2,5%. »16
Vaxtamunur áfram
mikill að óbreyttu
 Íbúar í Grafarholti geta vænst
lífskjarabata með opnun verslunar
Krónunnar í hverfinu. Þetta segir
Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri
verslunarkeðjunnar, í samtali við
Morgunblaðið.
Í umfjöllun um Grafarholt og Úlf-
arsárdal í greinaflokknum Heim-
sókn á höfuðborgarsvæðið í blaðinu
í dag er sagt frá breytingum á
verslun í hverfinu þegar Nóatúns-
búðinni verður lokað og Krónan
tekur við í næsta mánuði. Áhersla
verður m.a. lögð á að verslunar-
stjóri verði ávallt sýnilegur.
Ennfremur er sagt frá starfsemi
hverfisráðs í Grafarholti, götuheiti
útskýrð og rætt við móður um að-
stæður barna í hverfinu. »14-15
Lofar lífskjarabata
íbúa í Grafarholti
Áfram umhleyp-
ingar í veðrinu
 Spáð er áfram-
haldandi élja-
gangi eða snjó-
komu víðsvegar
um landið í dag
og næstu daga.
Ekki verður eins
hvasst og víða
var í gær. Heldur
herðir frost á
morgun. Veðurstofan spáir hlýn-
andi veðri um helgina með sunn-
anátt og rigningu, þannig að áfram
verða umhleypingar í veðri.
Í gærkvöldi var skafrenningur á
vegum vestanlands og norðan og
þæfingur og jafnvel stórhríð víða á
fjallvegum.

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36