Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						F I M M T U D A G U R 1 2. F E B R Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913  36. tölublað  103. árgangur 
LISTNÁMIÐ Í
BREIÐHOLTI Í
FREMSTU RÖÐ
SAMKEPPNI
VIRÐIR ENGIN
LANDMÆRI
STÓRUM TÓNLIST-
ARNÖFNUM FYLGIR
MIKIÐ UMSTANG 
VIÐSKIPTAMOGGINN SÓNAR HEFST Í DAG 38HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 16
FORTE
blanda meltingargerla
MÚLTIDOPHILUS
þarmaflóran
hitaþolin
www.gulimidinn.is
 ?Ég legg til
einfalda sátt áð-
ur en nokkur
skaði er skeður.
Skipulagi Hlíðar-
endasvæðisins
má breyta þann-
ig að allt fyrirhugað bygging-
armagn Valsmanna verði staðsett
þannig á svæðinu að neyðarbrautin
geti áfram sinnt sínu mikilvæga ör-
yggishlutverki.? Þetta er meðal
þess sem kemur fram í aðsendri
grein Friðriks Pálssonar. »21
Sáttatillaga í 
flugvallarmálinu
Vaðlaheiðargöng
» Reiknað var með að göngin
næðu í gegnum Vaðlaheiði í
september nk. Það næst ekki.
» Göngin áttu að vera fullfrá-
gengin í desember 2016.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Fjallað hefur verið um það í svokall-
aðri sáttanefnd Ósafls og Vaðlaheið-
arganga hvort verktakinn hafi gert
mistök þegar stóra heitavatnsæðin
opnaðist inn í göngin um miðjan
febrúar í fyrra. Innflæði heita vatns-
ins hefur tafið gangagröftinn veru-
lega og ekki er útlit fyrir að hægt
verði að vinna seinkunina upp að
fullu.
Sá háttur er hafður á að könnunar-
holur eru boraðar allt að 40 metra
inn í bergið, ef þörf er á, til að kanna
jarðfræðiaðstæður og hættu á vatns-
innflæði. Ef könnunarholur gefa til
kynna að þétta þurfi bergið er sem-
entsefju dælt inn til að fylla sprung-
ur og koma í veg fyrir að vatn leki inn
í göngin. Því næst eru boraðar marg-
ar fimm metra holur í stafninn og
sprengt. 
Morgunblaðið hefur heimildir fyr-
ir því að könnunarhola hafi ekki verið
boruð þegar stóra vatnsæðin opnað-
ist en þá var verið að bora sprengi-
holu. Það hefur ekki fengist staðfest
því hvorki framkvæmdastjóri Ósafls
né Vaðlaheiðarganga vilja tjá sig um
málið og vegamálastjóri segist ekki
þekkja til málsins.
Að Ósafli standa ÍAV hf. og Marti
Contractors Lts. frá Sviss sem voru
lægstbjóðendur í verkið. Starfsmenn
við gangagröftinn eru flestir erlend-
ir, á vegum Marti.
Hætt að sprengja í Eyjafirði
Áin sem opnaðist var í upphafi 350
lítrar á sekúndu af 46 stiga heitu
vatni. Ákveðið var í sameiningu að
halda áfram að sprengja til að reyna
að komast inn fyrir æðina. Áfram var
mikill hiti við stafninn sem tafði
vinnu og að lokum var ákveðið að
hætta greftri Eyjafjarðarmegin í
ágúst og hefja gröft úr Fnjóskadal.
Unnið hefur verið að því að stöðva
lekann svo hægt væri að byrja aftur
á stafni ganganna Eyjafjarðarmegin
og er stefnt að því að hefja spreng-
ingar þar seinna í vetur eða vor, þeg-
ar vinnuaðstæður verða orðnar betri. 
Sáttanefnd sem skipuð er einum
fulltrúa frá hvorum aðila og odda-
manni sem þeir komu sér saman um
fór yfir málið, lagði mat á ábyrgð
beggja aðila, tafir og aukakostnað.
Sáttanefndin mun vera búin að skila
áliti en um það hefur ekki verið
fjallað frekar, eftir því sem næst
verður komist. Slíkar sáttanefndir
eru yfirleitt starfandi þegar unnið er
að stórverkefnum til þess að ágrein-
ingur um einstök atriði sem upp
kann að koma hafi sem minnst áhrif á
framvindu verks. 
Könnunarhola ekki
boruð í stafninn
 Sáttanefnd fjallar um meint mistök í Vaðlaheiðargöngum 
Ljósmynd/Vaðlaheiðargöng
Vinna Mjög hefur dregið úr rennsli.
Degi íslenska táknmálsins var fagnað í þriðja
sinn í gær. Í tilefni af því var haldinn döff
menningarhátíð í Tjarnarbíói. Í tilkynningu
um viðurðinn segir að döff fólk upplifi heim-
inn í listum og lífi á annan hátt en heyrandi.
Þeir sem skilgreina sig sem döff tilheyra sam-
félagi heyrnarlausra og líta á táknmál sem sitt
fyrsta mál. Á hátíðinni var til dæmis sungið
frumsamið lag á íslensku táknmáli, frumsýnd
stuttmynd sem lýsir upplifun barna af skóla-
göngunni og fluttur leikþáttur um lífið í döff
heimi. Einnig var unnið að margs konar list
eins og þeirri sem hér má sjá þar sem krakk-
arnir unnu að sköpun listaverks á menningar-
hátíðinni 
Skyggnst inn í döff heiminn
Morgunblaðið/Golli
Dagur íslenska táknmálsins var haldinn í gær
 Samkeppnis-
eftirlitið leiðir
að því líkur að
365 muni
væntanlega óska
eftir viðræðum
við Póst- og
fjarskiptastofn-
un um ?aflétt-
ingu hluta þeirra uppbyggingar-
krafna? sem fylgi 4G-leyfum ?svo
raunhæft sé að byggja upp 4G-
þjónustu?. Þetta kemur fram í
trúnaðarupplýsingum sem fyrir
mistök voru birt í skýrslu á vef
Samkeppniseftirlitsins. 365 hóf
starfsemi á fjarskiptamarkaði í
ágúst 2013. »4
365 talið vilja fá
kröfum aflétt
Tíu einstaklingar greindust með
HIV-smit á Íslandi árið 2014 og þar
af átta erlendir einstaklingar, sem
höfðu áður greinst annars staðar.
Tveir íslenskir karlmenn greind-
ust með HIV-smit í fyrra, en í hópi
útlendinganna voru tvær konur. Ár-
ið 2010 greindust 24 einstaklingar,
23 árið 2011, 20 árið 2012 og 11 árið
2013. Haraldur Briem sóttvarna-
læknir segir að á árunum 2010 til
2012 hafi verið hópsýking á meðal
fíkniefnaneytenda en aðeins einn af
tíu smituðum í fyrra hafi tengst
fíkniefnaneyslu.
Haraldur segir að mikil áhersla sé
lögð á að allir sem séu smitaðir fái
öfluga meðferð. Hún geri það að
verkum að veirumagnið sé vart mæl-
anlegt og smitlíkurnar miklu minni.
steinthor@mbl.is
Tíu greind-
ust með
HIV-smit
 Aðeins tveir Ís-
lendingar í hópnum
 Slitastjórn Ice-
bank hvetur
kröfuhafa þrota-
búsins til að
hafna sáttaboði
sem Eignasafn
Seðlabanka Ís-
lands hefur gert
þeim. Hún telur
sáttaboðið fela í sér jafn vonda nið-
urstöðu og ef þrotabúið tapaði mál-
inu fyrir dómi. Allt stefnir í að mál-
ið verði tekið fyrir hjá dómstólum
um miðjan apríl ef ekki næst sátt
áður. »ViðskiptaMogginn.
Kröfuhafar hvattir til
að hafna sáttaboði
 Harður tveggja bíla árekstur varð
á Suðurlandsvegi við Rauðavatn á
ellefta tímanum í gærkvöldi. Sam-
kvæmt upplýsingum slökkviliðs
komu bílarnir úr gagnstæðum áttum
og rákust á í mikilli hálku. Öku-
mennirnir voru fluttir á slysadeild.
Harður árekstur
við Rauðavatn 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44