Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						M Á N U D A G U R 1 6. F E B R Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913  39. tölublað  103. árgangur 
DRAGIÐ ER 
MJÖG MIKILVÆGT 
TJÁNINGARFORM
BROTINN
TAKTUR OG
BASSALÍNUR
KRISTJANA BREGÐUR
SÉR Í HLUTVERK
ELLU FITZGERALD 
AF SÓNAR 26 STÓRSVEIT REYKJAVÍKUR 28STÓRSTJÖRNUR Í APRÍL 10 
Morgunblaðið/Jim Smart
Geisp Landlæknisembættið fylgist náið
með ávísunum svefnlyfja.
 Íslendingar eru enn stórtækastir
Norðurlandaþjóða í notkun svefn-
lyfja. Samkvæmt nýjustu tölum,
sem eru frá 2013, nota Íslendingar
svefnlyf, róandi og kvíðastillandi
lyf mun meira en frændur vorir í
Skandinavíu. 
Salan er þó á niðurleið en toppn-
um var náð árið 2010 og 2011. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Landlækn-
isembættinu er svefnlyfið Imovan
mest notað en árið 2014 fengu 23
þúsund Íslendingar lyfið að
minnsta kosti einu sinni. Lyfið til-
heyrir flokki geðlyfja en notkun
geðlyfja er mest á Norðurlandi
vestra. benedikt@mbl.is »4
Þörfin fyrir svefnlyf
minnkar hér á landi
Endurgreiðsla á skatti
» Samkvæmt upplýsingum frá
ríkisskattstjóra var 100% end-
urgreiðsla á vsk. af vinnu við
nýbyggingar og viðhald íbúðar-
húsnæðis einnig við lýði á ár-
unum 1990-1996.
» Árið 1996 var hlutfallið
lækkað í 60%, samhliða því að
vörugjöld voru felld niður af
ýmsum byggingarefnum.
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
Ríkið hefur endurgreitt rúmlega 16
milljarða króna virðisaukaskatt í
tengslum við átakið Allir vinna, sem
lauk um síðustu áramót. Átakið hófst
í mars 2009 með því að endurgreiðsla
á virðisaukaskatti af vinnu við ný-
byggingar, viðhald og endurbætur á
íbúðar- og sumarhúsum var aukin úr
60% í 100%.
Á þessum tíma hefur ríkisskatt-
stjóri afgreitt ríflega 91 þúsund end-
urgreiðslubeiðnir frá eigendum
íbúðar- og sumarhúsa. Enn er þó
hægt að sækja um endurgreiðslu á
virðisaukaskatti af vinnu sem innt
var af hendi fyrir 1. janúar sl.
Af þessum um 91 þúsund beiðnum
voru langflestar vegna viðhalds á
byggingum, eða nærri 81 þúsund.
Endurgreiðslur á vsk. vegna við-
haldsframkvæmda hafa numið nærri
12 milljörðum króna. Flestar beiðnir
voru afgreiddar árið 2010 og mest
endurgreitt þá, eða 2,9 milljarðar í
rúmlega 16 þúsund beiðnum.
Auk stjórnvalda stóðu Samtök
iðnaðarins, SVÞ og VR að átakinu.
Innan þeirra raða er óánægja með að
endurgreiðslunum hafi ekki verið
haldið áfram, þar sem íbúðafram-
kvæmdir hafi ekki náð sér á strik og
nú sé hætt við að svört atvinnustarf-
semi aukist á ný.
?Við erum sárir yfir því að þetta
var tekið út. Átakið skilaði okkar
mönnum auknum umsvifum og við-
skiptin voru uppi á borðinu. Kannski
er ríkið að spara sér eitthvað með
þessu en hættan er sú að svört vinna
aukist aftur. Hvatinn til að fá reikn-
inga minnkar klárlega við þetta,?
segir Jón Bjarni Gunnarsson hjá
Samtökum iðnaðarins.
MÁtaki hætt ? »16
16 milljarðar króna til baka
 Átakinu Allir vinna er lokið  Yfir 91 þúsund beiðnir um endurgreiðslu virðis-
aukaskatts  Óánægja með að átakinu var hætt  Svört vinna gæti aukist á ný
AFP
Árás Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, segir Dani
þurfa að standa saman og vinna gegn þeim öflum sem vilji þeim illt.
Helle Thorning-Schmidt, forsætis-
ráðherra Danmerkur, segir Dani
hafa gengið í gegnum tíma sem muni
aldrei gleymast en tveir saklausir
borgarar létust í hryðjuverkaárás í
Kaupmannahöfn á laugardaginn og
fimm særðust.
Á blaðamannafundi sem forsætis-
ráðherrann hélt í gær ásamt Mette
Frederiksen, dómsmálaráðherra
Danmerkur, sagði hún að Danir
þyrftu að standa saman á tímum sem
þessum og hugur dönsku þjóðarinnar
væri hjá fórnarlömbum árásarinnar
og fjölskyldum þeirra. ?Við eigum öll
um sárt að binda. En sorgin sem fjöl-
skyldur þeirra standa frammi fyrir er
nokkuð sem ekki er hægt að lýsa með
orðum, né heldur bæta fyrir. Þau
verða að vita að þau standa ekki ein í
sorginni. Við deilum henni öll með
þeim.? 
Francois Hollande, forseti Frakk-
lands, segir skotmörkin þau sömu og
í Frakklandi. ?Hryðjuverkamenn eru
staðráðnir í því að ráðast á það sem
við erum, það sem við stöndum fyrir,
gildi frelsis og laga og verndina sem
hver borgari, sama hverrar trúar
hann eða hún er, ætti að njóta.? Árás-
irnar í Kaupmannahöfn og París hafa
verið sagðar hliðstæðar, skotmarkið
var málfrelsi. »15
Danir standi saman
Hryðjuverkaárásinni í Kaupmannahöfn beint gegn gildum
frelsis og laga  Atburður sem mun aldrei gleymast
Þeim Ólafi Sigurðssyni og Sveinbjörgu Þóru Stef-
ánsdóttur þóttu þær býsna gómsætar bollurnar
sem þau sporðrenndu á augabragði í Sandholts-
bakaríi á Laugavegi í gær. Bolludagurinn er í dag
en margir tóku forskot á sæluna um helgina og
fengu sér eina eða tvær rjómabollur. 
Syngjandi sæl með bollurnar og rjóma út á kinn 
Morgunblaðið/Eggert
Bolludagurinn er í dag 
 Fólk sem býr í
úthverfum
Reykjavíkur
vantar málsvara.
Þetta segir
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörns-
dóttir borgar-
fulltrúi í samtali
við Morgun-
blaðið í tengslum
við umfjöllun um
Breiðholtshverfi í greinaflokknum
?Heimsókn á höfuðborgarsvæðið? í
blaðinu í dag. Einnig er rætt við
Björk Vilhelmsdóttur borgarfull-
trúa sem segir að aðhald almenn-
ings, ábendingar um hvað betur
megi fara og óskir um að gengið
verði í mál séu fulltrúum í borg-
arstjórn mikilvægar.
Meðal annars efnis er viðtal við
sundlaugavörð hverfisins sem læt-
ur fjúka í kviðlingum, og sagt er frá
nýjum frjálsíþróttavelli ÍR í Suður-
Mjódd. »12-13
Úthverfafólk vantar
málsvara í borginni
Sveinbjörg Birna
Sveinbjörnsdóttir

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32