Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Kristján Þór Júl-
íusson heilbrigð-
isráðherra hefur
mælt fyrir frum-
varpi á Alþingi
um breytingu á
lyfjalögum. Sam-
kvæmt frumvarp-
inu verður heimilt
að auglýsa lausa-
sölulyf, sem ekki
eru lyfseðils-
skyld, í sjónvarpi eins og öðrum
miðlum en gildandi lög leggja bann
við slíkum sjónvarpsauglýsingum.
Leyft er að auglýsa lausasölulyf í
sjónvarpi í mörgum grannríkjum Ís-
lands. En lyfjaauglýsingar eru um-
deildar, gagnrýnendur segja að
kostnaðinum við þær sé einfaldlega
velt út í verðlagið og þær auki lyfja-
neyslu.
Í umsögn Lyfjastofnunar um
frumvarpið segir, að ekki séu nein
ákvæði í gildandi lögum frá 1995 um
auglýsingar á lausasölulyfjum á net-
inu, á flettiskiltum eða í kvikmynda-
húsum.
Landlæknisembættið er andvígt
breytingunni, hún sé óþörf og auki
neyslu. En aðrir benda á að svipuð
rök sé hægt að nota um fjölmargar
aðrar neysluvörur sem leyft sé að
auglýsa í öllum miðlum. Mikil sam-
keppni sé í lyfjaiðnaði og brýnt sé að
hún endurspeglist í verði á vörunni
til neytenda hér á landi. Samtök at-
vinnulífsins segja að neytendur fái
auknar upplýsingar sem geti dregið
úr þörfinni á að leita til læknis vegna
smávægilegra kvilla. Álag á heil-
brigðiskerfið minnki. »6
Lyf auglýst í sjónvarpi?
Umdeilt frumvarp ráðherra til umfjöllunar á Alþingi
Kristján Þór 
Júlíusson
Þ R I Ð J U D A G U R 2 4. F E B R Ú A R 2 0 1 5
Stofnað 1913  46. tölublað  103. árgangur 
HVERJIR
VERÐA BÍLAR
ÁRSINS 2015? FJÖLSKYLDA Í PÍTSUM 
MÁLTÆKNI-
LAUSNIR OG
TALGREINIR
ELDOFNINN Í FOSSVOGINUM 18 ALMANNARÓMUR 10BÍLAR
Spilliefni losuð
» Heilbrigðiseftirlit Hafnar-
fjarðar og Kópavogssvæðis tel-
ur að alvarlegt umhverfisslys
hafi átt sér stað. 
» Telja að spilliefnin hafi verið
losuð frá einhverri starfsemi.
Viðar Guðjónsson 
vidar@mbl.is
Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar og
Kópavogssvæðis hefur tilkynnt Um-
hverfisstofnun um ?alvarlegt um-
hverfisslys? vegna spilliefna sem los-
uð voru í hluta fráveitukerfis
Kópavogsbæjar. Að sögn Guðmund-
ar H. Einarssonar, framkvæmda-
stjóra eftirlitsins, uppgötvaðist mál-
ið eftir að íbúar hringdu til bæjar-
yfirvalda í Kópavogi og kvörtuðu
undan spilliefna- eða bensínlykt. Að
auki fundu starfsmenn á vegum bæj-
arins megna spilliefnalykt í einni af
dælustöð bæjarins. Um einangrað
atvik sé að ræða og ekki hefur orðið
vart við mengunina síðan 27. janúar
þegar tilkynnt var um hana. Ekki
tókst að mæla mengunina áður en
hún fór til sjávar en miðað við fregn-
ir af ólyktinni virðist hafa verið um
mikið magn að ræða. Tilgátan sem
unnið er út frá er sú að um hafi verið
að ræða losun frá einhverri starf-
semi. ?Við höfum engan sökudólg
sem stendur,? segir Guðmundur.
Hann segir að spilliefnalykt hafi tek-
ið á móti starfsmönnum Kópavogs-
bæjar þegar þeir fóru inn í skólp-
dælustöð við Sunnubraut. Það gefi til
kynna að ekki hafi verið um neitt
?bílskúrsslys? að ræða.
Alvarlegt umhverfisslys 
Mikið magn spilliefna var losað í fráveitukerfi Kópavogsbæjar  Efnin líklega
frá einhverri starfsemi Ekki hefur orðið vart við mengun síðan 27. janúar
MSpilliefni í fráveitukerfinu »13
Skólastúlkur úr Breiðagerðisskóla skottuðust
í gær heim eftir fyrsta skóladag eftir vetrar-
frí. Brosið var ekki langt undan enda gaman
að koma á ný í skólann og segja frá þeim æv-
intýrunum sem áttu sér stað í þessu örfríi. Bú-
ast má við norðaustan 8-15 metrum á sekúndu
í dag og víða verður snjókoma eða él, en 
yfirleitt þurrt sunnantil á landinu. Frostið
verður 0 til 8 stig.
Gengið heim eftir skóladag
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skóli hófst að nýju á höfuðborgarsvæðinu eftir vetrarfrí
 Bréfberi í Bústaðahverfinu í
Reykjavík hefur tíu sinnum verið
bitinn til blóðs af hundum við út-
burð. ?Vaxandi hundaeign er hvim-
leitt vandamál,? segir Sigríður A.
Sigurðardóttir sem borið hefur út
póst í hverfinu í áratug. Hún segir
að stundum séu hundarnir lausir
heima við hús eða lausbundnir og
geti þá glefsað í fólk. Rætt er við
Sigríði í umfjöllun um Háaleitis- og
Bústaðahverfi í greinaflokknum
Heimsókn á höfuðborgarsvæðið í
blaðinu í dag.
Sagt er frá verkefnum sem kosið
er um í íbúakosningunum í borgar-
hlutanum í dag. Þá er rætt við fjöl-
skyldu sem rekur vinsælan pítsu-
stað í Grímsbæ í Fossvogi. »18-19
Bréfberi blóðbitinn
tíu sinnum
Leiguverð á íbúðarhúsnæði á Akur-
eyri er byrjað að stíga og eru vísbend-
ingar um að eftirspurn ferðamanna
eftir íbúðum eigi þátt í því.
Auður Kristinsdóttir, löggiltur
leigumiðlari hjá Fasteignasölunni Bæ,
leiðir líkur að því að útleiga á húsnæði
til ferðamanna á Akureyri eigi þátt í
töluverðri hækkun leiguverðs á síð-
ustu misserum.
Þjóðskrá Íslands heldur utan um
þróun leiguverðs.
Úr tölum hennar má lesa að húsa-
leiga á tveggja herbergja íbúðum
hækkaði um að meðaltali 7,2% milli
ára 2013 og 2014. Árshækkunin á
þriggja herbergja íbúðum var 9,9% og
5,3% í 4-5 herbergja íbúðum.
Umreiknað í krónur hefur leiga á 75
fermetra tveggja herbergja íbúð á Ak-
ureyri hækkað um 7.900 kr. á mánuði
og leigan á 100 fermetra þriggja her-
bergja íbúð um 6.800 kr. Loks hefur
leiga á dæmigerðri 125 fermetra og
4-5 herbergja íbúð hækkað um 7.600
kr. á tímabilinu. Hefur þetta í för með
sér að húsaleigan hækkar um 82-95
þúsund krónur á ári. »6
Ferðafólk ýtir undir
leiguverð á Akureyri
 Sigríður Björk Guðjónsdóttir,
lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð-
inu, segir að tveimur hælisleit-
endum, sem krafist var að sættu
gæsluvarðhaldi, verði gert að
dvelja á afmörkuðu svæði og þeim
gert að tilkynna sig til lögreglu.
Um er að ræða úrræði sem finna
má í lögum um útlendinga. Hæsti-
réttur staðfesti í gær úrskurð Hér-
aðsdóms Reykjavíkur þess efnis að
hafna beri kröfu lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu um að hæl-
isleitendurnir sæti gæsluvarðhaldi. 
Í greinargerð lögreglu kemur
fram að mennirnir, sem eru eft-
irlýstir, hafi verið í miklu ójafnvægi
síðan þeir komu til landsins og hafi
sýnt af sér hegðun sem gefi til
kynna að af þeim stafi hætta og að
talin sé hætta á því að þeir kunni að
grípa til ofbeldis. »2
Morgunblaðið/Eggert
Lögreglustjóri Sigríður Björk Guðjóns-
dóttir segir mennina undir eftirliti lögreglu.
Eftirlýstum mönn-
um gert að halda sig
á afmörkuðu svæði 

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44