Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.04.2009, Blaðsíða 21
miðvikudagur 22. apríl 2009 21Fókus á miðvikudegi Vika bókarinnar hafin Vika bókarinnar hófst í gær. Af því tilefni ættu öll heimili lands- ins að hafa fengið senda ávísun upp á 1000 krónur, svokall- aða Þjóðargjöf, sem má nýta við bókakaup í vikunni. Sá háttur hefur verið hafður á frá árinu 2006. Vikan hangir saman við dag bókarinnar 23. apríl sem er í senn fæðingardagur Halldórs Laxness og dánardægur Shakespeares og Cervantes. Útgáfutónleik- ar ebergs Eberg fagnar útgáfu sinnar þriðju breiðskífu, Antidote, með útgáfutón- leikum á Sódómu Reykjavík í kvöld. Platan kom út í byrjun apríl og við- tökur hafa verið góðar. Andrea Jóns- dóttir á Rás 2 líkti tónlist Ebergs við sjálfa Bítlana en þó með nútímalegu yfirbragði. Hljómsveitin sem kemur fram með Eberg í kvöld er skipuð þeim Nóa Steini Einarssyni trommu- leikara, Haraldi Þorsteinssyni bassa- leikara og Pétri Ben sem leikur á gítar og selló. Auk þess mæta aðrir góðir gestir á svæðið. Tónleikarn- ir hefjast klukkan 21 og kostar 1000 krónur inn. aukasýning á rachel corrie Sett hefur verið á aukasýning á einleiknum Ég heiti Rachel Corrie í Borgarleikhúsinu næsta sunnudag vegna fjölda áskorana. Verkið byggir á skrifum Rachel Corrie sem lést við friðargæslu- störf í Palestínu þegar ísraelsk jarðýta ók yfir hana þar sem hún mótmælti niðurrifi húsa á Gaza-svæðinu. Leikarinn Alan Rickman, sem meðal annars er kunnur úr kvikmyndunum um galdradrenginn Harry Potter, er höfundur einleiksins en Þóra Karitas Árnadóttir leikur Rachel. Miðasala er á borgarleikhus.is og í miðasölu Borgarleikhússins. Einungis verður um þessa einu aukasýningu að ræða. tískusýning Útskriftar- nemenda Útskriftarnemar í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands standa fyr- ir árlegri útskriftarsýningu skól- ans í kvöld klukkan 21.00. Sýning- in fer fram í Listasafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu. Að þessu sinni eru útskriftarnemarnir níu talsins sem sýna verk sín. Á meðal prófdóm- aranna í ár er Louise Wilson, sem er yfir meistaranámi í fatahönnun við St. Martins-skólann í London en hún er mikil áhrifamanneskja í heimi tískunnar. Tilvalið tækifæri til þess að sjá ferskan blæ og óhefta sýn í íslenskri fatahönnun. Það er sjálfsagt að hvetja alla leik- listarunnendur til að drífa sig sem fyrst í Hafnarfjarðarleikhúsið. Þar getur um þessar mundir að líta tvær ágætar sýningar sem er ekki rétt að missa af. Sú fyrri, Húmanimal, var frumsýnd fyrir rúmum tveimur vik- um, hin, Ódó á gjaldbuxum, var frumsýnd nú á sunnudagskvöldið. Húmanimal er ein af þessum skemmtilega illflokkanlegu sýning- um, einhvers staðar á mörkum leiks, dans og látbragðslistar. Stefnan er augljóslega tekin á sem tærasta leik- húspóesíu, leiksviðsljóð, eða hvaða orð sem við viljum hafa um það; samtöl eru örfá, án raunsæilegs sam- hengis, myndmálið sterkt og mestur hluti talaðs texta fólginn í ræðuhöld- um yfir áhorfendum. Um söguþráð og persónusköpun í venjulegum skilningi er ekki að ræða. Í upphafi byltast leikendur um sem formlaus- ir, frauðkenndir bögglar á víð og dreif um sviðið, þeir taka á sig óljós form uns upp spretta mannlegar verur sem geta einnig ummyndast – jafnvel horfið aftur í formleysið. Eins og heiti sýningarinnar ber með sér kemur dýrið í manninum talsvert við sögu, glíma okkar við hvatirnar, allt það sem við ráðum svo illa við í sálarlíf- inu. Húmorinn og dramatíkin liggja í átökum þessara skauta: skynseminn- ar og siðferðiskenndarinnar annars vegar, þess hvatræna og stjórnlausa hins vegar. Þarf að hafa mörg orð um það hvort reynist yfirleitt sterkara? Annars er þetta ein þeirra sýninga sem maður á helst ekki að segja öðr- um of mikið um. Hún er af því tagi sem er skemmtilegast að ræða við aðra sem hafa einnig séð hana, án þess að nokkur hafi reynt að stjórna upplifun manns fyrirfram. Sýningin er samsett af sjálfstæð- um atriðum, nokkuð jafnlöngum. Sum þeirra eru helst til löng; ég fékk stundum á tilfinninguna að menn væru að reyna á þanþol aðstæðna: hversu lengi þeir gætu haldið athöfn- um í lágmarki, látið eins lítið gerast og hægt væri, án þess að áhorfand- inn missti áhugann. Má vera að hér og þar sé gengið fulllangt í þeirri til- raunastarfsemi, en það er út af fyrir sig skiljanlegt þar sem um frumraun þeirra í þessu formi mun að ræða. Á heildina litið orkar bygging sýning- arinnar fullstíf; fleiri styttri atriði inn á milli hinna lengri hefðu getað gert hana fjölbreytilegri. En ég tek fram að stígandin í henni var góð, hún sótti í sig veðrið, kröftugustu atrið- in voru flest í síðari hlutanum, und- ir lokin. Hópurinn stendur sig mjög vel, togstreitan á milli barnslegrar leikgleði og niðurbældrar angistar, skipulags og óreiðu, allt skilar það sér prýðilega. Það var helst að finna mætti að framsögn hjá stöku manni; líkast til hefðu leikstjórar sums stað- ar mátt hafa það betur í huga þegar þeir ákváðu hvernig þeir tefldu fram kröftunum. Leikmyndin er sáraein- föld, en þjónar hlutverki sínu mjög vel, litaskrúðið er sannarlega ekki allt sem það er séð. Það er líka þó nokkur galdur í tónlist Gísla Galdurs. Húmanimal er góður vitnisburð- ur um þá grósku, sem þrátt fyrir allt leynist í íslensku leikhúsi. Í grasrót- inni. Sýningin á að hafa alla burði til að ná góðu gengi erlendis; hún er kjörin útflutningsvara á hátíðir fyrir framsækna dans- og leiklist. Það þarf að gera smálegar breytingar á stöku stað og auðvitað þýða texta, en það veit ég að mun ekki vefjast fyrir þeim hæfileikamönnum sem hér eiga hlut að máli. Íslenska „ódóið“ Af hverju er þetta orð, „ódó“, dregið, hugsa ég að leik loknum. Ég seilist upp í hillu eftir Íslenskri orðabók; þegar ég veg hana í hendi mér rifj- ast upp að hún hét eitt sinn Orðabók Menningarsjóðs; faðir minn heitinn kallaði hana gjarnan Árnapostillu í höfuðið á Árna Böðvarssyni, aðal- ritstjóra hennar. Nú heitir hún bara Íslensk orðabók og er merkt lógói Eddu sem fer víst ekki á fleiri bækur úr þessu. „Svo fer um heims dýrð,“ hugsa ég með mér, hvað skyldi hún nú heita í næstu útgáfu? Menning- arsjóður var, eins og flest miðaldra fólk man eftir, ríkisrekin bókaútgáfa; hún var kannski ekki alltaf hrein og óflekkuð, fremur en mörg slík fyrir- tæki á þeim árum, en hún vann samt stórvirki sem ég hef ekki enn séð neitt einkaforlag leika eftir. Fyrirtæk- in koma og fara, en tungumálið blífur – eða verðum við ekki að trúa því?! Þetta var útúrdúr – og þó ekki. Sem sagt: ég fer í Íslenska orðabók, og fletti upp á „ódó“. Þá er mér vísað á „ótó“ sem hefur tvær merkingar að sögn bókar; getur bæði þýtt „óhræsi, ótukt“ (sbr. hið þekkta ávarp: „ótóið þitt“) en einnig „skepna sem þrífst illa“. Náskylt er orðið „ótót“ sem get- ur merkt „stríðhært dýr“ eða „ótæti, óhræsi, eymdarleg skepna“. Ótót – eða ódó – hefur samkvæmt þessu upphaflega verið stríðhærð skepna sem þrífst illa. Ætli hér hljóti ekki að vera átt við sauðkindina? En hvaðan kemur þessi vanþóknun og fordæm- ing inn í orðið? Er einhver ástæða til að formæla rollum sem þrífast illa eða gefa af sér grófa ull – eins og þær geri slíkt af einum saman skepnu- skap (annað skemmtilegt orð), til þess eins að skaprauna blessuðum bóndanum og tóvinnufólki hans? Svona getur löngu liðinn veruleiki endurspeglast í þeim orðum sem enn lifa í málinu. Hugur bóndans sem á lífsbjörg sína undir kindum sem eiga til að vanþrífast, skila af sér lélegri ull, veslast upp í harðindum vorsins. Ótti hans og óþolinmæði, reiði og illska, þegar skepnurnar taka upp á því að haga sér á annan veg en þann sem búinu hentar – og hungrið á næsta leiti. Við stöndum á gömlum merg; það er meðal þess sem Ásdís Thoroddsen vill segja okkur með einleik sínum, Ódó á gjaldbuxum. Af hverju hún kýs að hafa þetta orð um kvenskepnu þá sem hún leiðir þar fram er ég svo sem ekki viss um. Því að „ótót“ eða „ódó“ er vart hægt að kalla hana, ekki í fyrr- greindri merkingu. Óbermi, óhræsi, ófreskja væri nær lagi – en líklega ekki eins fyndið. Frá upphafi virðist þetta hafa verið ofur venjuleg Reykja- víkurmær, fædd einhvern tímann eftir stríð. Hún er komin af fátæku foreldri, en rífur sig upp úr eymdinni með næsta óhefðbundnum aðferð- um – eða líklega væri nær að segja hefðbundinni aðferð, sé miðað við þá þjóðtrú sem hér er vísað í. Konan ummyndast sem sé í hið versta flagð, þegar hún klæðir sig í skollabuxur, sem ekki ætti að þurfa að útskýra fyr- ir lesendum – ef þið eruð ekki klár á merkingunni getið þið sjálf flett upp í Íslenskri orðabók, en raunar undir orðinu „nábrók“; það ku vera sama fyrirbærið. Þegar hér er komið sögu er frúin orðin að einhvers konar holdgervingi græðgisvæðingarinn- ar, neyslufrekjunnar, já gott ef ekki kapítalismans sjálfs og alls hins illa sem hann hefur leitt yfir þjóðina nú um hríð. Upphefst konan með sögu sína og lætur dæluna ganga langa stund, enda hefur margt borið fyrir á ævinni og ekki allt fagurt, fremur en við er að búast. Það er ekki laust við að höfundur sé hér tekinn að pré- dika yfir okkur, en það þarf alls ekki að vera af hinu illa; sumar predikan- ir falla okkur betur en aðrar og mér líkaði þessi vel. Og líkast til er nokk- uð til í þeirri kenningu Ásdísar, sem ég þóttist lesa úr þessu, að flest megi rekja til syndafalls þess sem kom yfir okkur í kjölfar styrjaldargróðans. Það hafi verið þá sem Mammon náði tök- um á þjóðinni. Þetta er frekar langt gestaboð hjá frúnni, einn og hálfur tími með ein- um leikara er nokkuð mikið á alla lagt, bæði leikarann sjálfan og áhorf- endur. Samt fylgist maður með af óskiptri athygli allt til enda; kannski mætti eitthvað stytta, en varla mik- ið. Þórey heldur manni gersamlega föngnum allan tímann, sem er ekki síst að þakka frábærri textameð- ferð hennar, skýrri og lifandi fram- sögn, hnitmiðuðum leik í hvívetna. Enn og aftur spyr maður sig hvers vegna kvendjöflar geta orðið svona undarlega seiðmagnaðir á leik- sviði. Reyndar lék Þórey einn hinn frægasta, Medeu, fyrir allmörgum árum. Er það þessi óleysta spenna á milli ytri mýktar og innri hörku, elskulegs yfirbragðs og grimmd- arlegs innrætis, spennan á milli grímunnar og þess sem að baki henni felst? Er það hið leynda hug- boð okkar um að hið illa eigi til að fela sig undir yfirskini hins góða; sé kannski allra hættulegast þegar það tekur á sig mynd þess sem við elsk- um hvað mest? Ásdís Thoroddsen telur ekki eftir sér að gera allt í senn: semja leikritið, leikstýra, gera leikmynd og búning að frátalinni leikbrúðu sem Leonor Arocena Sutz frá Úrúgvæ hefur búið til. Smávegis tónlist hér og þar, sam- in af Báru Grímsdóttur, lyftir mjög undir leikinn. Lýsing Garðars Borg- þórssonar, ljósa- og tæknimeistara Hafnarfjarðarleikhússins, er vel af hendi leyst, eins og hans er von og vísa. Hrollvekjandi auglýsingaplak- atið, sem blasir við víða um bæinn, er vel heppnað; dregur auga manns strax að sér. Ungu leikarar – þið sem eig- ið að erfa landið! Það eruð ekki síst þið sem eigið að drífa ykkur í Fjörð- inn! Það er gaman að horfa á hin- ar fantastísku fígúrur í Húmanimal, en þið eigið líka að fara til að hlusta á Þóreyju. Svona á að tala íslensku á leiksviði! Jón Viðar Jónsson ummyndanir í firðinum Húmanimal Höfundar: Ég og vinir mínir Leikstjórn: Friðrik Friðriksson og Friðgeir Einarsson Tónlist og hljóð: gísli galdur Þorgeirsson (einnig eftir Otis redding og Brian Eno) Leikmynd og búningar: rósa Hrund kristjánsdóttir Ljós: garðar Borgþórsson leiklist ÓdÓ á gjaldbuxum Handrit, leikstjórn, leikmynd og búningar: Ásdís Thoroddsen Tónskáld: Bára grímsdóttir Lýsing og hljóðstjórn: garðar Borgþórsson leiklist Gróska „Húmanimal er góður vitnisburður um þá grósku, sem þrátt fyrir allt leynist í íslensku leikhúsi. í grasrótinni,“ segir í dómi gagnrýnanda sem hér fjallar um tvær sýningar í Hafnarfjarðarleikhúsinu. MYND BIG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.