Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 04.09.2009, Blaðsíða 40
Umsjón: Kjartan GUnnar Kjartansson, kgk@dv.is Klara B. Hjálmarsdóttir kennaranemi í Hafnarfirði Klara fæddist á Bíldudal og ólst þar upp. Hún var í Grunnskóla Bíldudals og stundar nú kennaranám við Menntavísindasvið HÍ. Klara vann í fiski á Bíldudal á unglingsárun- um og var leiðbeinandi í Grunnskóla Bíldudals. Klara æfði og keppti í frjálsum íþróttum á vegum ÍFB á unglingsárunum og starfaði með Leikfélaginu Baldri á Bíldudal um árabil, þar sem hún m.a. lék ýmis hlutverk. Fjölskylda: Maður Klöru er Bjarni Elvar Hannes- son, f. 5.3. 1979, húsasmiður. Dætur Klöru og Bjarna Elvars eru Emilía Sara Bjarnadóttir, f. 20.6. 1998; Hólmfríður Birna Bjarnadóttir, f. 1.3. 2003; Elva Lind Bjarna- dóttir, f. 14.5. 2005. Systkini Klöru eru Ein- ar Steinsson, f. 3.4. 1963, tölvufræðingur í Austur- ríki; Ingveldur Lilja Hjálm- arsdóttir, f. 10.5. 1966, hár- greiðslukona í Reykjavík; Sverrir Halldór Hjálm- arsson, f. 6.9. 1969, raf- tæknifræðingur í Garðinum; Petr- ína Guðrún Hjálmarsdóttir, f. 28.5. 1978, bankastarfsmaður í Reykjavík; Sunna Guðbjartsdóttir, f. 9.11. 1983, bankastarfsmaður í Reykjavík; Tinna Guðbjartsdóttir, f. 9.11. 1983, nemi við HÍ, búsett í Reykjanesbæ. Foreldrar Klöru: Margrét Guðný Einarsdóttir, f. 9.6. 1943, handverks- kona í Reykjavík, og Hjálmar Hún- fjörð Einarsson, f. 3.11. 1943, d. 25.2. 1980, sjómaður á Bíldudal. 30 ára á föstudag 40 ára á laugardag Rúnar Kristinsson yfirmaður knattspyrnumála Hjá kr Rúnar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbænum til sex ára aldurs en síðan í Breiðholtinu. Hann stund- aði nám í Fjölbrautaskólanum í Breið- holti í þrjú ár. Á unglingsárunum starfaði Rúnar lengst af hjá Pósti og síma. Hann sá um verkfæralager Vinnuskóla Reykja- víkur 1989-92, var afgreiðslulmaður í Sporthúsinu í Reykjavík í tvö ár, var síðan atvinnumaður í knattspyrnu í Svíþjóð, Noreg og í Belgíu til 2007 en hefur verið yfirmaður knattspyrnu- mála KR frá hausti 2007. Rúnar hóf að æfa knattspyrnu með Leikni sex ára, æfði síðan með KR frá því hann var á ellefta árinu. Hann lék með meistaraflokki KR 1987-1995, lék með Örgryte í Svíþjóð 1995-97, með Lilleström í Noregi 1997-2000, með Lokeren í Belgíu 2000-2007 og með KR síðari hluta móts 2007 er hann lagði skóna á hillun og varð yfirmaður knattspyrnumála félagsins. Rúnar varð fjórum sinnum Reykja- víkurmeistari með KR og bikarmeist- ari með liðinu. Hann var valinn efni- legasti leikmaður fyrstu deildar 1987, af leikmönnum liðanna, var valinn knattspynrumaður ársins 1998, var valinn leikmaður ársins í Noregi 1999 og var valinn einn af tíu bestu knatt- spyrnumönnum þjóðarinnar af Stöð 2, 2008. Hann lék fyrst með landslið- inu 1987, á að baki hundrað og fjóra A landsleiki og var fyrirliði A - lands- liðsins um skeið. Þá lék hann fjölda drengja- unglinga- og U21 landsleik. Fjölskylda Eiginkona Rúnars er Erna María Jóns- dóttir, f. 15.10. 1971, húsmóðir. Hún er dóttir Jóns Árna Ágústssonar og Dag- nýjar Ernu Lárusdóttur. Börn Rúnars og Ernu Maríu eru Rúnar Alex Rúnarsson, f. 18.2. 1995; Thelma Rut Rúnarsdóttir, f. 31.10. 2000; Tanja Rut Rúnarsdóttir, f. 22.1. 2004. Hálfsystir Rúnars er Ásta Hulda Kristinsdóttir, f. 30.4. 1953, búsett í Garðabæ, gift Ögmundi Kristinssyni prentara og eiga þau einn son. Bræður Rúnars eru Jónas Kristins- son, f. 1.3. 1960, símvirki, íþrótta-upp- eldisfræðingur og framkvæmdasjtóri KR, búsettur í Reykjavík en kona hans er Ásdís Eva Hannesdóttir fjölmiðla- fræðingur og eiga þau þrjú börn; Páll, f. 16.4. 1961, vélvirkjameistari í Reykjavík, en kona hans er Guðlaug Halldórsdóttir, grafískur hönnuður og eiga þau eina dóttur auk þess sem Guðlaug á dóttur frá því áður; Krist- inn, f. 13.5. 1966, sjóntækjafræðing- ur í Reykjavík, kvæntur Guðnýju Ól- afsdóttur skrifstofumanni og eiga þau tvo syni. Foreldrar Rúnars eru Kristinn Tryggvason, f. 8.8. 1932, fyrrv. starfs- maður Pósts og síma, og Margét Páls- dóttir, f. 7.6. 1940, húsmóðir og fyrrv. starfsstúlka á barnaheimili. Ætt Hálfbróðir Kristins, samfeðra, er Gúst- af Þ. Tryggvason lögfræðingur. Krist- inn er sonur Tryggva, húsgagnasmiðs í Ólafsfirði Hjálmarssonar, sjómanns á Patreksfirði Péturssonar. Móðir Tryggva var Klásína Eiríksdóttir. Móðir Kristins var Hulda Jón- asdóttir, b. á Þorgerðarstöðum og Skjögrastöðum, síðar verkamaður í Reykjavík Eiríkssonar, b. á Ormar- slóni í Þistilfirði, bróður Helgu, móð- ur Jósefs Axfirðings. Eiríkur var sonur Galdra--Eiríks, b. á Ormarslóni Ei- ríkssonar. Móðir Jónasar var Kristín Björnsdóttir. Móðir Huldu var Krist- ín Guðmundsdóttir, b. á Þverhamri Bjarnasonar, úr Reykjavík Sigurðsson- ar. Móðir Kristínar Guðmundsdóttur var Helga Eiríksdóttir frá Kirkjubóls- seli. Margrét er dóttir Páls, starfs- manns hjá Vífilfelli Guðmundssonar, í Lambhaga og síðar keyrslumanns hjá Garðari Gíslasyni í Reykjavík Guð- laugssonar. Móðir Páls var Ingibjörg Bjarnadóttir frá Sviðugörðum í Gaul- verjabæjarhreppi. Móðir Margrétar er Guðrún Ól- afsdóttir, b. á Syðri-Velli í Gaulverja- bæjarhreppi Sveinssonar, sjómanns á Klöpp á Miðnesi Högnasonar, b. í Reykjadal Árnasonar. Móðir Ólafs var Ólöf, systir Ólafs fríkirkjuprests. Ólöf var dóttir Ólafs Ólafssonar, bæj- arfulltrúa í Reykjavík. Móðir Guð- rúnar Ólafsdóttur var Margrét, syst- ir Guðrúnar, langömmu Magnúsar Kjartanssonar tónlistarmanns. Mar- grét var dóttir Steins, b. í Miklaholti og á Skúfslæk Jónssonar og Ingunn- ar Þorkelsdóttur, b. á Ormsstöðum Guðmundssonar. Móðir Ingunnar var Guðrún Sigurðardóttir, b. í Gelti og ættföður Galtarættarinnar Einars- sonar. Halldór fæddist í Reykjavík en ólst upp á Flateyri. Hann lauk vélstjóra- prófi frá Vélskóla Íslands 1982. Hall- dór hefur verið til sjós frá því á ungl- ingsárunum, lengst af á bátum og togurum frá Flateyri. Hann er nú yf- irvélstjóri á ísfiskstogaranum Stefni frá Ísafirði. Fjölskylda Eiginkona Halldórs er Dorn Sakulp- hron, f. 19. ágúst 1967, húsmóðir. Bræður Halldórs eru Reynir, f. 18.11. 1953, ritstjóri DV, kvæntur Halldóru Jónsdóttur og eiga þau fimm börn; Björn Jakob, f. 22.2. 1961, d. 25.5. 1961; Þorsteinn, f. 16.6. 1962, verkamaður á Ísafirði en kona hans er Jóna Símonía Bjarnadóttir sagnfræðingur; Þórir, f. 2.12. 1977, starfsmaður hjá RÚV í Reykjavík. Foreldrar Halldórs: Jón Trausti Sigurjónsson, f. á Húsavík 14.10. 1932, d. 16.7. 1978, verslunarmaður á Flateyri, og Sigríður Sigursteins- dóttir, f. 3.3. 1936, húsmóðir á Flat- eyri. Ætt Jón Trausti var sonur Sigurjóns, sjó- manns á Húsavík Jónssonar, org- anista á Húsavík Sigurjónssonar, bróður Helgu, móður Stefáns Pét- urssonar, ritstjóra Alþýðublaðsins. Móðir Jóns organista var Þórdís, systir Bjargar, ömmu Árna Björns- sonar tónskálds; systir Önnu, ömmu Árna Kristjánssonar píanóleik- ara, og systir Petrínu, ömmu Kristj- áns Eldjárn forseta, föður Þórarins, skálds og rithöfundar. Móðir Sigur- jóns var Björg Gunnarsdóttir, b. á Ketilsstöðum Benediktssonar. Móðir Jóns Trausta var Guð- rún Valdimarsdóttir, í Grímsey Traustasonar. Móðir Guðrúnar var Halldóra, systir Sigurðar á Sveins- stöðum, afa Björns, fyrrv. ráðu- neytisstjóra, og Stefáns, forstjóra Ís- lenskra aðalverktaka Friðfinnssona. Halldóra var dóttir Sæmundar, b. í Grímsey Jónatanssonar. Sigríður er dóttir Sigursteins, b. á Búrfelli í Hálsasveit Þorsteinsson- ar, b. á Höfða í Þverárhlíð Jónsson- ar, b. í Síðumúla Þorvaldssonar, b. á Vilmundarstöðum, bróður Vigdís- ar, ömmu Hannesar bankastjóra, Zóphaníasar skipulagsstjóra, Páls Agnars dýralæknis, Hjalta, forstjóra innflutningsdeildar SÍS og Vigdísar, móður Páls Baldvins Baldvinssonar. Þorvaldur var sonur Jóns, ættföður Deildartunguættar. Móðir Þorsteins var Helga Jónsdóttir, b. á Signýjar- stöðum í Hálsasveit, bróður Vig- dísar og Þorvalds. Móðir Helgu var Guðrún, systir Helgu, langömmu Guðmundar Arnlaugssonar, rekt- ors MH, og Önnu, móður Flosa Ól- afssonar leikara. Guðrún var dóttir Böðvars, b. í Skáney Sigurðssonar, og Ástríðar, systur Jóns, Þorvalds og Vigdísar. Móðir Sigursteins var Sigríður Jónsdóttir, b. í Steindyrum á Látraströnd Einarssonar, og Ingi- bjargar Benediktsdóttir, frá Hrings- dal. Móðir Sigríðar var Jakobína Guð- ríður, dóttir Jakobs, trésmiðs í Vík í Mýrdal, bróður Erlends, afa Erlends Einarssonar, forstjóra SÍS. Jakob var sonur Björns, b. á Dyrhólum, bróð- ur Þuríðar, langömmu Bergsteins, fyrr. brunamálastjóra og Sigurðar sýslumanns Gissurarsona og Ólafs G. Einarssonar, fyrrv. ráðherra. Móð- ir Jakobs var Ólöf Þorsteinsdóttir, b. á Ketilsstöðum, bróður Þórunnar, langömmu Steinunnar, langömmu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætis- ráðherra. Móðir Jakobínu Guðríðar var Guðríður Pétursdóttur, b. í Vatns- skarðshólum, Erlendssonar, og Guð- ríðar, systur Ólafar á Dyrhólum. Kjartan Gunnar Kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp fréttnæma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk@dv.is 50 ára á sunnudag Halldór V. Traustason vélstjóri á flateyri Einar Bjarni Halldórsson tölvunarfræðingur í reykjavík Einar fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Vesturbæn- um og Smáíbúðahverfinu. Hann var í Réttarholtsskóla, lauk stúdentsprófi frá MS og lauk prófi sem tölvunar- fræðingur frá HÍ 2005. Einar hóf ungur störf hjá Henson og starfaði þar með skóla og á sumrin. Hann hefur verið tölvunarfræðingur hjá Internet á Íslandi frá 2006. Einar hóf ungur að æfa og keppa í knattspyrnu með Val og hefur verið harður stuðningsmaður félagsins alla tíð. Fjölskylda Systir Einars er Berg- þóra Halldórsdóttir, f. 23.2. 1975, flugfreyja í Reykjavík. Foreldrar Einars eru Halldór Einarsson, f. 23.12. 1947, framkvæmdastjóri og eigandi Henson, og Esther Magnús- dóttir, f. 10.8. 1947, meðstjórnandi hjá Henson. 30 ára á föstudag Guðrún L. Ingvarsdóttir bréfberi í kópavogi Guðrún fæddist í Reykja- vík en ólst upp í Kópavogi. Hún var í Kópavogsskóla og stundaði nám við MK og lauk þaðan stúdentsprófi. Guðrún hóf störf hjá Ís- landspósti eftir stúdents- próf og hefur verið bréfberi síðan. Fjölskylda Sonur Guðrúnar er Ingvar Pálmi Vilhjálmsson, f. 24.7. 2004. Bróðir Guðrúnar er Ásgeir Ingvarsson, f. 3.6. 1977, starfsmaður hjá tölvuleikjaverslun- inni Geimsstöðinni. Foreldrar Guðrún- ar eru Birna Höskulds- dóttir, f. 2.5. 1961, mat- ráður við leikskólann Kópahvol, og Ingvar Stefánsson, f. 13.6. 1961, gröfumað- ur í Kópavogi. 30 ára á föstudag Jóna G. Pétursdóttir sundlaugarvörður á Hvammstanga Jóna fæddist á Hvamms- tanga, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tíð. Hún var í Grunnskól- anum á Hvammstanga. Jóna var í vinnuskólan- um á Hvammstanga á unglingsárunum, starf- aði við sláturhús KVH 1996-2001, vann við rækjuvinnsluna á Meleyri 2001- 2003 og hefur starfað við íþrótta- miðstöðina á Hvammstanga frá 2004. Fjölskylda Eiginmaður Jónu er Arnar Hlynur Ómarsson, f. 12.10. 1974, starfs- maður við íþróttamiðstöðina á Hvammstanga. Dætur Jónu og Arn- ars Hlyns eru Arn- dís Sif Arnarsdóttir, f. 22.3. 1999; Rannveig Elva Arnarsdóttir, f. 9.3. 2003. Hálfsystir Jónu er Amal- ía Lilja Kristleifsdóttir, f. 7.2. 1977, nemi í dýra- lækningum. Foreldrar Jónu eru Pétur Hilm- ar Guðbjörnsson, f. 27.9. 1959, starfsmaður við Steypustöðina á Hvammstanga, og Guðrún Að- alheiður Matthíasdóttir, f. 21.8. 1960, starfskona við Heilbrigðis- stofnunina á Hvammstanga. 30 ára á laugardag 40 föstudagur 4. september 2009 ættfræði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.