Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						KÁRI TULINIUS sendir í dag frá sér 
sína fyrstu skáldsögu, Píslarvotta án 
hæfileika, sem fagnað verður með 
útgáfuhófi í Eymundsson við 
Skólavörðustíg í dag klukkan 17.30. 
Kári var þrjú ár að skrifa söguna og 
varði svo nýliðnum vetri í endurskrif á 
henni.
NENNTI EKKI AÐ 
VERA KVÍÐINN
Ég horfði um daginn á myndina 
um Kóngulóarmanninn 3 og eins 
og alltaf með hasarmyndasögur féll 
ég í stafi yfir sögunni, persónunum 
og dramatíkinni. En það var ekki 
Kóngulóarmaðurinn sem virkaði 
svona sterkt á mig, heldur einn and-
stæðinga hans. ?Svarta efnið.?
Svarta efnið er formlaus óværa 
sem sækir í fólk og breytir því. Í 
þriðju myndinni um Kóngulóar-
manninn læðist þessi óþverri að 
Peter Parker (sem er Kóngulóar-
maðurinn í daglega lífinu) og hel-
 tekur hann. Kóngulóarmaðurinn 
vaknar eftir ásókn svarta efnisins 
og sér að hann er orðin svartur og 
kann því bara vel. Uppfullur af orku 
enda sækir hann kraft sinn í niður-
bælda gremju Peters Parker. Svarti 
kóngulóarmaðurinn er öðruvísi en 
sá hefðbundni. Hann byrjar á því að 
drepa andstæðing sinn, sandmann-
inn, nokkuð sem ?góði? Kóngulóar-
maðurinn myndi aldrei gera. 
Flekar konur og lemur fólk
Svo gerist það í myndinni að við 
fáum að sjá hvernig svarta efnið 
virkar á Peter Parker í daglega líf-
inu. Peter tekur stakkaskiptum og 
verður töffari, flekar konur og svík-
ur kærustuna sína, lemur mann og 
annan og nýtur athyglinnar sem 
hann óhjákvæmilega skapar með 
töffarastælunum í bland við ofur-
mennska hæfileika. Atriðið þar sem 
Peter Parker er að dansa úti á götum 
New York-borgar er algerlega magn-
að, því vegfarendur sjá eitthvað allt 
annað en Peter sjálfur og líta hann 
hornauga. Honum er andskotans 
sama enda er hann svo uppfullur af 
sjálfum sér að undrum sætir.
Já, svarta efnið er hættulegt. Það 
er gott en það er líka vont. Svarta 
efnið nærist á honum sjálfum og ýkir 
allan verueika og snýr honum upp 
á hið risastóra egó sem svarta efn-
ið sjálft byggir upp og nærir. Svarta 
efnið sviptir Peter jarðtengingunni 
og fyllir hann af ranghugmyndum 
um eigið ágæti. 
Svarta efnið = áfengi?
Svona svipað og áfengi gerir hjá 
venjulegu fólki með enga yfirnátt-
úrulega hæfileika. Ég þekki svarta 
efnið af persónulegri reynslu og 
losnaði við það fyrir tæpum 10 
árum. Ég hef eins og margar fyrrver-
andi fyllibyttur spekúlerað mikið í 
alkóhólisma eða ?sjúkdómnum? eða 
hvað sem fólk vill kalla þetta, en hef 
aldrei séð betri lýsingu á fyrirbærinu 
en í Spiderman 3. 
Í myndinni fattar Peter Parker 
að eitthvað er ekki í lagi þegar hann 
var í svarta búningnum og losnar 
við óþverrann (í kirkju) með því að 
berjast við sjálfan sig í æðisgeng-
inni baráttu. Því miður lak svarta 
efnið frá Peter Parker og féll á ljós-
myndarann Eddie Brock sem er 
hálfgerður skíthæll og lesendur geta 
bara ímyndað sér hvað gerist þegar 
svarta efnið nær tökum á svoleiðis 
pappír og magnar upp óuppgerða 
gremju og komplexa. Afleiðingin er 
Venom, einn ægilegast óvinur Spid-
erman. Eddie Brock líður nefnilega 
betur með svarta efninu heldur en 
án þess og áhrifin verða inntak lífs-
ins og miðpunktur. Hann upplifir sig 
sem sterkan og ósigrandi.
Það eru ekki allir Eddie Brock
Svona er brennivínið. Það magnar 
upp ranghugmyndir og snýr upp á 
veruleikann og miðar allan heiminn 
út frá eiginhagsmunum neytand-
ans. Kyndir undir mikilmennsku-
hugmyndir og veitir vissulega yl, svo 
lengi sem á því stendur. 
Ég hef oft furðað mig á afstöðu 
samfélagsins gagnvart brennivín-
inu. Nú er það svo að það eru ekki 
allir eins og Eddie Brock og flest-
ir geta notið víns á þess að svertast 
á sálinni en þeir sem geta það ekki 
ættu að fylgja dæmi Kóngulóar-
mannsins og losa sig við óværuna. 
Takið eftir því næst þegar ein-
hver deyr á voveiflegan hátt hvort 
brennivínið hafi ekki verið með í 
spilinu. Ég man eftir í fljótheitum 
pari sem drukknaði rétt fyrir utan 
Viðey. Konu sem varð úti milli húsa í 
Kópavogi og svo öll bílslysin. Mér er 
sagt að annað hvert dauðsfall í um-
ferðinni megi rekja til áfengis. Það 
væri gagnlegt framtak að halda skrá 
yfir dauðsföll af völdum áfengis og 
birta opinberlega. Þá er ég ekki bara 
að tala um slys og þess háttar, heldur 
einnig sjálfsvíg, sjúkdóma og morð.
Félagi minn í gegnum þessi alls-
gáðu 10 ár okkar orðaði þetta svona: 
?Brennivínið er lævís, óútreiknan-
legur og voldugur andstæðingur.? 
Það er hverju orði sannara.
Kóngulóarmaðurinn og svarta efnið
UMRÆÐA 19. maí 2010 MIÐVIKUDAGUR  21
1 KRAMPAKIPPIR JÓNS ÁSGEIRS Tilraunir Jóns Ásgeirs til að kenna 
Davíð Oddssyni um ófarir sínar eru 
krampakippir. 
2 REKIN FYRIR AÐ TJÁ SIG Á FACEBOOK Gengilbeina var 
rekin fyrir að skrifa um kúnna sína á 
Facebook. 
3 ÓEÐLILEGT OG FOKDÝRT ÚTIBÚ Sigurður Einarsson bjó frítt í íbúð 
sinni í London í boði Kaupþings. 
4 ?GUÐ HJÁLPAR MÉR VONANDI MEÐ FYRIRGEFNINGUNA? 
Hrafnhildur Stefánsdóttir, fórnar-
lamb Bjarka Más, flúði til Noregs eftir 
að hann áfrýjaði átta ára fangelsis-
dómi til Hæstaréttar 
5 LITLI DRENGURINN Í GRAFARVOGI LÁTINN Drengurinn sem slasaðist á 
róluvelli í Grafarvogi er látinn.
6 KÆRUSTUPARIÐ CHLOÉ OPHÉLIE OG ÁRNI ELLIOTT SIGRUÐU Í 
NETLEIK RENAULT Chloé og Árni 
eiga góða möguleika á að komast í 
raunveruleikaþátt. 
7 VARASJÓÐURINN TÆMDUR Á TVEIMUR ÁRUM Eftir hallarbyltingu 
í Sparisjóði Hafnarfjarðar hófst nýtt 
tímabil.
MEST LESIÐ á dv.is MYNDIN
Hver er maðurinn? ?Ég heiti Kári Tulini-
us og er að gefa út mína fyrstu skáldsögu 
sem heitir Píslarvottar án hæfileika og 
kemur út hjá JPV fimmtudaginn 20. maí.?
Hver er fyrsta minning þín úr æsku?
?Hún er af því þegar ég var í Flórída með 
foreldrum mínum, ég var svona eins 
og hálfs árs, og horfði á boltann minn 
sem ég hafði verið að leika mér með á 
ströndinni fljóta út á haf. Það eru reyndar 
ekki til neinar myndir af þessu þannig 
að ég treysti þessu kannski ekki alveg 
(hlær).? 
Hvað var sköpunartími Píslarvotta 
án hæfileika langur? ?Ég byrja að 
skrifa hana í janúar 2006, skila handriti 
til Forlagsins í janúar 2009 og svo voru 
endurskriftir eiginlega í gangi í allan 
vetur.?
Hverjir eru þessir píslarvottar 
í sögunni þinni? ?Þetta eru fimm 
ungmenni í Reykjavík, öll fædd í kringum 
1984. Þau eru róttæklingar sem vilja 
skipta máli en ekkert sem þau hafa reynt 
hefur gengið. Þau eiga óljósan draum 
um að verða hryðjuverkamenn en hafa 
engan málstað sem þau trúa nógu mikið 
á til að drepa eða deyja fyrir.? 
Finnst þér margir vera píslarvottar 
í Íslandssögunni? ?Nei, þeir eru ekki 
margir Íslendingarnir sem hafa dáið fyrir 
málstað. Maður þarf að fara aftur til Jóns 
Arasonar til að finna hreinan píslarvott. 
Reyndar, svona á persónulegum nótum, 
þá dó langalangafi minn í Dýrafirði þegar 
Hannes Hafstein reyndi að stöðva enskan 
togara sem var að veiða í leyfisleysi. Afi 
minn var þar á báti, var sigldur niður og 
dó.? 
 
Hvers vegna kemur bókin þín út um 
vor en ekki haust eins og algengara 
er hér á landi? ?Þetta er ákvörðun For-
lagsins. Þau eru með sex eða sjö bækur 
sem eru að koma út á vormánuðum og 
mér finnst það bara mjög fínt. Ég kaupi 
bækur allan ársins hring og held að fólk 
geri það almennt.? 
Ætlarðu að kjósa Besta flokkinn í 
borgarstjórnarkosningunum í lok 
mánaðarins eins og 36 prósent 
segjast ætla að gera? ?Ég er ekki bú-
settur í Reykjavík þannig að ég get ekki 
kosið hann.?tta án hleika, sem fagnað 
MAÐUR DAGSINS
KJALLARI
?Nei.?
MARÍA BJÖRK ÓLAFSDÓTTIR 
STARFSMAÐUR DISTICA
?Já ég myndi segja það eftir að Besti 
flokkurinn kom.?
KOLBRÚN ÓSK PÉTURSDÓTTIR
16 ÁRA NEMI
?Þetta er alvarlegt en það er grín hvað 
það er lítið tekið á alvarlegum hlutum.?
MARÍANNA EVA SÆVARSDÓTTIR 
17 ÁRA MÓDEL
?Engan veginn, þetta eru rosalega 
alvarleg mál, en ég nenni ekki að 
fylgjast með þessu, vegna þess að þetta 
er ekki að fara neitt.?
 ÍSOLD ANTONSDÓTTIR 
 17 ÁRA NEMI Í MS
?Nei, þau eru ekki grín, þó að Jón Gnarr 
sé að grínast núna, þá mun hann ekki 
grínast þegar hann verður borgarstjóri 
og verður flottur.
 VIKTOR PÉTURSSON 
 47 ÁRA OFNGÆSLUMAÐUR
ERU BORGARSTJÓRNARMÁLIN GRÍN?
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR
Fantagóðir tónleikar Hljómsveitin Dikta náði þeim merka áfanga á dögunum að selja 5.000 eintök af plötu sinni Get it Together 
og hlaut gullplötu fyrir vikið. Í þakklætis skyni efndi hljómsveitin til ókeypis tónleika á NASA við Austurvöll klukkan sex í gær. Opið 
var fyrir alla aldurshópa og Fanta í boði. MYND RÓBERT REYNISSON
TEITUR ATLASON
 nemi skrifar
?Ég hef oft furðað 
mig á afstöðu 
samfélagsins 
gagnvart 
brennivíninu.?

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32