Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2010, Blaðsíða 2
2 fréttir 20. september Mánudagur Helgi Hróbjartsson játaði fyrir fagr- áði um kynferðisbrotamál innan kirkjunnar að hafa framið kynferð- isbrot gegn þremur ungum piltum. Fólust brotin annars vegar í kyn- ferðislegu ofbeldi og hins vegar í kynferðislegri áreitni. Brotin framdi hann fyrir 25 árum en hann gekkst við þeim þegar sakir voru bornar á hann og lýsti því yfir í kjölfarið að hann myndi ekki starfa framar fyr- ir kirkjuna eða önnur samtök henni tengd. Helgi var staddur í Eþíópíu þegar málið kom upp þar sem hann var að ljúka skammtímaverkefni og var á heimleið þegar hann var boðaður á fund fagráðsins. Til stóð að hann færi síðan til Noregs, sem hann og gerði. DV hefur leitað allra leiða til þess að ná í Helga en án ár- angurs. Málið var mönnum sem til hans þekkja mikið áfall, enda hefur Helgi ekki verið þekktur fyrir annað en óeigingjarnt starf og hefur ósérhlífni hans vakið eftirtekt, hér heima sem og erlendis. Helgi er 73 ára. Hann er prestur en hefur lengst af starf- að sem kristniboði á vegum norsku kristniboðasamtakanna, aðallega í Eþíópíu en líka í Senegal. Fyrir störf sín var Helgi mikilsvirtur og var tal- að um hann sem þriðja guðinn í Eþ- íópíu. Í guðatölu Á Þorláksmessu árið 2001 birt- ist grein eftir norskan blaðamann í sunnudagsblaði Morgunblaðs- ins um Helga. Þá hafði Helgi verið meðal múslima á Sómalíu-svæð- inu í Suður-Eþíópíu í næstum þrjá- tíu ár. Þar sagði meðal annars: „Boð- un hans er ekki mikið í orði, en hann nýtur mikillar virðingar vegna verka sinna. Múslimarnir við landa- mæri Sómalíu kalla hann einfald- lega „númer þrjú“. Allah er fyrstur og fremstur, þá kemur Múhameð og því næst Helgi. Íslendingurinn Helgi Hróbjartsson er sá eini sýni- legi í þessari þrenningu og dags- daglega hafa þeir sterkust tengsl við hann.“ Í greininni var einnig tekið fram að Helgi gegndi lykilhlutverki fyrir bæði norska og íslenska kristni- boðasambandið í Suður-Eþíópíu en auk þess að starfa við neyðarhjálp bar hann ábyrgð á eftirliti og stuðn- ingi við staðbundna trúboða í Filtu, Haja Suftu, Dollo, El Kere og Wadra. Þá bar hann einnig ábyrgð á frum- herjastarfi í Neghelli og á Borana- sléttunni þar sem hann sinnti hjálp- arstarfi samhliða trúboði. Auk þessa hafði hann eftirlit með starfi í heil- brigðisþjónustu í El Kere. Í Glerárprestakalli í vor Helgi var með æskulýðsstarf í Þor- lákshöfn áður en hann var vígður til þjónustu í Hríseyjarprestakalli 30. september 1984. Þar þjónaði hann frá 1. október 1984 til 1. ágúst 1986. Á þessum árum áttu kynferðisbrot- in sem fagráðið fjallaði um sér stað. Gunnar Rúnar Matthíasson, for- maður fagráðsins, staðfestir að ein- hver brotin áttu sér stað fyrir norðan en þó ekki í Hrísey og ekki öll. Árið 2004 sinnti Helgi afleysingaþjónustu í Neskirkju í tvo mánuði, árið 2005 var hann í afleysingum hjá söfnuði Íslendinga í Noregi í sjö mánuði, aft- ur í tólf mánuði árið 2006 og hálft ár árið 2008. Síðast starfaði Helgi fyr- ir íslensku Þjóðkirkjuna í vor þegar hann leysti af í Glerárprestakalli í þrjá og hálfan mánuð. Bænaraugu barnanna Helgi fór fyrst til Eþíópíu árið 1967. Í fyrrnefndri grein Morgunblaðsins var vísað í heimildarmynd um Helga sem sýndi að hann lifði áhættusömu lífi en væri ekki lagið að segja frá því sem hann tæki sér fyrir hendur, hon- um léti betur að láta lítið fyrir sér fara og endaði greinin með þessum orð- um: „Þarna heyrðum við margvís- leg hljóð og fundum alls konar lykt, en bænaraugu barnanna sem biðja um hjálp sitja fastast í minningunni. Mitt á meðal þessara barnaaugna sjáum við hávaxinn hvítan mann sem gengur um, nánast eins og eng- ill þeim til bjargar. Þessar myndir hugans verða til þess að við bókstaf- lega tárfellum.“ Lífsbjörg í flóttamannabúðum Þar sem Helgi bjó voru ættflokka- átök og matar- og vatnsskortur var daglegt brauð og reynt var að ráða hann af dögum. Sjálfur sagðist Helgi nánast vera orðinn heimamaður á svæðinu: „Það eru alltaf einhverjir sem þurfa á hjálp minni að halda og ég er hér fyrst og fremst til að hjálpa fólki sem mér þykir vænt um. Þótt ég sé fæddur á Íslandi finnst mér ég næstum vera orðinn Eþíópi og flestir vinir mínir eru Eþíópumenn.“ Þegar hann fór með blaðamann að fyrsta söfnuðinum sem hann kom upp í Danessa tóku um fimmtíu safnaðarbörn fagnandi á móti þeim. Sagði blaðamaður að eitt stærsta verkefni Helga væri að bjarga lífi milli 20.000 og 30.000 manna í flóttamannabúðum við landamæri Sómalíu. Herferðin Eþíópía sveltur varð til þess að hver fjölskylda fékk daglega 10 lítra af vatni og 25 kíló af sojamjöli. Steinsnar frá flóttamannabúð- unum hafði Helgi keypt lóð og reist eigin bækistöð, enda starfaði hann aðallega á eigin vegum síðustu árin. Kom hann sér einnig upp flugvél, fjögurra sæta Cessna-vél sem hann fékk frá Íslandi og kallaði gömlu frúna. Vélin var áður í eigu Ómars Ragnarssonar en Helgi notaði hana í starfi sínu sem trúboði, enda með flugréttindi. Til þess að láta þann draum rætast tók hann persónulegt lán auk þess sem kristniboðsvinir hans á Íslandi og í Noregi stóðu fyr- ir söfnun fyrir rekstrarkostnaðinum. Skipulagði neyðarhjálp Á ferli sínum sem trúboði sinnti Helgi alltaf hjálparstarfi auk þess sem hann stóð endurtekið fyrir söfnunarátaki til þess að bregðast við sárri neyð fólks. Árið 1992 var Helgi einnig einn aðalskipuleggj- andi neyðarhjálpar í héraðinu El Kere á vegum Hjálparstarfs kirkj- unnar í samvinnu við yfirvöld og lút- ersku kirkjuna þar í landi. Um 9.000 manns bjuggu í þorpinu, bændur og hirðingjar, og þar sem uppsker- an brast varð matarskortur. Mark- mið söfnunarátaksins var að útvega 1.500 börnum, mæðrum með börn á brjósti og barnshafandi konum vikulega tveggja kílóa matarskammt næstu þrjá mánuði. Íslenskur friðarhöfðingi Ómar Ragnarsson kallaði Helga ís- lenskan friðarhöfðingja. Hann fór til Afríku til þess að fylgjast með störf- um hans, líkt og Jón Ársæll gerði fyrir Sjálfstætt fólk. Síðar lýsti hann því í pistli þegar hann var á ferð um Eþíópíu með Helga og fékk að vita að engir erlendir ferðamenn væru óhultir fyrir ræningjum frá Sómalíu á þessum slóðum. „Hins vegar breytti það miklu fyrir mig að vera í för með Helgi Hróbjartsson prestur játaði kyn- ferðisbrot gegn þremur piltum. Brotin eru 25 ára gömul. Helgi hefur lengst af starfað sem trúboði í Eþíópíu þar sem hann vakti eftirtekt fyrir óeigingjarnt starf og ósér- hlífni. Heimildarmynd um Helga fékk nafnið Engill af himnum. Þegar málið kom upp á dögunum var Helgi kallaður heim frá Eþíópíu. Hann mun ekki starfa framar á vegum kirkjunnar. Var tekinn í guðatölu í eþíópíu Helgi Hróbjarts-son er hins veg- ar í svo miklum metum þarna að líkist því sem er um helga menn. inGiBjörG döGG kjartanSdóttir blaðamaður skrifar: ingibjorg@dv.is Hélt utan HelgistarfaðisíðastfyrirÞjóðkirkjunasemafleysingapresturíGlerár- kirkju.Hannfóraflandibrotteftirfundinnmeðfagráðinuogdvelurnúámeðalvina ogvandamannaíNoregi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.