Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.11.2013, Blaðsíða 18
18 Fréttir 22.–24. nóvember 2013 Helgarblað L esendur DV kannast eflaust margir við Keníamanninn Paul Ramses Odour sem tekinn var með lögregluvaldi frá eigin- konu sinni og nýfæddu barni í Reykjavík á sumarmánuðum 2008. Ramses var sendur til Ítalíu án þess þó að umsókn hans um hæli hefði nokkurn tímann verið tekin til efn- islegrar meðferðar hér á landi. Brott- vísun hans úr landinu vakti sterk viðbrögð. Flugvallahlaupararnir svokölluðu, þeir Haukur Hilmarsson og Jason Thomas Slade, vöktu athygli á málinu þegar þeir brutu sér leið inn á Keflavíkurflugvöll og stöðvuðu tímabundið flugvélina sem Ramses átti að fara með til Ítalíu. Þá stóð Hörð- ur Torfason fyrir fjöldamótmælum fyrir utan skrifstofur dómsmálaráðu- neytisins þar sem þess var krafist að fjölskyldan yrði sameinuð á ný. Björn Bjarnason, þáverandi dóms- málaráðherra, sagði í fjölmiðlum að málið væri í „hefðbundnu ferli“. Fjöl- mörgum ofbauð hins vegar framganga Útlendingastofnunar í málinu, þeirra á meðal Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, þáverandi utanríkisráðherra, sem sagði harðneskjulegt að tvístra fjöl- skyldu Ramses með valdi. Þá krafð- ist hún svara frá dómsmálaráðherra, og bað ráðuneytið um að rökstyðja ákvörðun sína. Mannréttindasamtök- in Amnesty International tóku í sama streng og hvöttu yfirvöld til þess að endurskoða ákvörðun sína. Dóms- málaráðuneytið lét á endanum undan þrýstingi, brottvísun Ramses var dreg- in til baka, og honum gert kleift að koma aftur til landsins eftir mánaða vist í flóttamannabúðum á Ítalíu. Umsókn þeirra Paul Ramses og Rosemary Atieno var tekin fyrir hér á landi og árið 2010 var þeim loks veitt dvalarleyfi af mannúðarástæðum. Hjónin eru afar þakklát öllum þeim sem létu sig málið varða og nefna Hauk og Jason sérstaklega í þeim efn- um, sem og lögfræðing sinn á þeim tíma, Katrínu Theódórsdóttur, og Hörð Torfason og Ingibjörgu Sólrúnu. Þau búa í lítilli íbúð í Vallarhverfi í Hafnarfirði ásamt börnum sínum tveimur, þeim Fídel Smára og Rebekku Chelsea. Blaðamaður heimsótti fjöl- skylduna og fékk að heyra hvað á daga þeirra hefur drifið. Ramses starfar í dag sem hreingerningamaður en læt- ur sig dreyma um að þjálfa krakka í fótbolta, íþróttinni sem hann stundaði svo mikið sjálfur á sínum yngri árum í Kenía. Rosemary segist afar þakklát fyrir það að börnin hennar fái tækifæri til þess að vera í leikskóla. „Hér ríkir friður“ Það er kalt og vindasamt á Völlunum í Hafnarfirði þegar blaðamann og ljós- myndara ber að garði. Ramses opnar dyrnar og tekur brosandi á móti okk- ur og vindinum. Við hlið hans stendur lítill snáði, Fídel Smári, eilítið forvitinn á svip. Hann er þó ekki lengi að draga okkur inn í hlýjuna í eldhúsinu og að lítilli fartölvu sem er á eldhúsborðinu: „Sjáðu, ég er að spila tölvuleik,“ segir Fídel og bendir á tölvuskjáinn. Litla systir hans, hún Rebekka, kemur að- vífandi og virðir okkur flissandi fyrir sér. Fídel Smári sem var ekki nema 21 dags gamall þegar faðir hans var tekinn höndum og sendur til Ítalíu, er fimm ára í dag. Ramses situr við borðið og glottir út í annað, en bið- ur Fídel og Rebekku svo um að gera sig klár fyrir leikskólann. Þau eru ekki lengi að bregðast við og áður en við vitum af eru þau búin að pakka í skólatöskurnar og rokin út með móð- ur sinni. Blaðamaður spyr Ramses út í síð- ustu ár: „Það hafa verið hæðir og lægðir hjá okkur síðan 2008 en við tókum fljótlega meðvitaða ákvörðun um að reyna að líta aðstæður okk- ar jákvæðum augum. Hér ríkir frið- ur, við erum með börnunum okkar og höfum í rauninni nægar ástæður til þess að njóta lífsins.“ Ramses og Rosemary hafa bæði fengist við hreingerningastörf enda erfitt að fá vinnu við hæfi þegar vantar upp á íslenskukunnáttuna. Ramses, sem er menntaður stjórnmálafræðingur, seg- ist hafa reynt að komast inn í íslensku- nám í Háskóla Íslands en það hafi ekki ennþá gengið eftir. „Það eru einhver vandræði með skráninguna, ég er ekki inni í kerfinu. Mig langar til þess að læra íslensku til þess að geta nýtt hæfileika mína hér á landi, og þannig kannski farið að vinna við eitthvað annað. Ég er ekki að segja að mér líki ekki við vinnuna mína, alls ekki, en ég vil fá að þroskast og þróast áfram í ein- hverju sem ég kann og er góður í.“ Rukkuð fyrir fæðingu Þrátt fyrir jákvæðnina sem hann hefur reynt að tileinka sér viður- kennir Ramses að þau hafi rekið sig á ýmsa veggi á Íslandi. Eins og kom- ið hefur fram fengu þau dvalarleyfi af mannúðarástæðum snemma árs 2010. Skilaboðin sem þau fengu frá Útlendingastofnun í kjölfarið voru á þá leið að þetta þýddi að þau væru „komin inn í kerfið“ og því með öll til- tæk réttindi. Þau fengu kennitölu og gátu fengið vinnu, sem þau og gerðu, og fóru þar með að borga skatta til samfélagsins. Töldu þau að þar sem þau væru farin að greiða í opinbera sjóði væru þau með sömu réttindi og aðrir Íslendingar. Það reyndist þó ekki raunin: „Í kjölfar fæðingar dóttur okkar fengum við til dæmis sendan reikning fyrir fæðingunni sem hljóð- aði upp á 108 þúsund krónur,“ segir Ramses og bætir við: „Þannig að jafn- vel þótt við höfum verið að vinna og borga skatt í allan þennan tíma erum við ekki inni í sjúkratryggingakerfinu.“ Þessi furðulega staða Ramses og fjölskyldu er langt í frá einsdæmi. Fjöl- mörg dæmi eru um fólk sem hefur fengið tímabundið dvalar- og at- vinnuleyfi á Íslandi án þess þó að hafa aðgang að félagslega kerfinu. Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi, greindi nýlega frá máli georgískr- ar konu sem hefur búið við mikla óvissu hér á landi allt frá árinu 2005. Í grein sem hann skrifaði í Morgun- blaðið í síðasta mánuði kom fram að konan hefði greitt skatta hér á landi í fjölmörg ár án þess þó að fá aðgang að félagslega kerfinu, hvað þá sjúkra- tryggingakerfinu. Toshiki skrifaði meðal annars: „Hún býr í sama sam- félagi og við en hún er ekki með sömu stöðu, hún er ekki með okkur í raun. Hún er í „limbói“. Hvað hefur valdið slíkri stöðu?“ Vill í framboð „Við höfum vanist því að fá höfnun. Við höfum vanist því að vera utan- gátta. Við fáum oft þau skilaboð að við séum ekki „inni í kerfinu“ en við reynum samt sem áður bara að vera jákvæð. Það er mikilvægt fyrir börn- in okkar að við séum ekki að valda þeim óþarfa áhyggjum,“ segir Ramses aðspurður hvaða tilfinningar bærist í brjósti hans. „Ef við erum stressuð verða börnin stressuð en á meðan við höldum brosinu brosa þau.“ Hann segir að þau hafi verið smeyk við að spyrja of margra spurninga. „Við höf- um bara ákveðið að taka þessu – taka sársaukann með okkur og halda áfram.“ Rosemary er komin heim eft- ir að hafa farið með börnin á leikskól- ann. Hún tekur undir með Ramses og segir ljóst að fólk í þeirra stöðu forðist að tala of hátt um hlutina eða spyrja og margra spurninga: „Já já, það er bara þannig.“ Fjallað hefur verið um áhuga „Flugvallarhlauparar björguðu lífi mínu“ n Paul Ramses og Rosemary Atieno hafa vanist því að vera utangátta n Fengu hæli af mannúðarástæðum en föst í „limbói“ Jón Bjarki Magnússon jonbjarki@dv.is Viðtal „Við höfum vanist því að vera utangátta Sameinuð fjölskylda Paul Ramses og Rosemary Atieno búa í Vallarhverfinu í Hafnarfirði ásamt tveimur börnum sínum, þeim Fídel Smára og Rebekku Chelsea. MyndiR SigtRygguR ARi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.