Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.2008, Blaðsíða 22
Þriðjudagur 28. Október 200822 Fólkið Stórsöngvarinn Björgvin Hall- dórsson og félagar hafa ákveðið að láta ekki deigan síga og blása til tónleikanna Jólagestir Björgvins í Laugardalshöllinni 6. desember. Tónleikarnir fóru fyrst fram í fyrra og var aðsókn það mikil að settir voru á tvennir aukatónleikar og var alltaf uppselt. Sannkallað stórskota- lið listamanna hefur þegar þekkst boð um að koma fram í ár. Þar má nefna Eyjólf Kristjánsson, Krumma og Daníel Ágúst, Ladda, Siggu Bein- teins, Pál Óskar og Stefán Hilmars- son. Sérstakur gestur er svo enginn annar en Kristján Jóhannsson óp- erusöngvari. Þá er bara að vona að Kristján „beili“ ekki á Bó Halldórs en eins og DV greindi frá á dögunum lét hann ekki sjá sig eins og ráðgert var á hátíðarsamkomu sem SÁÁ stóð fyrir í byrjun október. Glöggir sjónvarpsáhorfendur hafa vafalítið tekið eftir nýjum frétta- ritara RÚV í Vestmannaeyjum sem gert hefur hinum ýmsu mannlegu athöfnum góð skil á skjánum undan- farnar vikur. Sighvatur Jónsson heitir kappinn og er Eyjapeyi í húð og hár. Þetta eru svo sannarlega ekki fyrstu skref Sighvats á fjölmiðlabrautinni því hann var fréttaritari Stöðvar 2 í Danmörku síðustu fjögur árin við góðan orðstír. Áður en Sighvat- ur fluttist til Danmerkur var hann meðal annars í innlendum fréttum á Stöð 2 en fleiri muna þó kannski eftir honum sem Hvata á FM 957. Sig- hvatur var nefnilega á meðal fyrstu FM-hnakka landsins sem kvaddi sér hljóðs á þeirri sívinsælu útvarpsstöð. FM-hnakki á RÚV eR Möndlu- gjöFin í áR „Ég fékk þessa hugmynd síð- astliðinn miðvikudag. Mig langaði til þess að gera eitthvað með þetta kreppuástand, alveg frá því að þetta ástand dundi yfir, en ég fann aldrei neinn flöt á þessu,“ segir Ótt- ar Norðfjörð rithöfundur sem gefur út bókina 10 litlir bankastrákar. „Síðan kom hugmyndin að not- ast við 10 lítilla negrastráka-form- attið. Ég tók mikla geðveiki í þrjá, fjóra daga og kláraði bókina,“ út- skýrir Óttar. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann skrifar einhvers konar ádeilu um íslenskt samfélag. Í fyrra gaf hann út bókina Jón Ás- geir og afmælisveislan, en þar var góðærið sem ríkti á landinu tekið fyrir. „Þessi saga fjallar um 10 litla bankastráka sem lenda í vandræð- um. Fyrstur til þess að fara er Hann- es Smárason sem klúðraði algjör- lega FL Group. Svo fara þeir einn af öðrum og í lokin er bara einn bankastrákur eftir og það er Davíð Oddsson. Hann neitar að fara og endar með íslensku fjallkonunni. Síðustu línur bókarinnar hljóma svona: „Hann sótti handjárnin og hjakkaðist á píu og fyrr en varði urðu bankastrákarnir aftur 10.“ Óttar var ekki lengi að koma bókinni frá sér, hann fékk grænt ljós á útgáfu hennar í gær og mun hún koma út fyrir jólabókaflóðið. „Hún verður væntanlega ódýr og er hugsuð sem nokkurs konar grín að útrásinni og útrásarvíkingun- um okkar,“ segir Óttar og bæt- ir við: „Ég er ótrúlega glað- ur að geta þó lagt mitt af mörkum í öllu þessu rugli sem er of mik- ið til þess að standa þögull hjá.“ Hann tekur fram að bókin sé tilvalin möndlu- gjöf. Tíu litlir banka- strákar er þó ekki eina bókin sem Óttar gefur út í ár. Sólkross heitir önnur bók Óttars og kemur hún út í vikunni. Óttar segir hana sjálf- stætt framhald Hnífs Abra- hams sem kom út í fyrra. „Þetta er heimildaskáld- saga sem byggist á kenn- ingum Einars Pálssonar sem alla sína ævi var mikill áhugamað- ur um íslenska fornmenningu. Hann var með nýstárlegar og róttækar hugmynd- ir, sem sam- ræmdust ekki háskóla- nálgun, um landnáms- menn,“ seg- ir Óttar. „Þetta er þó umfram allt spennusaga,“ bætir hann við. „Ég er sáttur við útkomuna. Var að fá bókina í hendurn- ar og er ánægður með útlit bókarinnar og aug- lýsingarnar,“ segir Óttar sem hræðist ekki samdrátt í bóka- bransanum um jólin. „Bók- sala jókst eftir því sem Íslend- ingar urðu ríkari. Salan minnkar kannski aðeins en annars hafa bækur alltaf selst vel fyrir jólin. Þetta er ekki eins og við séum að selja pelsa og jeppa.“ Rithöfundurinn Óttar Norðfjörð gefur út teiknimyndasöguna 10 litlir bankastrákar sem gerir óspart grín að útrásarvíkingunum. Bókin er byggð á hinni umdeildu barnabók 10 litlir negrastrákar. „Ég ætla að reyna eftir fremsta megni að láta myndrænan húmor tala sínu máli,“ segir skopmynda- teiknarinn Ingi Jensson sem er genginn til liðs við DV á nýjan leik. „Þetta er allt mjög opið hjá mér,“ segir Ingi en hann teiknaði fyrir DV á árinum 2003 til 2005. Ingi hef- ur myndskreytt hin ýmsu blöð og tímarit en hann er ef til vill þekkt- astur fyrir Heim Sjonna sem birtist í Bleiku & bláu hér á árum áður. Nýleg teikning Inga um brott- rekstur kollega síns Sigmund af Morgunblaðinu hefur vakið at- hygli. „Hvernig Mogginn tók á þessari brottvikningu er alveg fyrir neðan allar hellur,“ segir Ingi sem finnst illa farið með Sigmund sem hefur teiknað fyrir blaðið síðan 1964. „Mér virðist sem svo að blað- ið stefni á að láta brotthvarf hans fljóta þegjandi og hljóðalaust með rokinu og efnahagsruglinu sem á sér nú stað. Mogginn passaði sig til dæmis á því að birta nokkurn skapaðan hlut um brotthvarf Sig- mund á vefnum sínum, enda hefði umræðan orðið skrautleg geri ég ráð fyrir.“ Ingi vill með teikning- unni sína Sigmund stuðning en fólk getur gert það sama inni á bloggsíðu teiknarans á ingijens- son.blog.is asgeir@dv.is StyðuR SigMund INgI JeNssoN teiknaRi genguR til liðs við Dv: sigmund rekinn ingi jensson mótmælir brottsögn Sigmunds. Óttar Norðfjörð: BeilaR á Bó? Óttar Norðfjörð gefur út tvær bækur í jólabókaflóðinu. 10 litlir bankastrákar óttar skrifaði bókina á þremur dögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.