Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						fimmtudagur 27. nóvember 20088 Fréttir
Þriggja manna nefnd með Hörð Torfason í forsvari fer með ákvörðunarvald um hverjir taka til máls á 
vikulegum útifundum á Austurvelli sem þúsundir manna hafa sótt og sýndir hafa verið í beinni útsend-
ingu í sjónvarpi. Eiríkur Stefánsson er mjög ósáttur við fyrirkomulagið og gagnrýnir val Harðar á ræðu-
mönnum. Kolfinna Baldvinsdóttir tekur í sama streng. Formaður Fjölskylduhjálpar Íslands átti að tala 
um fátækt á næsta útifundi en það boð var afturkallað vegna pólitískra tengsla.
MÓTMÆLENDUR
Í HÁR SAMANvalgEir örn ragnarSSonblaðamaður skrifar: valgeir@dv.is?Þarna eru ákveðnir aðilar sem geta ákveðið hverjir það eru sem fá að tala. Þeir velja þá sem þeim eru þóknanlegir. Þeir eru ekkert betri en stjórnmálamennirnir,? segir Ei-ríkur Stefánsson, fyrrverandi for-
maður Verkalýðs- og sjómannafé-
lag Fáskrúðsfjarðar. 
Eiríkur er mjög ósáttur við að 
Hörður Torfason, skipuleggjandi 
útifundanna á Austurvelli, hafi ekki 
gefið honum tækifæri til að taka 
til máls og gagnrýna kvótakerfið 
á útifundunum, heldur hafi hann 
frekar valið óreynda námsmenn 
til þess að flytja ræður. ?Þarna eru 
19 og 20 ára unglingar sem eiga að 
fara að tala við fólkið í landinu um 
kreppuna. Fólk sem hefur aldrei 
unnið almennilega vinnu eða dýft 
puttanum í kalt vatn,? segir hann.
Eiríkur segist hafa krafið Hörð 
um að útskýra hvers vegna honum 
stæði ekki til boða að tala á fundin-
um  og hverjir það væru sem tækju 
ákvarðanir um hverjir kæmu fram. 
?Ég margspurði Hörð að því hverjir 
veldu ræðumennina, en hann neit-
aði að segja mér það,? segir Eiríkur. 
Hann segir kröfuna um að allt eigi 
að koma upp á borðið greinilega 
ekki eiga við hjá Herði Torfasyni.
Þriggja manna nefnd
?Það bara eru starfsreglur sem ég 
set. Það hefur verið starfað eft-
ir þeim frá byrjun og hann verð-
ur bara að sætta sig við það. Það 
kemur ekki að þessum palli fólk 
sem hefur unnið fyrir stjórnmála-
samtök,? segir Hörður Torfason 
um gagnrýni Eiríks.
Hörður segir rétt að hann hafi 
fólk á bak við sig sem ákveði hverj-
ir megi koma fram á útifundun-
um. Hann vildi í fyrstu ekki gefa 
upp hverjir skipuðu þessa nefnd. 
?Ég er ekki tilbúinn að nefna það 
eins og er.? Þegar blaðamaður innti 
Hörð frekar eftir svörum svaraði 
hann því að hans helstu ráðgjafar 
væru Ragnheiður Gestsdóttir rit-
höfundur og Lára Hanna Einars-
dóttir, þýðandi og leiðsögumaður. 
?Það er ekki alltaf sama fólkið, en 
þær tvær hafa hjálpað mér í lang-
an tíma og ég leita álits hjá þeim. 
Ég kalla þær vinstra og hægra eyr-
að mitt.?
?Eiríkur er kverúlant?
Hörður bendir á að hann hafi búið 
erlendis um langt skeið og þekki 
því ekki íslenskt þjóðfélag út í gegn. 
?Ég spyr álits og læt kanna þá sem 
biðja um að koma fram, ég kalla 
þetta síuna mína.?
Spurður um orð Eiríks sem 
gagnrýnir að námsmenn séu fyrir-
ferðarmiklir í mótmælunum, svar-
ar Hörður: ?Ég veit ekki betur en 
þetta sé fólk úr öllum öngum þjóð-
félagsins, sem ég er að safna til. Yf-
irskriftin hefur verið Breiðfylking 
gegn ástandinu.? Hörður segir að 
tilgangurinn sé að draga fram fólk 
sem ekki hefur fengið tækifæri áður 
til að koma sínum sjónarmiðum á 
framfæri. 
Hörður undrast framgöngu Ei-
ríks í málinu. ?Eiríkur er kverúlant. 
Frekja og yfirgangur kemur ekki 
fólki á pallinn. Hann ætti að læra 
smá kurteisi, að vera ekki að hringja 
í fólk á miðnætti, eins og hann gerði 
við mig. Hann er númer 50 í röðinni 
að taka til máls. Það er gríðarlegur 
fjöldi sem er búinn að biðja um að 
fá að taka til máls, bróðir minn er 
búinn að sækja um að vera þarna 
en hann er bara í röðinni eins og 
annað fólk.?
Boðið afturkallað
Ásgerður Jóna Flosadóttir, formað-
ur Fjölskylduhjálpar Íslands, hafði 
fengið boð um að taka til máls á 
næsta útifundi en það boð var síð-
ar afturkallað. ?Það er ansi hart að 
það sé ekki hægt að koma á fram-
færi ákveðnum upplýsingum sem 
ég hef aflað mér eftir að hafa verið 
í hjálparstarfi og verið mjög mik-
ið inni í heimi þeirra sem fátækari 
eru,? segir Ásgerður. 
Þegar skipuleggjendur mót-
mælanna fréttu að hún hefði starf-
að fyrir Frjálslynda flokkinn var 
boðið afturkallað. Ásgerður Jóna 
segist ekki hafa ætlað að koma fram 
í pólitískum tilgangi heldur til þess 
að vekja athygli á aðbúnaði fátækra 
á Íslandi. ?Þeir hins vegar meta 
12 ár í sjálfboðavinnu fyrir fátæka 
minna en eitt og hálft ár í starfi fyrir 
minnsta flokk á Íslandi,? segir hún.
Enga flokks- 
pólitíkusa
Hörður segir ástæðu 
þess að hann hafi 
hætt við að bjóða 
Ásgerði Jónu að 
taka til máls á úti-
fundinum vera 
skýra. ?Hún er 
á vegum Frjáls-
lynda flokksins, 
hún hafði ver-
ið samþykkt, en 
ég vissi ekki að 
hún væri í Frjáls-
lynda flokknum. 
Ég er búinn að segja 
það alveg frá byrjun 
að ef einhver er yf-
irlýstur með-
limur í 
stjórnmálahreyfingu hef ég reynt 
að draga úr því. Það er ekki það 
sem fólk vill heyra, það á frekar 
heima á borgarafundinum.? Hann 
bætir  því hins vegar við að það sé 
alltaf til endurskoðunar hverjir tali 
á fundunum.
Kallar eftir nýju  
fyrirkomulagi
Kolfinna Baldvinsdóttir, sem 
skipulagði mótmæla-
göngu frá Austurvelli 
að Ráðherrabú-
staðnum fyrir 
nokkrum vik-
um, kallar 
eftir nýju fyr-
irkomulagi á 
mótmælun-
um. Hún gagn-
rýnir að það sé 
á höndum eins 
manns að ákveða 
hverjir fái að taka til 
máls á mótmælun-
um.
?Ég fór af stað með mín eigin 
mótmæli þar sem við gengum að 
Ráðherrabústaðnum og þá kom 
upp fýla af hálfu Harðar Torfa-
sonar vegna þess að hann taldi að 
framhjá honum hefði verið geng-
ið,? segir hún. ?Ég lagði áherslu á 
að þetta væri samstarf ólíkra fé-
lagasamtaka, ég veit ekki í hvaða 
tilgangi Hörður er þarna. Ég veit 
ekki fyrir hvaða hreyfingu hann 
talar. Mótmæli eru mótmæli en 
það þarf líka að vera 
skýrt og greinilegt 
hverju er ver-
ið að mót-
mæla.? 
Kolfinna 
segist hafa 
útskýrt fyr-
ir Herði að 
hún hefði 
ekki talið sig 
þurfa  leyfi 
frá honum til 
þess að standa 
fyrir mót-
mælum.
Hörður Torfason ?Það bara eru starfsreglur 
sem ég set. Það hefur verið starfað eftir þeim 
frá byrjun og hann verður bara að sætta sig 
við það. Það kemur ekki að þessum palli fólk 
sem hefur unnið fyrir stjórnmálasamtök.? 
MYnD ÁSgEir
Eiríkur Stefánsson ?Ég margspurði Hörð 
að því hverjir veldu ræðumennina, en hann 
neitaði að segja mér það.?
MYnD KriSTinn
Mótmæli um sjö þúsund 
manns tóku þátt í mótmæl-
unum í síðustu viku.
MYnD KriSTinn

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32