Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 . . . . . .
PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						fimmtudagur 27. nóvember 2008 9Fréttir
?Fólk sem kom til móts við fyrirtæk-
ið með því að minnka starfshlutfall 
og fara í launalaust leyfi, því var sagt 
upp,? segir Engilbjört Auðunsdóttir, 
fyrrverandi flugfreyja hjá Iceland Ex-
press. Hún hafði unnið hjá fyrirtæk-
inu frá upphafi en var sagt upp um 
síðustu mánaðamót. 
Níu flugfreyjum var sagt upp en 
mikil óánægja ríkir meðal flugfreyj-
anna þar sem önnur manneskja 
innan fyrirtækisins sé farin að sinna 
flugfreyjustörfum þrátt fyrir að þær 
sem var sagt upp hafi meiri reynslu. 
Uppsagnirnar voru framkvæmdar 
skriflegai.
Óeðlileg uppsögn
?Mér finnst það einkennilegt að 
það er manneskja komin í vinnu í 
desember sem hefur ekki verið fast-
ráðin flugfreyja en hefur verið hjá 
fyrirtækinu í öðrum störfum,? segir 
Engilbjört sem finnst aðgerðir fyr-
irtækisins stangast á við yfirlýsing-
ar stjórnvalda. ?Ég var í fullu starfi 
og var í samninganefnd í seinustu 
kjarasamningum og það er rík hefð 
að segja ekki upp slíku fólki í svona 
uppsögnum. Manni finnst þetta 
óeðlilegt því stjórnvöld eru að hvetja 
til þess að fólki sé ekki sagt upp. Það 
er náttúrlega mjög auðvelt að gera 
það í fluginu þar sem allir eru að 
gera það sama, þetta er eins og verk-
smiðja,? segir hún að lokum.
Lögfræðingar kanna stöðuna
Ástríður Ingólfsdóttir, varaformað-
ur Flugfreyjufélags Íslands, segir að 
félagið hafi haft samband við Ice-
land Express um málið. ?Við höfð-
um samband strax í upphafi þegar 
þessar uppsagnir voru tilkynntar. Við 
beindum þeim skilaboðum til þeirra 
að þeir færu sömu leið og fulltrúar 
annarra fyrirtækja sem eiga félags-
menn hjá okkur og færu að tilmæl-
um ríkisstjórnarinnar um að leita 
allra annarra leiða en uppsagna og 
koma í veg fyrir þessar hörmungar.? 
Ástríður segir að fyrirtækið hafi ekki 
farið eftir þeim tilmælum og því fór 
sem fór. 
Ástríður segir að hún hafi heyrt 
þær sögur að konan hafi verið ráð-
in sem flugfreyja. ?Þetta er afar sér-
kennileg ráðstöfun svo ekki sé meira 
sagt.? Ástríður segir að fyrirtæk-
ið brjóti ekki kjarasamninga. ?Nei, 
í raun eru þeir ekki að brjóta kjara-
samninga því fjöldi þeirra sem var 
sagt upp nær ekki tilskildum fjölda 
til að það teljist hópuppsögn, þeir 
passa sig á því.? Hún segir að þær 
séu í sambandi við lögfræðinga ASÍ 
til að kanna þessa stöðu.
19 uppsagnir á þessu ári
Matthías Imsland, forstjóri Ice-
land Express, segir að það hafi ver-
ið lítið annað í stöðunni en að fara 
í þessar uppsagnir. ?Við höfum sagt 
upp nítján starfsmönnum síðan um 
áramótin á meðan sam-
keppnisaðilinn hefur 
sagt upp fleiri hundr-
uð. Við reyndum 
að gera þetta 
eins vel og 
við gátum og 
á sínum tíma 
fórum við í það 
að lækka starfs-
hlutfall og við-
brögðin við því 
voru pirringur 
og fólki þótti ýtt 
meira á annan 
en hinn og það 
er reynsla sem 
var ekki góð, 
þannig það var 
ákveðið að fara 
þessa leið núna.? 
Matthías seg-
ir að umrædd flug-
freyja hafi ekki ver-
ið ráðin sem 
fast-
ur starfsmaður. ?Hún er lærð flug-
freyja og hefur tekið eitt og eitt flug. 
Hún hefur unnið sem stöðvarstjóri 
líka og ef það er hægt að nýta hana 
meira en í þá stöðu ger-
um við það að sjálf-
sögðu, ég fer ekki 
að ráða inn 
heilan starfs-
mann.? 
Matthías 
segir að 
það sé ekk-
ert óeðlilegt 
við þessar 
uppsagnir. 
?Það er ekk-
ert óeðlilegt 
við þetta og 
það er ömur-
legt að þurfa 
að segja upp 
starfsfólki, sér-
staklega á þess-
um tímum sem 
eru núna.?
Flugfreyjur eru afar óánægðar með að hafa verið sagt upp eftir að hafa tekið á sig launalækkun og lækkað 
starfshlutfall. Níu flugfreyjum var sagt upp í síðustu uppsögnum og ný flugfreyja er farin að sinna störfum 
þeirra. Matthías Imsland, forstjóri Iceland Express, segir engar nýjar flugfreyjur hafa verið ráðnar nýverið og 
fyrirtækið sé einungis að nýta mannskap. 
REYNSLUBOLTAR REKNIR
?Fjöldi þeirra sem var 
sagt upp nær ekki til-
skildum fjölda til að 
það teljist hópuppsögn, 
þeir passa sig á því.? 
BoðI Logason
blaðamaður skrifar    bodi@dv.is
Iceland Express  19 starfsmönnum 
hefur verið sagt upp frá áramótum.
Matthías Imsland  forstjóri 
iceland express segir að 
ekkert óeðlilegt hafi verið 
við síðustu uppsagnir.
MÓTMÆLENDUR
Í HÁR SAMAN
Viðhaldsfríar
ÞAKRENNUR
Smiðjuvegi 4C
Box 281  202 Kópavogur
Sími 587 2202  Fax 587 2203
hagblikk@hagblikk.is  www.hagblikk.is
Varmaskiptasamstæður
loftræstistokkar og tengistykki
Hágæða
+$*%/,..HKI 
Þegar hús eru klædd með ?viðhaldsfrírri? klæðningu er nauðsynlegt að nota ?viðhaldsfríar? þakrennur.
Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0,9 mm áli og tærast ekki, ryðga, né brotna.
Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun.
Litir til á lager: Svartar, hvítar, rauðbrúnar og ólitaðar.
A
u
g
l.
 Þ
ó
rh
ild
ar
 1
4
6
0
.2
4

					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32