Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar


Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 28.08.2006, Blaðsíða 4

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar - 28.08.2006, Blaðsíða 4
4 Öruggari vegir EuroRAP Í þessu blaði er kynning á EuroRAP verkefninu sem Félag íslenskra bifreiðaeigenda stendur að í samvinnu við Sam­ gönguráðuneyti og Umferðarstofu. Vegagerðin leggur til gögn vegna skráningar. Markmið þessa verkefnis er að stuðla að öruggari vegum til að afleiðingar mannlegra mistaka í akstri verði síður alvarlegar. Vegir eru skoðaðir samkvæmt gátlista og allir varhugaverðir staðir eru skráðir inn í tölvu. Kerfið reiknar síðan einkunn sem er sett fram sem stjörnur, ein til fjórar. Mér sýnist að þarna sé komið verkfæri sem geti nýst Vega­ gerðinni ágætlega. Sjálfsagt gætu okkar starfsmenn unnið svipaða úttekt og fengið sömu niðurstöður en það er líka gott að fá utanaðkomandi fagmenn til að rýna vegakerfið á þenn­ an hátt. Kerfið skilar niðurstöðunum á mjög skýran hátt með tölvugrafík þannig að auðvelt er að fá góða yfirsýn yfir vanda­ málin sem við er að etja. Aðgreindir umferðarstraumar En þegar upp er staðið er stærsti galli vegakerfisins ákaflega augljós og við höfum verið minnt illilega á það undanfarna daga. Vegir þar sem gagnstæðir umferðarstraumar eru ekki aðgreindir eru stórhættulegir. Fjórir látnir í þremur slysum á örfáum dögum segja alla söguna. Þessi aðgreining verður stóra verkefnið í vegagerð næstu áratugina líkt og bundna slit­ lagið hefur verið á dagskrá sl. aldarfjórðung. Tilraunakaflinn á Sandskeiði þar sem gagnstæðir umferðar­ straumar eru aðgreindir með víravegriði er fyrsta skrefið á þessari vegferð. Það var því frekar sorglegt að horfa upp á smekklausan fréttaflutning Ríkissjónvarpsins laugardaginn 12. júlí sl. þar sem mótorhjólaökumaður lýsti skoðun sinni á víravegriði með því að dreifa niðursneiddu brauði á jörðina en það átti að tákna mótorhjólaökumann sem myndi lenda á svona vegriði. Raunveruleikinn er sá að flestar tegundir veg­ riða eru hættulegar fyrir mótorhjólaökumenn sem missa stjórn á farartæki sínu og renna eftir veginum því uppistöðurnar eru óvarðar. Svo er spurningin hvort viðkomandi sé betur kominn á vegi án miðdeilis þar sem hætta er á að hann lendi framan á bifreið sem kemur úr gagnstæðri átt ef honum hlekkist á. Í nýrri skýrslu EuroRAP verkefnisins í Evrópu sem var lögð fram um leið og forkönnun EuroRAP á Íslandi var kynnt, er notkun víravegriða í Svíþjóð sérstaklega lofuð. Wired barri- ers are a cost-effective and fast solution to seperating traffic on long stretches of single carriageway. 1) „Víraleiðarar eru hagkvæm og skjót lausn við að aðgreina umferðarstrauma á vegum með eina akrein í hvora átt“ segir þar á bls. 46. Ef tilraunin í Svínahrauni á eftir að gefast vel að vetri, þ.e. miðdeilirinn á ekki eftir að safna snjó eða vera til trafala við snjóhreinsun, þá höfum við líklega búnað sem getur aukið öryggi langflestra vegfarenda á stórum hluta vegakerfisins. En þetta er tilraun og áður en lengra verður haldið er næsta víst að upplýsingum um reynslu annarra þjóða verði safnað saman til skoðunar. Og einnig athugað nánar hvort nýjar útfærslur á þessari lausn gefi meira öryggi. Hugsanlega má setja mjúka plasthólka yfir vírana til að illa vörðum vegfarend­ um sé síður búin hætta af þeim. En um mótorhjól má segja almennt að fáir ökumenn hagn­ ast meira á því að virða hraðatakmarkanir en þeir sem aka mótorhjóli og hafa enga vörn af bílbeltum, loftpúðum eða traustri byggingu ökutækis. Því miður virðast þessi algildu sannindi ekki ná til allra. Áhættumat EuroRAP á eftir að gagnast okkur vel við endurbætur á vegum og umhverfi þeirra. En það sem okkur skortir er kerfi sem getur hjálpað okkur að forgangsraða úrbótum með áhættumati. Ég sé fyrir mér reiknilíkan sem getur tekið inn landupplýsingar, geometríu vegar, magn umferðar, mældan raunhraða, vegyfir­ borð, vegbúnað og upplýsingar um fyrirstöður við veg. Út frá þessum upplýsingum mætti reikna líkindi þess að alvarlegt slys verði á hverjum stað og kostnað við að lækka líkindin niður fyrir viðsættanlega tölu. Þannig mætti reikna út hvar takmarkaðar fjárveitingar kæmu að mestu gagni. EuroRAP Viktor Arnar Ingólfsson útgáfustjóri skrifar Þessi staður á vegakerfinu fær líklega ekki góða einkunn í EuroRAP fyrir öryggi vegsvæðis. Þetta eru Klofasteinar við Vestfjarðaveg, skammt norðan við Búðardal. Þegar þessi vegur var byggður fór af stað saga um álfabyggð í steinunum. Þeir voru samt færðir úr vegstæðinu í sæmilegri sátt en greinilega ekki nógu langt. Líklega myndu bæði álfar og ökumenn fagna því í dag að steinarnir yrðu færðir í örugga fjarlægð frá vegi.

x

Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Framkvæmdafréttir Vegagerðarinnar
https://timarit.is/publication/1142

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.