Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						18  FIMMTUDAGUR3.APR(L2008
Sport DV
4+
ÍÞRÓTTAMOLAR
SIGURGÖNGU VALSSTÚ LKN A LAUK
KR lagði Val 5-2 í úrslitum Lengjubik-
ars kvenna (fyrradag. Úrslitin eru
athyglisverð fyrir þær sakir að
Valsstúlkur
töpuðu ekki leik I
deildarkeppninni
ífyrra. Hrefna
Huld Jóhannes-
dóttir skoraði
tvfvegis fyrir KR
stúlkurenólfna
Viðarsdóttir,
Katrín Ómarsdótt-
ir og Fjóla Dröfn
Friðriksdóttir skoruðu eitt hver.
Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði
tvívegis fyrirVal. Sigur KR-inga fellur í
skuggan af slæmum meiðslum
Guðbjargar Gunnarsdóttur landsliðs-
markvarðar sem sleit hásin og mun
ekki leika með Valsstúlkum á komandi
leiktlð I Landsbankadeild kvenna.
ALFREÐ HÆTTIR MED GRÖTTU
Alfreð Örn Finnsson þjálfari kvenna-
liðs Gróttu mun hætta þjálfun liðsins
eftir komandi leiktímabil. Alfreð hefur
verið valinn besti þjálfari kvennadeild-
arinnar undanfarin tvö ár. Hann gaf frá
sér yfirlýsingu á handbolta.is vegna
málsins. Þar segir
meöalannars„Ég
hefekkileyntþví
að veturinn hefur
verið erfiður,"
segir Alfreð en
liðið ætlaðí sér
betri árangur en
raunin hefur oröiö
(vetur. Gróttaer
sem stendur I
fjórða sæti N1 deildar kvenna. Einnig
kemur fram á vefnum að Guðríði
Guðjónsdóttur hafi verið boðið starfið
á næsta ári en hún hafnaði því.
FHlEFSTUDElLDÁNÝ
FH-ingar leika I efstu deild á
(slandsmótinu f handknattleik karla á
næstu leiktlð. Það varð Ijóst eftir sigur
liðsins 37-23 sigur liðsins á Haukum 2.
Liðið er með átta
stigaforskotáVík-
inga sem eru I
þriðja sæti þegar
fjórar umferðir
eru eftir. En vegna
betri árangurs (
innbyrðis
viöureignum eru
FH-ingar þegar
búnir að tryggja
sér sæti [ N-1 deildinni á komandi
leiktlð.
FSUlÚRVALSDEILDINA
FSU tryggði sér sæti í úrvalsdeildinni í
körfuknattleik með 67-63 sigri sigri á
Val (oddaleik liðanna. Staðan I
einvíginu var 1-1
fyrir leikinn og
sigurinn vannst
eftir mikla spennu
(lokin.Valsmenn
misnotuðu
vítaskot (
stöðunni 64-61
þegar 36 sekúndu
lifðu leiks. FSU-
menn voru hins
vegar heitir á vítalínunni og nýttu
vítaskotin vel I lokin. FSU fylgir
Breiðabliki upp i úrvalsdeiídina.Sævar
Sigmundsson og Mathew Hammer
gerðu 19 stig. Stigahæstir hjá Val voru
Robert Hodgon með 17 stig og Craig
WallsgerðilOstig.
SPORT 2
15.40 - CHELSEA - MIDDLESBROUG
17.20 - READING - BLACKBURN
l'i.iln ¦HNiil r.il ;'iMiMI;|;;i.:|;\';U:|
20.00 - PREMIER LEAGUE WORLD
20.30 - PL CLASSIC MATCHES
21.00 - PL CLASSIC MATCHES
>. :. :n  ¦<¦¦<¦ I
23.50 - COCA COLA MÖRKIN
21.30 - GOALS OF THE SEASON
Di). :i) ¦i.iviini'iioi. ;:v;ii;íi)n
Oddaleikir átta liða úrslita Iceland Express-deildar karla fara fram annað kvöld. íslands-
meistarar KR mæta ÍR á sínum heimavelli, DHL-höllinni, og í Röstinni i Borgarnesi tek-
ur Grindavík á móti Skallagrími. Liðin sem tapa fara í sumarfrí með Njarðvik og Þór
sem eru úr leik.
TAPERSAMAOGSUMARFRI
„Ef við mætum eins illa stemmdir til
leiks og við gerðum í Borgarnesi töp-
um við. Það er ekkert flókið. Þótt við
séum á okkar heimavelli verðum við
að eiga toppleik svo gott lið er Skalla-
grímur," sagði Friðrik Ragnarsson,
þjálfari Grindavfkur, ákveðinn þeg-
ar DV spurði hann út í oddaleikinn
gegn Skallagrími á morgun.
Grindavfkurliðið fór nokkuð auð-
veldlega með Skallagrím í fyrsta
leiknum í Röstinni og bjuggust marg-
ir við öruggum sigri þeirra í Fjósinu í
leik tvö. „Ég get alveg viðurkennt það
að ég hefði viljað sjá mannskapinn
minn stemmdari en það vill stund-
um gleymast hversu góðir Skallarn-
ir eru. Menn voru eitthvað að spyrja
mig hvað hefði gerst eftir leikinn.
Málið er að það þarf nú ekkert rosa-
lega mikið að gerast svo maður tapi í
Borgarnesi," sagði Friðrik
hress í bragði.
Grindavik
vann   fyrsta
leikinn, 105-
95 en tap-
aði  þeim
næsta, 96-
91.„Þaðer
alltofmik-
ið að fá á
sig 95 og
svo 96 stig.
Við getum
ekki  alltaf
treyst á að
skora   yfir
100 stig
til að
vinna leiki. Það verður eitthvað að
gerast í vörninni líka. Ég hef samt
trú á að við spilum betur á morgun.
Við erum á heimavelli í húsinu sem
strákamir æfa í alla daga og með
okkar stuðningsmenn til að hjálpa
okkur," sagði Friðrik að lokum sem
getur valið úr sínu sterkasta liði en
Helgi Jónas Guðfinnsson sem var
veikur í síðasta leik verður með lið-
inu á morgun.
Ekki spilað svona vel iengi
Þjálfari Skallagríms, Ameríkaninn
Ken Webb, var kátur að vanda þeg-
ar DV náði í skottið á honum í gær.
„Við vorum komnir með bakið upp
við vegg og þurftum virkilega á sigri
að halda annars hefðum við farið í
sumarfrí. Undir lokin á leiknum fór-
um við að hitta úr mikilvægum skot-
um sem gerði okkur kleift að næla í
oddaleikinn," sagði Ken við DV um
annan leik Skallagríms gegn Grinda-
vfk.
„Það skilja allir mikilvægi leiks-
ins á morgun því ef við töpum
er timabilið búið hjá okk-
ur. Það er vonandi að við
náum upp jafhgóðum
leik og sfðast. Það
var gott að spila vel
því við höfðum ekki
gert það í langan
tíma. Eg er með alla
menn svona þokka-
lega heila og menn
virðast   stemmdir.
Æflngin í gær var góð
og nú tekur alvaran við í
Grindavík í kvöld," bætti
Ken við um leikinn gegn
Grindavík í kvöld.
Sigur það eina sem
kemurtil greina
Reykjavíkurliðin KR og ÍR
mætast í oddaleik í DHL-höll-
inni í kvöld. ÍR-ingar, líkt og í fyrra,
unnu fyrsta leik liðanna í Vesrur-
bænjum en töpuðu öðrum leikn-
um í Seljaskóla. í þeim leik fékk
Nate Brown, leikstjórnandi
ÍR, tækifæri til að tryggja
sigurinn með sniðskoti
um leið og lokaflautið
gall en brenndi af.
KR vann svo leik-
inn  í  framleng-
ingu.
„Ég   var   á
bekknum  þegar
hann tók skot-
ið. Það er mun
erfiðara  að  vera   ^
á  bekknum  þeg-
ar svona gerist og til-
finningin var ekki góð
en sem betur fer reddaðist þetta,"
sagði Brynjar Þór Bjömsson, leik-
maður KR, þegar DV tmflaði hann
við slökun í formi sjónvarpsgláps í
gærdag. „Sigurinn sýndi að við emm
með sterkan karakter því við voram
komnir vel undir í þriðja leikhlutan-
um," bætti Brynjar við.
Brynj ar segir planið einfalt í kvöld.
„Það er ósköp einfalt að sigur er það
eina sem kemur til greina í kvöld. Ef
við töpum þessu verður allt tímabilið
einfaldlega vonbrigði. Við þurfum að
vera heilsteyptari yfir allan leikinn
og ekki lenda í því að vera undir
allan leikinn eins og hef-
ur verið. Það er samt
alltaf þannig að
þegar um odda-
leik er að ræða
þarf að hitta á
toppleik til að
vinna," sagði
stórskyttan að
lokum.
Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálfari karlaliðs Stjörnunnar i handknattleik:
Setjum okkur raunhæf markmið
Patrekur Jóhannesson verður næsti þjálf-
ari karlaliðs Stjömunnar í handknattleik.
Patrekur samdi við Stjörnumenn til fjögurra
ára þó samningurinn sé uppsegjanlegur af
beggja hálfu eftir tvö ár. Patrekur hefur verið
Kristjáni Halldórssyni til aðstoðar í vetur og
hlakkar til að takast á við nýja áskoran. „Ég
er mjög sáttur og ég hef stefnt á þjálfun lengi.
Ég er að klára íþróttafræði úr Háskólanum
í Reykjavík og þetta passar mjög vel við þá
menntun," segir Patrekur.
Hann segist búast við því að nokkrar breyt-
ingar verði á liðinu og að hann muni koma til
með að reiða sig meira á unga leikmenn sem
fyrir eru hjá félaginu.
Patrekur segist ætla að reyna að setja sér
hófleg markmið og ekki vera með yfirlýsing-
ar í fjölmiðlum um markmið næsta árs. „Við
ætlum að setja okkur raunhæf markmið fyrir
næsta tímabil. í fyrsta lagi stefnum við að því
að fá sem flesta upp úr öðrum og þriðja flokki
og gera þá að fullgildum meistaraflokksleik-
mönnum," segir Patrekur.
Hann segir menn hafa verið heldur
skammsýna undanfarin ár í Garðabænum
og yfirleitt hafi verið tjaldað til eins árs í einu
í stað þess að byggja upp.
„Við förum ekki í. grafgötur með það að
árangurinn á árinu hefur ekki verið nægi-
lega góður. Oft á tíðum hafa markmiðin verið
óraunhæf. Ég tel mikilvægt hjá okkur að vera
auðmjúkir og horfa til framtíðar, tala minna
en vinna meira," segir Patrekur en fyrir tíma-
bilið setti liðið sér þau markmið að vinna
deildina. Stjarnan er nú í fimmta sæti Nl-
deildarinnar.
„Næstu ár munum við reyna að setja okk-
ur markmið eftir leikmannahópnum og mik-
ilvægt er að gera sér grein fyrir eigin styrk,"
segir Patrekur.                   vidar@dv.is
Patrekur þjálfar Stjörnuna
Patrekur Jóhannesson verður
næsti þjálfari karlaliðs
Stjörnunnar í handknattleik.
+
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32