Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 16

Glóðafeykir - 01.05.1967, Blaðsíða 16
16 GLÓÐAFEYKIR Mjólkurinnlegg 1966 Eins o°' öllum er í fersku rninni, urðu miklar umræður o°' bolla- leggingar varðandi offramleiðslu mjólkur svo og „Smjörfjallið" margumtalaða á sl. vori. Til þess að reyna að koma jafnvægi á í þessu efni, setti Fram- leiðsluráð landbúnaðarins innvigtunargjald á mjólk frá 15. maí og var það 0.50 kr. pr. kg. þann mánuð, en hækkaði síðan í kr. 1.00 pr. kg. frá 1. júní til 31.ágúst, en var frá þeim tíma fellt alveg niður. Hjá Mjólkursamlagi Skagfirðinga var innvigtunargjaldið samtals kr. 2.610.033,55. Sl. ár var ekki hagstætt til mjólkurframleiðslu. Margir stórminnk- uðu fóðurbætisgjöf kúnna vegna þess ástands, sem virtist vera að skapast. En þegar leið að hausti og séð varð að í óefni var stefnt, var af Framleiðsluráði ákveðið að innheimta ekki innvigtun- argjaldið og kom það því til útborgunar að fullu, og var greitt innleggjendum með mjólkurinnleggsand- virðinu í desember sl. Á sl. hausti var slátrað óvenju mörgum mjólkur- kúm bæði hér og víða ann- ars staðar á landinu, og varð það til þess að þær sveitir, sem séð hafa um framleiðslu til aðalþéttbýl- isins við Faxaflóa, fram- leiddu ekki nóg af mjólk- urneyzluvörum til daglegr- ar notkunar. Var því grip- ið til þess ráðs að flytja suður bæði nýmjólk, rjóma, Sólberg Þorsteinsson, samlagsstjóri.

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.