Kópavogsblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 1

Kópavogsblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 1
11. tbl. 3. árg. Sjálfstæði í skipulagsmálum mikilvægt Á efstu hæð Smáratorgs 3, á 20. hæð, verður veislusalur sem Turninn ehf. verður með, Veisluturninn. Sigurður Friðrik Gíslason veitingastjóri og matreiðslumaður segir að á 19. hæðinni verði svo veitinga- staður, þar sem m.a. verður hægt að fá hádegisverð gegn vægu verði. Útsýnið af efstu hæðinni er alveg stórkostlegt eins og sjá má af þessari mynd sem tekin er upp í Linda- og Salahverfi. Endurskoðunarfyrirtækið Deloitte verður á nokkrum hæðum í húsinu og líkamsræktarstöðin World Class á 15. hæð svo dæmi séu tekin. Innréttingavinna er þegar hafin. ������������������������ ��������������� www.atak.is Góðir bílar - gott verð! 554 6040 Deiliskipulag á svokölluðu “Gustssvæði” er í nokkru upp- námi eftir að umhverfisráðuneyt- ið neitaði því staðfestingar. Mun þar rísa háhýsahverfi í náinni framtíð í góðri sátt við alla, þ.m.t. Garðbæinga? Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks- ins og formaður bæjarráðs segist ekki vilja ganga svo langt að segja að skipulagið sé í uppnámi. Hinsvegar sé athyglisvert að þáverandi umhverfisráðherra hafi að hans mati gengið langt út yfir sitt svið með því að setja þetta í það ferli sem ráðherra gerði. Það sé mikilvægt að sveitarfélögin haldi sínu sjálfstæði í skipulagsmálum og bæði ráðuneytið og skipulags- stofnun treysti sveitarfélögunum áfram á þessu sviði. Ómar segist ekki hafa trú á öðru en að það eigi eftir að lenda þessu máli farsællega og að þarna muni rísa hverfi í góðri sátt við alla, þ.m.t. Garðbæinga. Endurskoðuð fjárhagsáætlun Kópavogsbæjar fyrir árið 2007 skilar 2,1 milljarði króna rekstrar- afgangi samkvæmt samþykkt bæj- arstjórnar 23. október sl. Ómar er spurður hvernig hann vilji nýta þennan rekstrarafgang til hagsbúa fyrir Kópavogsbúa og segir að áfram verði hugað að innra starfi bæjarins, t.d hvað varði skóla og íþróttamál. Áfram verði haldið að lækka leikskólagjöldin og eins sé það staðreynd að það þurfi að fara að huga enn betur að starfs- mannmálum, sérstaklega í skólum og leikskólum og framtíðin þar sé visst áhyggjuefni. Sjá viðtal við Ómar Stefáns- son á bls. 4 ÁLFTAMÝRI • MJÓDD HÆÐASMÁRA 4 opið 10–23 alla daga Dreift frítt í öll hús í Kópavoginum NÓVEMBER 2007 - Íþróttir bls. 22-23 Af hæstu hæðum!

x

Kópavogsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kópavogsblaðið
https://timarit.is/publication/1117

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.