Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 06.08.1982, Blaðsíða 1
23. tbl. 8. árg. vestfirska 6. ágúst 1982 FRETTABLASIÐ NÝR BANKIFYRIR VESTFIRÐI: MYNDBANKI Leitað er ljósmynda af failegum eða sögufrægum stöðum á Vestfjörðum. Upplýsingum (helst myndum) safnað hjá und- irrituðum: Barði Ólafsson, c/o Flugleiðir hf. Símar 3000 og 4252. MYNDBANDALEIGAN Virka daga er opið frá kl. 9:00 — 18:00, en laugardaga og sunnudaga frá kl. 17:00 — 18:00. Úrval myndbanda í BETAMAX og VHS kerf- unum. Verslunin ísafirði sími 3507 Ibúðir aldraðra teknar í notkun Hlíf, hin nýja leiguíbúöa- bygging aldraðra á ísafirði var tekin í notkun á dögunum. Flestir íbúanna eru fluttir inn og af því tilefni tók Vestfirska tvo íbúanna tali, þá Helga Björnsson frá Hnífsdal og Bjarna Guðmundsson frá Lónseyri. ÞAÐ VANTAR ÞJÓNUSTUNA Bjarni Guðmundsson býr á annarri hæð, herbergi 204 og við spurðum Bjarna, sem er rúmlega áttræður, hvernig honum litist á sig að vera kom- inn þarna inn. „Mér líst ágætlega á það að búa hérna, en ég kann illa við það, að maður fær enga þjón- ustu, það er það sem vantar. Það vantar einhvern til að hugsa um það fólk sem ekki getur hugsað um sig sjálft. Ég hélt að það væri sama system á þessu hérna og á Dalbraut- inni og það væri einhver þjón- usta, þar sem þeir fóru suður héðan til að skoða það. Hins vegar er rúmgott hérna og ó- Skóla- stjóra- ráðning veldur deilum Eins og fram hefur kom- ið í Vestfirska fréttablað- inu, þá hefur Björgvin Sig- hvatsson hætt störfum sem skólastjóri við Barna- skóla Isafjarðar. Nú hefur verið ráðinn nýr skóla- stjóri, sem er Bergsveinn Auðunsson og hefur verið skólastjóri í Hrísey, á Hólmavík og nú síðast norður í Ólafsfirði. Tveir aðrir umsækjendur voru um stöðuna, eftir að skóla- nefndin hafði komist að þeirri niðurstöðu að endur- auglýsa hana ásamt kenn- arastöðum, en áður hafði Hallur Páll Jónsson, kenn- ari á ísafirði, verið eini um- sækjandinn. Ekki virðast aliir á eitt sáttir um þessa ákvörðun skólanefndar grunnskólans, enda þótt hún hafi hiotið öll atkvæði skólanefndarmanna. Kem- ur það fram í grein Tryggva Guðmundssonar, lögfræð- ings, sem er inni í blaðinu í dag. Svargrein skóla- nefndar grunnskólans mun væntanlega birtast í næsta tölublaði Vestfirska fréttablaðsins. f. Bjarni frá Lónseyri. þarflega stórt fyrir einn mann, en þeim veitir náttúrulega ekk- ert af þessu, þeim sem eru að flytja úr eigin íbúð. Þegar ég flutti á Garðvang sem er dval- arheimili í Garðinum, þá hefði ég ekki gert betur en að koma mínu dóti fyrir í plássi sem þessu. Annars á það víst eftir fyrsta sinn. Það er líka dálítið merkilegt með setustofurnar hérna að þar kemur ekki nokk- ur maður, engu líkara en fólk sé eitthvað einrænt sem komið er hingað inn, það horfir á sjónvarp hver inni hjá sér, en kannske á þetta eftir að breyt- ast.“ f. \ Helgí Björnsson. að koma í Ijós hvernig þetta verður hérna, þetta er nú bara rétt ný opnað.“ VANTAR EKKERT NEMA LIÐLEGAN KVENMANN I HORNVÍKINA Helgi Björnsson frá Hnífsdal býr í íbúð númer 108, sem hon- um finnst heldur óoersónulegt og kallar Hornvíkina. Helgi kvaðst ánægður að vera kom- inn á sinn stað, en kvartaði undan því að engin þjónusta væri í boði: „Það er rúmt um mann hérna, hér get ég eldað og ætia að fara að setja upp kjötsúpu, þegar þið eruð farnir. Eiginlega vantar mig ekkert nema liðlegan kvenmann til að hafa í kringum mig, þá er þetta ágætt. Hins vegar virðist vera kastað til höndum við ýmislegt, þannig hrynja hillurnar í fata- skápnum undan einni skyrtu. Einnig eru niðurföllin eitthvað gölluð, því þegar ég fór í bað á sunnudagsmorgun, rann vatn út um alla íbúð, og það var heldur óviðkunnanlegt svona í Sumir gleymdu að greiða Dagblaðið sagði frá því að yfir 600 áhorfendur hefðu verið að leik ÍBÍ og Víkings hér á ísafirði fyrir tveimur vikum. Talsmaður KRÍ kom að máli við Vest- firska og sagði að þessar tölur gætu verið réttar, en hins vegar hefðu aðeins 320 — 330 manns greitt aðgangseyri að leiknum. Virðist því svo, sem að um 200 manns hafi horft á leikinn, án þess að greiða aðgangseyri. Vonandi taka þeir, sem gleymdu að greiða síðast, vel á móti miðasölustúlkunum á næsta leik, sem verður á morgun, sagði maðurinn frá KRÍ. A éi Magnús Jónatansson, þjálfari Í.B.Í.: Það verður barist til þrautar í þessum leik Á laugardaginn klukkan 14:00 leika Isfirðingar við Val hér vestra. I tilefni leiksins báðum við Magnús Jónatans- son að segja álit sitt á stöð- unni. „Staðan er mjög tvísýn eins og er, Víkingur er efstur með 15 stig, KR og KA eru næst með 13 stig síðan koma önnur lið í hnapp með 12 stig nema Valur sem er með 11. Og það er við Val sem við keppum á laugardaginn og nú ríður á, að enginn liggi á liði sfnu. Við höfum heyrt að stuðningsmenn Vals ætli að fjölmenna vestur á laugardaginn, höfum heyrt töl- una 90 manns, þannig að ís- firðingar verða bókstaflega að flykkjast á völlinn og láta heyra í sér, á því geta úrslitin oltið. Menn þurfa líka að gera sér grein fyrir því, að vinna leik nú þýðir að lið er komið ofarlega, að tapa leik núna þýðir hins vegar að liðið er komið á botn- inn, og þannig verður þetta út mótið.“ Og þið eruð náttúrulega staðráðnir í því að vinna þenn- an leik á laugardaginn? „Við ætlum að gera okkar besta, það er alveg á hreinu, það má orða það svo að það verður barist til þrautar í þess- um leik. Og eins og ég sagði áðan, þá skiptir stuðningur á- horfenda gífurlega miklu máli. Það vakti athygli mína, að í leiknum á móti Víking var gíf- urlega mikil hvatning frá áhorf- endum og það kom verulega á óvart, þegar við spiluðum f Kópavogi við Breiðablik og enda þótt Blikarnir hafi góðan áhorfendaskara á bak við sig, en það heyrðist ekki í einum einasta Breiðabliksmanni vegna þess, að ísfirðingar sem búa á höfuðborgarsvæðinu og voru f bænum fjölmenntu á þennan leik og létu óspart í sér heyra. Það var gífurleg stemn- ing á áhorfendapöllunum á þessum leik. Framhald ú hls. 3 Aflí SÚÐAVlK: Bessi landaði 175 tonnum, aðallega þorski, þriðjudag og miðvikudag. ÍSAFJÓRÐUR: Páll Pálsson var að koma úr slipp og átti að fara á veiðar í nótt er leið. Guð- björg landaði um 220 tonn- um af þorski á miðviku- dag. Júlíus Geirmundsson landaði 85 tonnum af skrapi á þriðjudag. Guð- bjartur landaði milli 150 og 160 tonnum á mánudag, mikið grálúða. BOLUNGARVlK: Heiðrún landaði 70 — 80 tonnum í vikunni. Már landaði þriðjudag/miö- vikudag um 160 tonnum. Dagrún er á veiðum, en Hafrún og Hugrún liggja. Kropp á handfæri. SÚGANDAFJÖRÐUR: Elín Þorbjarnardóttir land- aði á miðvikudag 220 tonnum, sem einkum var þorskur. FLATEYRI: Gyllir landaði 60 — 70 tonnum af skrapfiski á föstudag. Ásgeir Torfason er á úthafsrækju frá ísa- firði. ÞINGEYRI: Framnes I landaði 109 tonnum á þriðjudag, aðal- lega þorskur. TÁLKNAFJÖRÐUR: Tálknfirðingur landaði tæpum hundrað tonnum á þriðjudag, aðallega þorsk- ur. PATREKSFJÖRÐUR: Sigurey landaði um 150 tonnum á þriðjudag. ÁFRAM Í.B.Í.

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.