Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 09.01.2014, Blaðsíða 1
1. tölublað 2014 Fimmtudagur 9. janúar Blað nr. 410 20. árg. Upplag 31.000 Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, krefst þess að reglur um upprunamerkingar á öllum landbúnaðarvörum verði þegar í stað teknar upp á Íslandi og ekki verði beðið með málið fram í desember á þessu ári. Þær reglur nái líka til mjólkurvara. Þess má geta að upprunamerkingar á fersku og frosnu nautakjöti tóku gildi hér á landi haustið 2011. Augljósir hagsmunir bænda „Það eru augljósir hagsmunir íslenskra bænda að neytendur geti treyst þeim vörum sem frá bændum koma. Á undanförnum vikum og mánuðum hafa verið að koma upp mál þar sem neytendur hafa verið blekktir með því að einstaka fyrirtæki hafa blandað erlendu hráefni saman við framleiðslu íslenskra bænda án þess að þess hafi verið getið á vöruumbúðum. Við slíkt er ekki hægt að una – þetta gengur gegn hagsmunum bænda,“ segir Sindri. Á síðari hluta síðasta árs var upplýst um mál er varða m.a. fyrirtækja í kjúklingaframleiðslu. Þar hafði verið flutt inn erlent alifuglakjöt og síðan selt undir ís lenskum vörumerkjum. Innflutningur á smjöri sem blandað hefur verið saman við íslenskar mjólkurvörur hefur sömuleiðis verið harðlega gagnrýndur og blandast einnig umræðum um tollkvóta og verndartolla. Þá hefur Bændablaðið áreiðanlegar upplýsingar um að svipuð vinnubrögð hafi að einhverju leyti verið stunduð við innflutning á kartöflum og ýmsu öðru grænmeti, sem og á svínakjöti og fleiri matvörum. Skylt verður að upprunamerkja í desember Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun (MAST) verður skylt að merkja kjöt á markaði hérlendis með upprunamerkingum frá desember 2014. Um verður að ræða ferskt og fryst svínakjöt, kindakjöt, geitakjöt og alifuglakjöt. Þá verður einnig skylt að geta uppruna aðalhráefnis samsettrar vöru, sé uppruni þess annar en vörunnar sjálfrar. Er þetta í samræmi við reglugerð Evrópusambandsins sem tekur gildi 13. desember næstkomandi. Íslendingum er skylt að taka reglugerðina upp hér á landi í samræmi við ákvæði EES- samningsins. Segir Sindri að í ljósi atburða liðinna vikna sé ástæðulaust að bíða lengur með að taka upp slíkar reglur. Grafalvarlegt mál „Málið er grafalvarlegt í ljósi þess að á undanförnum árum og áratugum hafa íslenskir bændur verið í þrotlausri vinnu við að bæta framleiðsluaðferðir sínar og vanda vörumeðferð í því skyni að bæta ímynd íslenskra landbúnaðarvara. Með óvönduðum vinnubrögðum við sölumennsku á landbúnaðarvörum er verið að stefna allri þessari vinnu í stórhættu.“ Telur Sindri ótækt að inn- flytjendur geti skýlt sér á bak við það að engin ákvæði séu um að merkja skuli uppruna alifugla kjöts né annars kjöts og landbúnaðar- afurða, utan nautakjöts, hér á landi. Á þessum forsendum telji sömu innflytjendur jafnvel boðlegt að halda því fram að ekki sé verið að blekkja fólk. Í dag mælir vissulega ekkert í regluverkinu á móti því að uppþítt kjúklingakjöt sé selt hér á landi, sem og annað kjöt og án uppruna- merkinga. Einungis er gerð krafa um að kjötið komi frosið til landsins. Þessu vill Sindri láta breyta þegar í stað. Kröfur um afléttingu tolla Í kjölfar innflutnings MS á smjöri fyrir jólin hafa komið upp háværar kröfur frá hagsmunaaðilum í verslun og þjónustu um að felldir verði niður verndartollar á allar landbúnaðar- afurðir sem fluttar eru til landsins. Sindri segir að BÍ hafi strax komið því sjónarmiði á framfæri að innflutt smjör verði skilmerkilega merkt á neytendapakkningum Hins vegar sé það staðreynd að langflestar landbúnaðarvörur séu þegar fluttar inn án tolla. Þetta eigi til dæmis við um allt hveiti og kornvörur, pasta, hrísgrjón, sykur, matarolíur, ávexti og grænmeti. Þá verði að hafa í huga að íslenski markaðurinn sé viðkvæmur örmarkaður sem jafna megi við smáborg í Evrópu. „Tollar eru liður í opinberri stefnu stjórnvalda gagnvart innlendum landbúnaði. Þeir eru lagðir á til að jafna samkeppnisstöðu íslenskrar búvöru framleiðslu. Flestöll iðnaðar samfélög hafa tollkvóta á landbúnaðar vörum. Sem dæmi beita Evrópusambandið, Bandaríkin, Sviss og Noregur öll tollum til að hafa áhrif á viðskipti með búvörur og verð á innanlands markaði. Eigi að síður er afar mikilvægt að fyrirtæki umgangist þessar reglur af virðingu og misnoti ekki kerfið,“ segir Sindri Sigurgeirsson. /HKr. Formaður Bændasamtaka Íslands afar ósáttur við blekkingarleik við sölu búvara: Krefst þess að strax verði innleiddar reglur um upprunamerkingar – segir ólíðandi að góðri ímynd íslenskra landbúnaðarafurða sé fórnað fyrir stundargróða einstakra fyrirtækja Súkkulaðidrengirnir í OmNom á Seltjarnarnesi hafa sett á fót súkkulaðifyrirtæki þar sem þeir framleiða lífrænt súkkulaði alveg frá grunni. Er framleiðsla þeirra þegar farin að vekja athygli utan landsteinanna. Frá vinstri á myndinni eru Óskar Þórðarson, Kjartan Gíslason og Karl Viggó Vigfússon. Á myndina vantar André Vivase, sem hefur hannað allar umbúðir utan um súkkulaði þeirra félaga, en hugmyndin að ævintýrinu er komin frá Kjartani. – Sjá nánar í umfjöllun á bls. 22–23 um Matarmarkað Búrsins sem haldinn var í Hörpunni fyrir jólin. Mynd / HKr. 16 Auka þarf lífræna mjólkurframleiðslu Hannar klakabrjót til að koma í veg fyrir kal í túnum 18 34 Bærinn okkar Fremri-Gufudalur Ný lög um velferð dýra tóku gildi um síðustu áramót. Lögin taka til alls dýrahalds, hvort sem er í atvinnuskyni eða gæludýrahalds. Með nýju lögunum fær Matvælastofnun frekari úrræði til að taka á málum þar sem brotið er gegn velferð dýra, en eldri lög um dýravernd frá árinu 1994 höfðu verið mikið gagnrýnd vegna þess að í þeim þótti skorta á leiðir til að taka á brotum á dýravernd. Með nýjum lögum ætti að vera hægt að beita þvingunarúrræðum sem koma munu í veg fyrir endurtekin brot á dýravelferð. Á sama tíma tóku gildi ný lög um búfjárhald. Með þeim færist allt búfjáreftirlit frá sveitarfélögum til Matvælastofnunar. Ráðnir hafa verið sex búfjáreftirlitsmenn sem starfa undir stjórn héraðsdýralækna í hverju umdæmi. Þá er unnið að því að endurskoða aðbúnaðarreglugerðir fyrir búfé en því verki er enn ólokið. Ný lög um dýravelferð Búfjáreftirlit flyst til MAST – Sjá nánar um málið í grein frá Matvælastofnun á bls. 23

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.