Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 21.01.1988, Blaðsíða 1
Freistandi! SÓLCOtA I vestlirska ~~l FRETTABLADIÐ Berklasmits verður vart á Patreksfirði: er óháð öllum stjórnmálaflokkum og nýtur engra opinberra styrkja. Skólahald í Reykjanesi: Færri nemendur en betri —nefnd sem finni skólanum framtíð- arhlutverk ekki enn skipuð. „Fiskeldiskennsla er okkar framtíð“ segir Skarphéðinn Olafsson skólastjóri „Það hefur gengið mjög vel það sem af er skólaárinu“ sagði Skarp- héðinn Ólafsson skólastjóri í Reykjanesi þegar Vestfirska fréttablaðið innti hann frétta af skólahaldi. „ Að vísu erum við með færri nemendur en verið undanfarin tvö ár, eða alls 34 , en á móti kemur að þetta er mjög góð- ur og samstilltur hópur“ sagði Skarphéðinn. Þegar Reykjanesskóla var gefið líf ef svo má segja við loka- afgreiðslu fjárlaga var það sett sem skilyrði að skipuð yrði nefnd skólamanna og þingmanna sem finna ætti skólanum framtíðarhlut- verk. Eins og kunnugt er gerðu upphaflegar tillögur ráð fyrir að skólahald í Reykjanesi yrði lagt af á hausti komanda. Þær tillögur náðu ekki fram að ganga. „Þessi nefnd hefur nú ekki verið skipuð enn“ sagði Skarphéðinn. „ Það er hinsvegar enginn vafi í mín- um huga að framtíðarhlutverk skólans er það vera leiðandi í námi í fiskeldi. Hér eru risnar og eru að rísa fiskeldistöðvar allt í kring og aðstæður eru góðar frá náttúrunn- ar hendi. Um þetta munu okkar tillögur snúast þegar nefndin tekur til starfa." „Fátítt, en meínlaust, smitberínn ófundinn“ — segir Jósep Blöndal yfirlæknir við sjúkrahúsið á Patreksfirði Berklapróf kom jákvætt fram á tveimur börnum á Patreksfirði við reglubundið berklapróf þar fyrir skömmu. „Börnin höfðu ekki mælst jákvæð áður þannig að hér er greinilega um smit að ræða“ sagði Jósep Blöndal yfir- læknir sjúkrahússins á Patreks^ firði í samtali við Vestfirska fréttablaðið. „Við höfum gert ítrekaðar til- raunir til þess að finna smitber- ann í nánasta umgengnishópi barnanna, án árangurs og höfum því sent málið til berklayfirlæknis Þorsteins Blöndal sem starfar við Heilsugæslustöðina í Reykjavík" sagði Jósep ennfremur. Börnin hafa verið sett á lyfjameðferð til öryggis en ástæða er til þess að ítreka að jákvætt berklapróf þýð- ir ekki að viðkomandi sé með sjúkdóminn, heldur sýnir það að sjúklingurinn hefur orðið fyrir smiti. Sá sem orðið hefur fyrir smiti, smitar ekki aðra. Regluleg berklapróf eru gerð á skólabörnum um land allt og ennfremur á erlendu fólki sem kemur til starfa í matvælaiðnaði. Ekki er bólusett við berklum á íslandi enda sjúkdómurinn talinn horfinn að mestu. Að sögn Jós- eps Blöndals á Patreksfirði eru tilfelli eins og þessi fátíð en mein- laus. Auðvelt er að ráða niður- lögum smits af þessu tagi þegar það greinist snemma. Berkiar eru enn þekktir í nágrannalöndum okkar og bólusctt er við sjúk- dómnum í öllum enskumælandi löndum. Vetur loksins gengin í garð Þessi vetrarmynd er tekin út Túngötuna á ísafirði. En sumir telja það fallegustu götumynd í bænum þeim. Samstæð hús frá þriðja áratugnum, sem bera aldurinn vel og byggjendum sínum fagurt vitni. VEFNAÐARVÖRUDEILD SÍÐASTI DAGUR ÚTSÖLUNNAR ER Á MORGUN ppjjípi Sinar^kS/finnsson k £ Munið vinsælu helgarferðirnar FLUGLEIÐIR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.