Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 01.09.1988, Blaðsíða 1
Algjor verðstöðvun — virkt verðlagseftirlit og ábendingar skila sér í lækkuðu vöruverði Það hcfur nú orðið niðurstað- an eftir margra vikna vangaveltur h|á ríkisstjominni, að velja hina svokolluöu niðurfærsluleið. Sam- fara þessu hefur verið gripið til ýmissa ráðstafanna eins og al- gjöra verðstöðvún. Ekki er endanlega frá því gengið hvernig verðlagseftirliti verði háttað á landsbyggðinni, en að sögn Jóhannesar Gunnarsson- ar hjá Verðlagsstofnun, þá hafa þeir fjóra éftirlitsmenn starfandi úti á iandi og þar af einn á ísa- firði. Ekki er ákveðið hvort grip- ið verði til þess ráös að fjölga starfsmönnum úti á landi eða ein- faldlega að senda liðsauka frá Reykjavík í þau vcrkefni sem upp koma. Taisvert hefur borist af kvörtunum til stofnunarinnar og sagði Jóhannés að þar væri enginn landshluti undanskilinn. Sagðist hann leggja áherslu á það að þeir hefðu fengið margar ábendingar sem þegar hafa skilað Úrangri í lækkuðu vörúverði. Taldi hann samvinnu við kaup- menn m jög góða og að þeir hefðu sýnt mikinn samstarfsvilja við stofnunina. Jóhannes sagði að þeir hjá Vérðlagsstofnun væru bjartsýnir á framvindu mála, enda reglan í sambandi við þessa verðstöðvun mjög skýr. Þar er gert ráð fyrir því að vara sem kemur inn til kaupmanns eftir að verðstöðvun tók gildi, verði seld á sama verði og síðast var á henni í búðinni. Jafnvel þó innkaups- verð hækki frá heildsala, þá má kaupmaðurinn ekki hækka vör- una. Verðlag er sem sagt fryst á öllum stigum. Af ummælum Jóhannesar að dæma virðist sem verðstöðvunin haldi enn sem komið er, en einnig er ljóst að cf framhatd á að verða á því, þá verðúr að koma tii virkt eftirlit almennings og kaup- manna og þar má enginn sófna á verðinum. Framtíð félagsheimilisins í Hnífsdal óráðin Síðastliðinn mánudag rann úf frestur til að skila inn tilboðum í félagsheimilið í Hnífsdal. Núver- andi cigandi hússins sem er bæjarsjóður ísafjarðar hefur að undanförnu reynt að selja húsið sem hann cignaðist sem kunnugt er á uppboði. Ekki cr talinn grundvöllur fyrir því að bæjar- sjóður standi að rekstri hússins og því hefur verið leitað eítir til- boðum í það. Þegar skilafresturinn rann út hafði aðeins eitt tilboð borist og verður afstaða væntanlcga tekin til þess á fundi næstkomandi mánudag. Samkvæmt heimildum blaðsins er ólíklegt talið að þessu tilboði verðí tekið, en það mun hljóöa upp á 5.2 milljónir og er frá Jakobi Ólasyni og fleirum. Enn virðist því allt vera í övissu um framtíð þessa húss og ljóst að erfitt getir reynst að finna starfs- grundvöll fyrir rekstri þéss í nán- ustu framtíð. ■jSiSSíSS®; Miklar tafir á Vestfjarða- flugi á mánudag Miklar tafir urðu á flugi Flug- leiða til Vestfjarða á mánudag. Morgunvélin til ísafjarðar fékk snarpa vindhviöu afiur undir sig í lendingu, sem varð mjög harkaleg. Sprakk á tveimur samstæðum hjól- börðum vélarinnar, en flugstjóra hennar tókst þó að hafa vald á henni og sakaði engan af þeim 49 sem voru innanborðs. 'Fwin-Otter- vél Ernis sótti hjólbarða og flug- virkja til Reykjavíkur og varð flug- vélin flugfær skömmu cftir hádegi. Þá kom í ljós sprunga í framrúðu annarar Fokkervélar Flugleiða, þegar hún var stödd á Þingeyri um hádegisbilið á mánudag og var vél- inni flogið beint til Reykjavíkur. Þá átti hún eftir að koma við á Patreksfirði til að skila af sér far- þegum og taka aðra suður. Flugfélagið Ernir hljóp í skarðið og flutti 26 farþega frá Patreksfirði til Reykjavíkur í tveimur ferðum. Þessar bilanir settu áætlunarflug Flugleiða mjög úr skorðum þenn- an mánudag, en aðeins voru þrjár vélar í innanlandsflugi þá stund- ina. Menntaskólinn á ísafirði: Verulega aukin aðsókn frá fyrra ári — umsækjendur hafa aldrei verið fleiri í almennt bóknám og á viðskiptabraut á síðastliðnum 10 árum Mjölvinnslan Hnífsdal: 519 tonnum skipað út á laugardag — gott verð á fiskimjöli Á laugardag var 519 tonnum af fiskimjöli frá Mjölvinnslunni í Hnífsdal skipaö um borð í flutn- ingaskip í ísafjarðarhöfn. Mjöl- farmur þessi fer til Póllands, en um þessar mundir er heimsmark- aðsverð á fiskimjöli mjög hátt og fást 9 dollarar og 40 sent fyrir proteineininguna. Á sama tíma í fyrra fengust milli 3 og 4 dollarar fyrir sömu einingu. Um 23 þús- und krónur fást því fyrir tonnið af fiskimjölinu í þessum farmi eða samtals áð verðmæti um 12 milljónir króna. Það er fleira matur en feitt ket. Björn Teitsson skólameistari Menntaskólans á Isafirði segir um- sækjendur um nám á fyrsta ári vera um 110 sem er veruleg aukning frá því í fyrra. Þetta er annað árið sem nemendur eru teknir inn í stofnun- ina á iðnbrautir ásamt nemendum í menntadeildirnar. í almennt bók- nám og á viðskiptabraut eru um- sækjendur rétt um 70 og eru að sögn Björns fleira en verið hefur síðan hann hóf störf við skólann fyrir tíu árum. Taldi hann á þessu ýmsar skýringar og mætti nefna það að góð útkoma hefði verið á grunnskólaprófi bæði á ísafirði og í Bolungarvík í vor auk þess sem hann taldi að þó nokkrir væru að skila sér inn núna af þeim sem hefðu áttu að koma í fyrra, en hefðu farið út á vinnumarkaðinn vegna skattlausa ársins. Eins væri árgangurinn nú með þeim stærri. Sagði Björn góða aðsókn að Menntaskólanum á ísafirði ekkert einsdæmi, því sömu sögu væri að segj a af skólum víða og hefðu sum- ir menntaskólar í Reykjavík til dæmis orðið að vfsa nemendum frá í verulegum mæli. Nú er kennararáðningum að mestu lokið við Menntaskólann og koma inn nýir kennarar í einar þrjár til fjórar heilar stöður. Má þar nefna þau Arndísi Björnsdótt- ur, Sigurð Oddgeirsson og Birnu Gunnarsdóttur sem eru aðkomin. Björn gat þess og að þrátt fyrir svo mikla aðsókn eins og raun bæri vitni, þá væri svo til engin aðsókn nýrra nemenda úr Vestur- Barða- strandarsýslu. Sagðist hann ekki vera nógu ánægður með það og ljóst að nemendur af þessu svæði færu fremur út fyrir fjórðunginn til framhaldsnáms og jafnvel væru dæmi um að nemendur níunda bekkjar færu til Reykjavíkur í nám og sæjust þá aldrei aftur á Vest- fjörðum. Annað væri hinsvegar uppi á teningnum þegar litið væri til norðanverðra Vcstfjarða þar héldist nokkuð vel á fólki og nem- endur úr níunda bekk skiluðu sér allvel inn í Menntaskólann. Menntaskólinn á ísafirði verður settur í hinum nýja sal á neðri hæð skólahússins sunnudaginn 4. sept- ember kl. 16:00. VIÐ OPNUM ÚTSÖLUNA AFTUR Á 2. HÆÐ FRÁ KL. 14-20, AÐEINS Á LAUGARDAG. ALLT AÐ 70% AFSLÁTTUR SinarQu^innszon k. FLUGFRAKT sækjum — sendum FLUGLEIDIR símar 3400 og 3000

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.