Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 14.09.1988, Blaðsíða 1
14. september 1988 vestfirska 36. tbl. 14. árg FRETTABLASIÐ FRAMKÖLLUN 24 MYNDA fujicolor Á AÐEINS KR. 160.- LITFILMA Þessi mynd var tekin þegar réttað var í Bolungarvík um síðustu helgi. Slátrun hófst í Bolungarvík í morgun og er sláturhúsið þar rekið á undanþágu eins og mörg undanfarin ár. Ekki er enn Ijóst hvað miklu verður slátrað þar að þessu sinni, en sláturhúsið í Bolungarvík er nú hið eina sem rekið er við ísafjarðardjúp. Barði h.f.: Nýtt slaturfelag í Vestur-ísafjarðarsýslu Undanþáguákvæði búvörulaga beitt við afurðagreiðslur Stofnað hefur verði nýtt slátur- félag í Vestur-ísafjarðarsýslu og hlotið nafnið Barði h.f. Eru það kaupfélögin í Dýrafirði og í Ön- undarfirði sem standa að þessu nýja félagi og hefur Arni Brynj- ólfsson frá Vöðlum í Önundarfirði verið ráðinn framkvæmdastjóri þess. Félagið tekur á leigu slátur- hús Kaupfélags Dýrfirðinga á Þingeyri, sem er nýtt og gott hús, en sláturaðstaðan á Flateyri er lið- in undir lok. Samkvæmt heimild- um blaðsins varð að fara þessa leið vegna skulda Kaupfélags Dýrfirð- inga m.a. vegna síátrunar í fyrra. Mun þar einnig hafa verið um að ræða afurðalán, sem ekki hafa ver- ið greidd. Vegna óvissu um verðlagningu og rekstrarfé til sláturhúsa al- mennt hafa forsvarsmenn Barða h.f. gert bændum að skrifa undir greiðslusamning, þar sem síðasta greiðsla fyrir afurðir komi 1. apríl á næsta ári, en 75% greiðslna verða komnar 15. desember. Sam- kvæmt búvörulögum eiga bændur að fá fullgreitt fyrir afurðir 15. des- ember. Því er hér leitað til undan- þáguákvæða í búvörulögum þar sem heimilt er að semja við bændur, en gert er ráð fyrir að vaxtareikna frá lögbundnum gjald- dögum. Sjúkraflutningsmál taka nýja stefnu: Bæjarráð vísar sjúkra- flutningum til Heilsugæslustöð var Bæjarráð Isafjarðar hefur vísað sjúkraflutningsmálum kaupstaðar- ins til stjórnar Heilsugæslustöðvar- innar á ísafirði. Gerðist þetta á fundi ráðsins á mánudag, en áður höfðu farið fram viðræður við bæjarfógetann á Isafirði og fulltrúa Heilbrigðisráðuneytisins. Er vitn- að til laga um heilbrigðisþjónustu þar sem segir að undir hana heyri m.a. sjúkraflutnignar. Þessi á- kvörðun bæjaryfirvalda á ísafirði er tekin eftir margra ára japl og jaml og fuður, en í sumar sögðu þau upp bakvaktarsamningum við starfsmenn slökkviliðs ísafjarðar. Forráðamönnum kaupstaðarins hefur þótt þessar greiðslur háar og ekki í samræmi við útgjöld annarra sveitarfélaga vegna sjúkraflutn- inga. Bæjarráð hefur jafnframt fram- lent þann frest, sem rann út nú í vikunni um að kosta bakvaktir vegna sjúkraflutninga og gerir ráð fyrir að málið verði komið í hendur stjórnar Heilsugæslustöðvarinnar um miðjan næsta mánuð. Hafrannsoknarstofnun: Dröfnin kannar rækjumið — rannsóknir að Að sögn Guðmundar Skúla Bragason hjá Hafrannsóknar- stofnun á ísafirði, þá hefjast rækjurannsóknir þann 26 þessa mánaðar í Arnarfirði og þaðan verður svo farið í ísafjarðardjúp. Gert er ráð fyrir að rannsóknar- leiðangurinn í Arnarfirði taki um fjóra daga og 8 daga í ísafjarðar- djúpi. Eftir það verður svo farið í að kanna rækjumið á Húnaflóa. Sagði Guðmunduraðvæntanlega yrði hægt að opna Djúpið og Arnarfjörð fyrir rækjuveiði um miðjan október ef ekki er seiða- gegnd, en Húnaflóann eitthvað seinna. Það er Dröf skip Haf- hefjast í Arnarfirði og á Húnaflóa rannsóknarstofnunar sem notað er við þessar rannsóknir og verð- ur Guðmundur Skúli Bragason leiðangursstjóri á Arnarfirði og á ísafjarðardjúpi. Sagði hann ennfremur að fyrsta vísbending gæfi til kynna að ekki yrði mikið um seiði miðað við þá könnun sem átti sér stað í ágúst. Sam- kvæmt þeim rannsóknum var þorskárgangur nú sem kunnugt er, dæmdur mjög lélegur, og hef- ur Hafrannsóknarstofnun þegar mælt með að dregið verði úr veið- um á næstu árum. Varðandi hugsanlegan rækjukvóta, þá verður ekkert gefið upp um það Isafjarðardjúpi fyrr en að rannsóknum loknum, að öðru leyti en því, að settur hefur verið bráðabyrgðarkvóti miðað við veiðina á síðust vertíð. Hann hljóðar m.a. upp á 2.200 tonn fyrir ísafjarðardjúp. Varðandi rækjurannsóknir á úthafinu, sagði Guðmundur að þær hefðu staðið yfir meira og minna í allt sumar og stæðu yfir ennþá. Þarna er um svokallaðar stofnmælingar að ræða og lyki þeim ekki fyrr en eftir viku. Eng- ar niðurstöður verða þó birtar úr þeim rannsóknum fyrr en að öll gögn liggja fyrir í lok mánaðar- ins. Ekið á konu á Silfurtorgi Mikil mildi var að ekki hlaust stórslys afí morgun, þegar ungur ökumaður missti valdá bil sínum með þeim afleiðingum að hann lenti inn á mitt Silfurtorg og varð kona þar fyrir honum. Hún reynd- ist ekki alvarlega slösuð. Hópur skólabarna hafði staðið í biðröð skömmu áður en bíllinn flaug inn á Silfurtorg. Lögreglan á ísafirði lagði hald á ökuskírteini öku- manns, meðan málið er í rannsókn. Galvaskir slökkviliðsmenn þrifa Stjórnsýsluhúsið hátt og lágt fyrir opnunina. Erum búnir ad fá aftur EUMENÍA þvottavaélina, þá mest seldu í Evrópu. Meö og án þurrkara. Reglubundnar ferðir frá Reykjavík 6-7 sinnum í mánuði til Vestfjarða RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.