Vestfirska fréttablaðið


Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 1

Vestfirska fréttablaðið - 12.09.1991, Blaðsíða 1
VESTFIRSKA FRÉTTABLAÐIÐ 33. TBL. 17. ÁRG. 12. SEPTEMBER 1991 Tálknafjörður: Sóknarprestur og trUlukarl ÞEIR ERU eflaust fáir, sóknarprestarnir, sem vinna sem trillukarlar í hlutastarfi. Séra Karl V. Matthíasson, nýi sóknarpresturinn á Tálkna- firði, hefur alltaf verið heillað- ur af sjónum, eins og margir Vestfirðingar vita eflaust. Séra Karl byrjaði á sínum tíma í trilluútgerð á Hellnum á sunnanverðu Snæfellsnesi og hélt henni áfram á Suðureyri þegar hann þjónaði þar fyrir fáeinum árum. Núna er séra Karl í kompaníi við Sigurð Jónsson sjómann frá Suðureyri. Þeir eiga saman sex tonna opinn bát sem heitir Akraberg RE. Akrabergið er trébátur smíðaður 1957 en er nú allur nýuppgerður. Sigurð- ur er skipstjóri og á 65% í trillunni en séra Karl háseti og á 35%. Þeir félagar hyggjast gera bátinn út á handfæri frá Tálknafirði fram eftir hausti og jafnvel lengur ef tíðarfar helst gott. Einnig kemur til greina að Sigurður rói frá Bol- ungarvík í vetur. Já, hann kemur ekki til með að sitja auðum höndum, hann séra Karl á Tálknafirði. R. Schmidt. Séra Karl V. Matthíasson, sem nú hefur flutt sig um set úr Isafjarðarprestakalli og tekið við embætti sóknar- prests á Tálknafirði. Hann er hér um borð í Akraberginu ásamt Arnari Val syni sínum. Líklega eru vindur og sjór stundum öllu ókyrrlátari á Vestfjarðamiðum en hjá fiski- mönnum á Genesaretvatni fyrir tuttugu öldum. Arnarfjörður: rauðmagavertíð Rauðmagavertíðin gekk ágætlega í Arnarfirði í sumar. Óskar Magnússon rær á skektunni sinni, sem hann kallar Piasta, og leggur fáein net inni í Langabotni í Arnarfirði. Óskar fékk um 400 rauðmaga, sem þykir dágóður afli. Þetta er jafnframt það mesta sem hann hefur veitt af rauð- maga á einu sumri. Tíðarfarið var gott í sumar, miklar stillur og sólrikt með eindæmum. R. Schmidt. Atvinnuráðgjafi VestQarða: Finnbogi Rútur Jóhannesson tekur við af Guðmundi Hermannssyni Um manaðamotin tók ungur Hnífsdælingur, Finn- bogi Rútur Jóhannesson, við stöðu atvinnuráðgjafa Vestfjarða af Guðmundi Hermannssyni, en Guðmund- ur er aftur á móti ráðinn til starfa hjá áætlanadeild ÍSAL. Finnbogi Rútur Jóhannesson stundaði háskólanám í Lillehammer í Noregi og lauk þar í fyrravor prófi í fjármála- stjórn. Hann er Hnífsdælingur sem fyrr segir, en ættaður af Hornströndum. Eiginkona Finnboga Rúts er Sigrún Hulda Sigmundsdóttir og eiga þau átta ára son, Einar Jóhannes. Hinn nýi atvinnuráðgjafi Vestfjarða byrjar að sjálfsögðu á því að setja sig inn í þau mál sem þar eru á borðinu og halda áfram að vinna að þeim, og má þar einkum nefna stefnumótun í ferðamálum á Vestfjörðum. Atvinnumál kvenna verða síðan meðal nýrra verkefna ráðgjafans á næstunni. Atvinnuráðgjafinn hefur aðsetur í húsnæði Byggða- stofnunar í Stjórnsýsluhúsinu á ísafirði. Eldri borgarar! Mallorcaferð fyrir eldri borgara. Hafið samband og leitið nánari upplýsinga. FERÐASKRIFSTOFA VESTFJARÐA Aðalstræti 11, 400 ísafjörður 5? 94-3457 IBILAÞJONUSTA DAÐA FJARÐARSTRÆTI20, 400 ÍSAFJÖRÐUR SÍMI 94-3499 jý Smurstöð jý I jE Hjólbarðaviðgerðir jE Bifreiðaviðgerðir - bílasala HARSTUDIO INGUNNAR Holtabrún 1 ■ Bolungarvík 23“ 7374 Hefur opið þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-18, fimmtudaga og föstudaga kl. 9-20, og laugardaga kl. 8-13. Athugið Lokað á mánudögum um tíma. Með kveðju, Ingunn. Philips Supertech SALA & ÞJÓNUSTA PÓLLINN HF. Verslun ® 3092

x

Vestfirska fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vestfirska fréttablaðið
https://timarit.is/publication/1149

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.