Feykir


Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 8

Feykir - 07.01.1998, Blaðsíða 8
7. janúar 1998,1. tölublað, 18. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill I Eins og við var að búast var þrettándaskemmtun Karlakórs- ins Heimis vel sótt. Annar eins mannfjöldi hefur varla sést á skemmtun í Miðgarði og var ekki þverfótað fyrir fólki. Eins og myndin ber með sér létu hvorki ungir né gamlir sig vanta og dæmi voru um að fólk kæini alla leið austan af Raufarhöfn og sunnan úr Reykjavík. Meira af Þrettándafagnaðinum á 3. síðu. Sjúkrahús Skagfirðinga Komið upp búnaði til fjarlækninga Þessa dagana er verið að koma fyrir á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki búnaði til flutnings og móttöku gagna, svo sem röntgenmynda. A fagmálinu er talað um búnað til íjarlækninga, en með þessu verður unnt sam- stundis að afla samráðs og nýta F L I S A R EFNI T I L FLÍSA Aöalsteinn J. Maríusson Víðihlíð 35. s: 453 5591 Fars: 853 0391 Opiökl. 17-19 eöa eftir samkomulagi Umboð fyrir f. Traustar Flísar T ,■ Múrvið- i / gerðarefni - flotgólf o.fl. þekkingu sérfræðinga á Land- spítalanum á Reykjavík, þegar slys eða veikindi, svo sem bein- brot, eiga sér stað. Birgir Gunnarsson fram- kvæmdastjóri Sjúkrahúss Skag- firðinga segir að búnaðurinn komi til með að styrkja starf- semina og til aukinna þæginda fyrir sjúklingana. Áður þegar vafi lék á með alvarleika slyss eða veikinda vom sjúklingar sendir á stærri sjúkrahúsin, en nú geta læknar heilsugæslu og sjúkrahúss á Sauðárkróki sent myndir til að fá samráð við sér- fræðinga til að útkljá hvort ástæða sé til flutnings sjúklings. Sjúkrahúsið á Sauðárkróki er eitt fyrsta sjúkrahúsið á landsbyggðinni sem kemur upp slíkum búnaði, en hann kostar um 2,5 milljónir. Á liðnu hausti fengu Vestmannaeyingar slíkan búnað, tölvu og skanna, og hefur hann komið sér vel. mndinn ður EITT símtal og þú byijar að spara! Taktu ákvörðun núna i á Landsbanki íslands _______í forystu til framtíðar Útibúið á Sauðárkróki - S: 453 5353 íbúum Norðurlands vestra hefur fækkað um 842 á 10 árum Á Norðurlandi vestra hefur íbúum fækkað um 842 (7,9%) síðan 1987. Árið 1997 fækkaði fólki þar um 191 eða 1,9%. Fólki fækkaði á öllum þét- tbýlisstöðum nema á Hofsósi, en þar fjöl- gaði um 8 manns. Á síðustu 10 árum fjöl- gaði fólki á Sauðár- króki en hefur fækk- að annars staðar á svæðinu. Árið 1997 fækkaði fólki hins vegar um 85 (3,1%) á Sauðárkróki Árið 1997 fjölgaði fólki á Höfuðborgar- svæðinu (1,9%) og Suðumesjum (0,2%). (Höfuðborgarsvæðið nær yfir Reykjavík, Seltjamames, Kópa- vog, Bessastaðahrepp, Garðabæ, Hafnarfjörð, Mosfellsbæ, Kjalar- neshrepp og Kjósar- hrepp). Á öðmm land- svæðum fækkaði fólki, mest á Vestfjörðum, minnst á Norðurlandi eystra. Á Vestijörðum fækkaði fólki um 231 eða 2,6% og á Norðurlandi eystra um 71 eða 0,3%. Norðurland eystra. Á Norðurlandi eystra hefur íbúum fjölgað um 663 (2,6%) síðan 1987. Árið 1997 fækk- aði íbúum hins vegar um 71 eða 0,3% og er það meiri fækkun en árið 1996. Fólki fækk- aði mest á Ólafsfirði um 70 eða 6,0%. Fólki fjölgaði á Akureyri (0,2%), á Grenivík (0,4%), í Reykjahlíð (5,6%) og á Þórshöfn (1,9%). Alls Karlar Konur Norðurland vestra.... ..9.804... ....4.999... ...4.805 Staðarhreppur 100... 45.... 55 Fremri-Torfustaðahr. 62... 38.... 24 Y tri-Torfustaðahr 215... 109.... 106 Hvammstangahr 641... 308.... 333 Ki rkj uh vammshr 87... 40 47 Þverárhreppur. 77... 40 37 Þorkelshólshr. 135.... 70 65 Áshreppur 86.... 41 45 Sveinsstaðahr. 98.... 57.... 41 Torfalækjarhr. 109 60 49 Blönduós 981.... 483 498 Svínavatnshr. 133 78 55 Bólstaðarhlíðarhr. 121 70 51 Engihlíðarhr. 62 35 27 Vindhælishr. 32 17 15 Höfðahreppur. ....630 321 309 Skagahreppur. 59 38 21 Skefilsstaðahreppur.. 45 23 22 Skarðshreppur. ...101 51 50 Sauðárkrókur. 2.678 .1.357 ..1.321 Staðarhreppur ....122 69 53 Seyluhreppur ....303 ....157 146 Lýtingsstaðahr ...278 ....141 137 Akrahreppur ....219 11 103 Rípurhreppur. 87 46 41 Viðvíkurhreppur. ....76 43 33 Hólahreppur. ....153 75 78 Hofshreppur. .. 365 ....193 172 Fljótahreppur. ....117 68 49 Siglufjörður. .1.632 ...810 .... 822 Áhöfnin á Málmev SK Fékk viðurkenningu fyrir gott hráefni Blönduós Gunnar til Vinnu- miðlunar Um áramótin tók til starfa skrifstofa vinnumiðlunar á Norðurlandi vestra á Blönduósi, en á síðasta ári var ákveðið nýtt fyrirkomu- lag vinnumálaskrifstofa í landinu, með staðsetningu aðalskrifstofu í hveiju kjör- dæmi landsins. Forstöðu- maður Vinnumiðlunar Norð- urlands vestra á Blönduósi er Gunnar Richaidsson. Gunn- ar hefur um nokkurt skeið verið skrifstofustjóri í útibúi Búnaðarbankans á Blöndu- ósi. Skipstjóri og áhöfn frysti- skipsins Málmeyjar fengu í lok ársins afhenta viðurkenningu frá Islenskum sjávarafúrðum fyrir vönduð og góð vinnu- brögð í bolfiksvinnslu. ÍS selur mikið af þorskflökum á Banda- ríkjamarkað, sem ekki má sjást bein í. Málmeyjarmenn þykja hafa náð frábærum tökum á þessari ffamleiðslu. Islenskar sjávarafurðir veita árlega viðurkenningar fyrir vönduð vinnubrögð. Þær voru afhentar á árlegum fundi sjó- frystideildar 29. desember. Auk Málmeyjarmanna hlutu þær áhöfn Helgu RE fyrir ffágang rækju og Brettings NK fyrir karfavinnslu. Við afhendinguna sagði Bjami Sölvason deildarstjóri sjófrystideildar ÍS að ffam- leiðsla Málmeyjarmanna væri til fyrirmyndar og hefði skipið skilað sterkri stöðu á markaðn- um og meiri verðmætum fyrir afúrðir. Gæðaframköllun BÓKABtE) BEXNJÆS GÆÐAFRAMKÖLLUN

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.